Elliði og Eyjamenn allir gáfu Gústaf einnig rauða spjaldið Jakob Bjarnar skrifar 26. október 2015 16:19 Elliði hefur nú lýst því yfir að það hafi ekki bara verið ungliðarnir sem púuðu á Gústaf; Eyjamennirnir voru allir með í því líka. „Ég vil taka undir með Áslaugu Örnu, þar sem hún segir: „...að það hafi ekki aðeins verið ungir sjálfstæðismenn sem höfnuðu þessum hugmyndum, meirihluti landsfundarins hafi gert það líka.“ Það er rétt hjá henni,“ skrifar Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Eyjamenn allir með rauða spjaldið á loftVísir greindi frá því í morgun að Gústaf Níelsson sagnfræðingur hafi verið púaður úr ræðustól á Landsfundi Sjálfstæðismanna í gærkvöldi, þegar hann fylgdi breytingartillögu sinni og Jóns Magnússonar lögmanns eftir varðandi útlendingamál. Fréttin hefur vakið mikla athygli og DV ræddi við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, nýkjörinn ritara Sjálfstæðisflokksins, í framhaldinu en Gústaf sagði hana hafa farið fyrir skrílslátunum. Elliði tengir við þá frétt og segir: „Ég stóð líka þögull með rauða „neið“ á lofti og ég hygg að allir aðrir fulltrúar í Vestmannaeyjum hafi einnig gert það eins og meginn þorri viðstaddra. Ástæðan var sú að við vorum ósátt við margt í tillögunni. Það var okkar réttur og sá hinn sami er réttur Áslaugar, hvaða embætti sem hún gegnir.“Umdeilt er hvernig tillaga þeirra Gústafs og Jóns var afgreidd. Margir telja sér til tekna að hafa tekið þátt í að púa þá úr púltinu. En, aðrir telja það skandal.Jón Magnússon hefur sagt að þarna hafi verið farið illa með málið af hálfu fundarstjóra, það hafi dregist mjög að taka málið fyrir og flestir nema unga fólkið farnir þegar það var tekið fyrir. En, svo virðist sem Jón hafi gleymt flokki Eyjamanna, með þau Elliða og Páley Borgþórsdóttur lögreglustjóra í broddi fylkingar. Þau voru ekki ánægð með framlag Gústafs og Jóns og létu það í ljós með.Unnur Brá dansar í gervi herkerlingarOg ekki eru allir á einu máli um að rétt hafi verið að afgreiða þá félaga Gústaf og Jón með þessum hætti, síður en svo. Þannig skrifar Halldór Jónsson athyglisvert blogg þar sem hann lýsir atburðum eins og þeir horfðu við honum. Þetta tók svo mikið á Halldór að hann þurfti að bregða sér út til að róa sig niður: „Tók í hnjúkana í slúttið á Landsfundinum,“ skrifar Halldór: „Það varð eiginlega allt vitlaust á fundinum þegar ungliðarnir létu Unni Brá í gervi herkerlingar dansa fyrir sig um gólfið veifandi rauðu nei-spjaldi áður en framsögmaður hafði talað, æsa sig upp í að fara í óeirðir , öskur og hark til að kveða niður ígrundaðar tillögur Jóns Magnússonar hrl. um málefni útlendinga og flóttamanna. Einstakt upphlaup ofbeldis og skoðanakúgunar á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem ég hef aldrei séð áður á þessum samkundum og hef ég þó séð ýmislegt af Landsfundum á langri ævi.“Ég vil taka undir með Áslaugu Örnu, þar sem hún segir: "...að það hafi ekki aðeins verið ungir sjálfstæðismenn sem höfnu...Posted by Elliði Vignisson on 26. október 2015 Tengdar fréttir Gústaf Níelsson púaður úr pontu á Landsfundi Gústaf Níelsson og Jón Magnússon fengu óblíðar viðtökur á Landfundi Sjálfstæðismanna í gærkvöldi. 26. október 2015 10:19 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira
