Elliði og Eyjamenn allir gáfu Gústaf einnig rauða spjaldið Jakob Bjarnar skrifar 26. október 2015 16:19 Elliði hefur nú lýst því yfir að það hafi ekki bara verið ungliðarnir sem púuðu á Gústaf; Eyjamennirnir voru allir með í því líka. „Ég vil taka undir með Áslaugu Örnu, þar sem hún segir: „...að það hafi ekki aðeins verið ungir sjálfstæðismenn sem höfnuðu þessum hugmyndum, meirihluti landsfundarins hafi gert það líka.“ Það er rétt hjá henni,“ skrifar Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Eyjamenn allir með rauða spjaldið á loftVísir greindi frá því í morgun að Gústaf Níelsson sagnfræðingur hafi verið púaður úr ræðustól á Landsfundi Sjálfstæðismanna í gærkvöldi, þegar hann fylgdi breytingartillögu sinni og Jóns Magnússonar lögmanns eftir varðandi útlendingamál. Fréttin hefur vakið mikla athygli og DV ræddi við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, nýkjörinn ritara Sjálfstæðisflokksins, í framhaldinu en Gústaf sagði hana hafa farið fyrir skrílslátunum. Elliði tengir við þá frétt og segir: „Ég stóð líka þögull með rauða „neið“ á lofti og ég hygg að allir aðrir fulltrúar í Vestmannaeyjum hafi einnig gert það eins og meginn þorri viðstaddra. Ástæðan var sú að við vorum ósátt við margt í tillögunni. Það var okkar réttur og sá hinn sami er réttur Áslaugar, hvaða embætti sem hún gegnir.“Umdeilt er hvernig tillaga þeirra Gústafs og Jóns var afgreidd. Margir telja sér til tekna að hafa tekið þátt í að púa þá úr púltinu. En, aðrir telja það skandal.Jón Magnússon hefur sagt að þarna hafi verið farið illa með málið af hálfu fundarstjóra, það hafi dregist mjög að taka málið fyrir og flestir nema unga fólkið farnir þegar það var tekið fyrir. En, svo virðist sem Jón hafi gleymt flokki Eyjamanna, með þau Elliða og Páley Borgþórsdóttur lögreglustjóra í broddi fylkingar. Þau voru ekki ánægð með framlag Gústafs og Jóns og létu það í ljós með.Unnur Brá dansar í gervi herkerlingarOg ekki eru allir á einu máli um að rétt hafi verið að afgreiða þá félaga Gústaf og Jón með þessum hætti, síður en svo. Þannig skrifar Halldór Jónsson athyglisvert blogg þar sem hann lýsir atburðum eins og þeir horfðu við honum. Þetta tók svo mikið á Halldór að hann þurfti að bregða sér út til að róa sig niður: „Tók í hnjúkana í slúttið á Landsfundinum,“ skrifar Halldór: „Það varð eiginlega allt vitlaust á fundinum þegar ungliðarnir létu Unni Brá í gervi herkerlingar dansa fyrir sig um gólfið veifandi rauðu nei-spjaldi áður en framsögmaður hafði talað, æsa sig upp í að fara í óeirðir , öskur og hark til að kveða niður ígrundaðar tillögur Jóns Magnússonar hrl. um málefni útlendinga og flóttamanna. Einstakt upphlaup ofbeldis og skoðanakúgunar á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem ég hef aldrei séð áður á þessum samkundum og hef ég þó séð ýmislegt af Landsfundum á langri ævi.“Ég vil taka undir með Áslaugu Örnu, þar sem hún segir: "...að það hafi ekki aðeins verið ungir sjálfstæðismenn sem höfnu...Posted by Elliði Vignisson on 26. október 2015 Tengdar fréttir Gústaf Níelsson púaður úr pontu á Landsfundi Gústaf Níelsson og Jón Magnússon fengu óblíðar viðtökur á Landfundi Sjálfstæðismanna í gærkvöldi. 26. október 2015 10:19 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
