Lagarfljótsormurinn með stjörnustæla Eirik Sördal skrifar 26. október 2015 14:00 Hindurvitni er nýr íslenskur fræðslu- og skemmtiþáttur um hin ýmsu fyrirbæri í íslenskri þjóðtrú. Í síðasta þætti leiddi Þorvaldur Davíð Kristjánsson áhorfendur Stöðvar 2 í allan sannleika um fjölbreytni íslenskra skrímsla og kynjaskepna. Einnig var leitað álits Arngríms Vídalín, þjóð- og skrímslafræðings, og Eddu Elísabetar Magnúsdóttur, líffræðings, á hinum svokölluðu duldýrum. Í þættinum er meðal annars fjallað um tilurð Lagarflótsormsins og sagt frá störfum sannleiksnefndar sem Fljótsdalshérað setti á laggirnar til að úrskurða um tilvist þekktasta skrímslis Íslands. Hróður hans hefur borist út fyrir landsteinana því minnst var á orminn í X-Files þáttaröðinni á tíunda áratugnum. Frægð hans jókst þó til muna þegar myndband Hjartar Kjerúlfs, bónda, sprengdi internetið fyrir nokkrum árum. Er Lagarfljótsormurinn orðinn of góður með sig? Eða eru önnur íslensk skrímsli, líkt og Nykurinn, Þorgeirsboli og Skeljaskrímslið kannski öfundsjúk vegna hinnar nýfengnu heimsfrægðar ormsins? Hér fyrir ofan má sjá brot úr þættinum þar sem íslensku skrímslin eru meðal annars túlkuð með brúðum sem Þorvaldur Gunnarsson hannaði og leikstýrði. Raddir skrímslanna eru Fanney Birna Jónsdóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson, Ómar Örn Bjarnþórsson og Tryggvi Ólafsson. Hrund Atladóttir gerði grafík.Hindurvitni er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudögum klukkan 20.35. Í þætti kvöldsins mun Þorvaldur skoða sérstöðu íslenskra álfa með nýstárlegum hætti. Þættirnir verða alls sex talsins. Tengdar fréttir Þorvaldur Davíð og Hrafntinna flott í frumsýningarpartíi Frumsýningarpartí fyrir nýja sjónvarpsþáttinn Hindurvitni var haldið í kvöld. 19. október 2015 21:30 Vildi hætta í leiklistinni og fór í byggingavinnu Þorvaldur Davíð Kristjánsson tók nýlega að sér hlutverk þáttagerðarmanns í sjónvarpi ásamt félaga sínum Eirik Sördal og Hrafntinnu Karlsdóttur, unnustu sinni. Hugmyndin var að skoða hin ýmsu fyrirbæri í íslenskri þjóðtrú. 11. september 2015 10:00 Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Hindurvitni er nýr íslenskur fræðslu- og skemmtiþáttur um hin ýmsu fyrirbæri í íslenskri þjóðtrú. Í síðasta þætti leiddi Þorvaldur Davíð Kristjánsson áhorfendur Stöðvar 2 í allan sannleika um fjölbreytni íslenskra skrímsla og kynjaskepna. Einnig var leitað álits Arngríms Vídalín, þjóð- og skrímslafræðings, og Eddu Elísabetar Magnúsdóttur, líffræðings, á hinum svokölluðu duldýrum. Í þættinum er meðal annars fjallað um tilurð Lagarflótsormsins og sagt frá störfum sannleiksnefndar sem Fljótsdalshérað setti á laggirnar til að úrskurða um tilvist þekktasta skrímslis Íslands. Hróður hans hefur borist út fyrir landsteinana því minnst var á orminn í X-Files þáttaröðinni á tíunda áratugnum. Frægð hans jókst þó til muna þegar myndband Hjartar Kjerúlfs, bónda, sprengdi internetið fyrir nokkrum árum. Er Lagarfljótsormurinn orðinn of góður með sig? Eða eru önnur íslensk skrímsli, líkt og Nykurinn, Þorgeirsboli og Skeljaskrímslið kannski öfundsjúk vegna hinnar nýfengnu heimsfrægðar ormsins? Hér fyrir ofan má sjá brot úr þættinum þar sem íslensku skrímslin eru meðal annars túlkuð með brúðum sem Þorvaldur Gunnarsson hannaði og leikstýrði. Raddir skrímslanna eru Fanney Birna Jónsdóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson, Ómar Örn Bjarnþórsson og Tryggvi Ólafsson. Hrund Atladóttir gerði grafík.Hindurvitni er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudögum klukkan 20.35. Í þætti kvöldsins mun Þorvaldur skoða sérstöðu íslenskra álfa með nýstárlegum hætti. Þættirnir verða alls sex talsins.
Tengdar fréttir Þorvaldur Davíð og Hrafntinna flott í frumsýningarpartíi Frumsýningarpartí fyrir nýja sjónvarpsþáttinn Hindurvitni var haldið í kvöld. 19. október 2015 21:30 Vildi hætta í leiklistinni og fór í byggingavinnu Þorvaldur Davíð Kristjánsson tók nýlega að sér hlutverk þáttagerðarmanns í sjónvarpi ásamt félaga sínum Eirik Sördal og Hrafntinnu Karlsdóttur, unnustu sinni. Hugmyndin var að skoða hin ýmsu fyrirbæri í íslenskri þjóðtrú. 11. september 2015 10:00 Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Þorvaldur Davíð og Hrafntinna flott í frumsýningarpartíi Frumsýningarpartí fyrir nýja sjónvarpsþáttinn Hindurvitni var haldið í kvöld. 19. október 2015 21:30
Vildi hætta í leiklistinni og fór í byggingavinnu Þorvaldur Davíð Kristjánsson tók nýlega að sér hlutverk þáttagerðarmanns í sjónvarpi ásamt félaga sínum Eirik Sördal og Hrafntinnu Karlsdóttur, unnustu sinni. Hugmyndin var að skoða hin ýmsu fyrirbæri í íslenskri þjóðtrú. 11. september 2015 10:00