„Ég vil taka undir með Áslaugu Örnu, þar sem hún segir: „...að það hafi ekki aðeins verið ungir sjálfstæðismenn sem höfnuðu þessum hugmyndum, meirihluti landsfundarins hafi gert það líka.“ Það er rétt hjá henni,“ skrifar Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Eyjamenn allir með rauða spjaldið á loftVísir greindi frá því í morgun að Gústaf Níelsson sagnfræðingur hafi verið púaður úr ræðustól á Landsfundi Sjálfstæðismanna í gærkvöldi, þegar hann fylgdi breytingartillögu sinni og Jóns Magnússonar lögmanns eftir varðandi útlendingamál. Fréttin hefur vakið mikla athygli og DV ræddi við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, nýkjörinn ritara Sjálfstæðisflokksins, í framhaldinu en Gústaf sagði hana hafa farið fyrir skrílslátunum. Elliði tengir við þá frétt og segir: „Ég stóð líka þögull með rauða „neið“ á lofti og ég hygg að allir aðrir fulltrúar í Vestmannaeyjum hafi einnig gert það eins og meginn þorri viðstaddra. Ástæðan var sú að við vorum ósátt við margt í tillögunni. Það var okkar réttur og sá hinn sami er réttur Áslaugar, hvaða embætti sem hún gegnir.“Umdeilt er hvernig tillaga þeirra Gústafs og Jóns var afgreidd. Margir telja sér til tekna að hafa tekið þátt í að púa þá úr púltinu. En, aðrir telja það skandal.Jón Magnússon hefur sagt að þarna hafi verið farið illa með málið af hálfu fundarstjóra, það hafi dregist mjög að taka málið fyrir og flestir nema unga fólkið farnir þegar það var tekið fyrir. En, svo virðist sem Jón hafi gleymt flokki Eyjamanna, með þau Elliða og Páley Borgþórsdóttur lögreglustjóra í broddi fylkingar. Þau voru ekki ánægð með framlag Gústafs og Jóns og létu það í ljós með.Unnur Brá dansar í gervi herkerlingarOg ekki eru allir á einu máli um að rétt hafi verið að afgreiða þá félaga Gústaf og Jón með þessum hætti, síður en svo. Þannig skrifar Halldór Jónsson athyglisvert blogg þar sem hann lýsir atburðum eins og þeir horfðu við honum. Þetta tók svo mikið á Halldór að hann þurfti að bregða sér út til að róa sig niður: „Tók í hnjúkana í slúttið á Landsfundinum,“ skrifar Halldór: „Það varð eiginlega allt vitlaust á fundinum þegar ungliðarnir létu Unni Brá í gervi herkerlingar dansa fyrir sig um gólfið veifandi rauðu nei-spjaldi áður en framsögmaður hafði talað, æsa sig upp í að fara í óeirðir , öskur og hark til að kveða niður ígrundaðar tillögur Jóns Magnússonar hrl. um málefni útlendinga og flóttamanna. Einstakt upphlaup ofbeldis og skoðanakúgunar á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem ég hef aldrei séð áður á þessum samkundum og hef ég þó séð ýmislegt af Landsfundum á langri ævi.“Ég vil taka undir með Áslaugu Örnu, þar sem hún segir: "...að það hafi ekki aðeins verið ungir sjálfstæðismenn sem höfnu...Posted by Elliði Vignisson on 26. október 2015
Tengdar fréttir Gústaf Níelsson púaður úr pontu á Landsfundi Gústaf Níelsson og Jón Magnússon fengu óblíðar viðtökur á Landfundi Sjálfstæðismanna í gærkvöldi. 26. október 2015 10:19 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira
Gústaf Níelsson púaður úr pontu á Landsfundi Gústaf Níelsson og Jón Magnússon fengu óblíðar viðtökur á Landfundi Sjálfstæðismanna í gærkvöldi. 26. október 2015 10:19