„Ég vil taka undir með Áslaugu Örnu, þar sem hún segir: „...að það hafi ekki aðeins verið ungir sjálfstæðismenn sem höfnuðu þessum hugmyndum, meirihluti landsfundarins hafi gert það líka.“ Það er rétt hjá henni,“ skrifar Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Eyjamenn allir með rauða spjaldið á loftVísir greindi frá því í morgun að Gústaf Níelsson sagnfræðingur hafi verið púaður úr ræðustól á Landsfundi Sjálfstæðismanna í gærkvöldi, þegar hann fylgdi breytingartillögu sinni og Jóns Magnússonar lögmanns eftir varðandi útlendingamál. Fréttin hefur vakið mikla athygli og DV ræddi við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, nýkjörinn ritara Sjálfstæðisflokksins, í framhaldinu en Gústaf sagði hana hafa farið fyrir skrílslátunum. Elliði tengir við þá frétt og segir: „Ég stóð líka þögull með rauða „neið“ á lofti og ég hygg að allir aðrir fulltrúar í Vestmannaeyjum hafi einnig gert það eins og meginn þorri viðstaddra. Ástæðan var sú að við vorum ósátt við margt í tillögunni. Það var okkar réttur og sá hinn sami er réttur Áslaugar, hvaða embætti sem hún gegnir.“Umdeilt er hvernig tillaga þeirra Gústafs og Jóns var afgreidd. Margir telja sér til tekna að hafa tekið þátt í að púa þá úr púltinu. En, aðrir telja það skandal.Jón Magnússon hefur sagt að þarna hafi verið farið illa með málið af hálfu fundarstjóra, það hafi dregist mjög að taka málið fyrir og flestir nema unga fólkið farnir þegar það var tekið fyrir. En, svo virðist sem Jón hafi gleymt flokki Eyjamanna, með þau Elliða og Páley Borgþórsdóttur lögreglustjóra í broddi fylkingar. Þau voru ekki ánægð með framlag Gústafs og Jóns og létu það í ljós með.Unnur Brá dansar í gervi herkerlingarOg ekki eru allir á einu máli um að rétt hafi verið að afgreiða þá félaga Gústaf og Jón með þessum hætti, síður en svo. Þannig skrifar Halldór Jónsson athyglisvert blogg þar sem hann lýsir atburðum eins og þeir horfðu við honum. Þetta tók svo mikið á Halldór að hann þurfti að bregða sér út til að róa sig niður: „Tók í hnjúkana í slúttið á Landsfundinum,“ skrifar Halldór: „Það varð eiginlega allt vitlaust á fundinum þegar ungliðarnir létu Unni Brá í gervi herkerlingar dansa fyrir sig um gólfið veifandi rauðu nei-spjaldi áður en framsögmaður hafði talað, æsa sig upp í að fara í óeirðir , öskur og hark til að kveða niður ígrundaðar tillögur Jóns Magnússonar hrl. um málefni útlendinga og flóttamanna. Einstakt upphlaup ofbeldis og skoðanakúgunar á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem ég hef aldrei séð áður á þessum samkundum og hef ég þó séð ýmislegt af Landsfundum á langri ævi.“Ég vil taka undir með Áslaugu Örnu, þar sem hún segir: "...að það hafi ekki aðeins verið ungir sjálfstæðismenn sem höfnu...Posted by Elliði Vignisson on 26. október 2015
Tengdar fréttir Gústaf Níelsson púaður úr pontu á Landsfundi Gústaf Níelsson og Jón Magnússon fengu óblíðar viðtökur á Landfundi Sjálfstæðismanna í gærkvöldi. 26. október 2015 10:19 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Gústaf Níelsson púaður úr pontu á Landsfundi Gústaf Níelsson og Jón Magnússon fengu óblíðar viðtökur á Landfundi Sjálfstæðismanna í gærkvöldi. 26. október 2015 10:19