Elliði og Eyjamenn allir gáfu Gústaf einnig rauða spjaldið Jakob Bjarnar skrifar 26. október 2015 16:19 Elliði hefur nú lýst því yfir að það hafi ekki bara verið ungliðarnir sem púuðu á Gústaf; Eyjamennirnir voru allir með í því líka. „Ég vil taka undir með Áslaugu Örnu, þar sem hún segir: „...að það hafi ekki aðeins verið ungir sjálfstæðismenn sem höfnuðu þessum hugmyndum, meirihluti landsfundarins hafi gert það líka.“ Það er rétt hjá henni,“ skrifar Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Eyjamenn allir með rauða spjaldið á loftVísir greindi frá því í morgun að Gústaf Níelsson sagnfræðingur hafi verið púaður úr ræðustól á Landsfundi Sjálfstæðismanna í gærkvöldi, þegar hann fylgdi breytingartillögu sinni og Jóns Magnússonar lögmanns eftir varðandi útlendingamál. Fréttin hefur vakið mikla athygli og DV ræddi við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, nýkjörinn ritara Sjálfstæðisflokksins, í framhaldinu en Gústaf sagði hana hafa farið fyrir skrílslátunum. Elliði tengir við þá frétt og segir: „Ég stóð líka þögull með rauða „neið“ á lofti og ég hygg að allir aðrir fulltrúar í Vestmannaeyjum hafi einnig gert það eins og meginn þorri viðstaddra. Ástæðan var sú að við vorum ósátt við margt í tillögunni. Það var okkar réttur og sá hinn sami er réttur Áslaugar, hvaða embætti sem hún gegnir.“Umdeilt er hvernig tillaga þeirra Gústafs og Jóns var afgreidd. Margir telja sér til tekna að hafa tekið þátt í að púa þá úr púltinu. En, aðrir telja það skandal.Jón Magnússon hefur sagt að þarna hafi verið farið illa með málið af hálfu fundarstjóra, það hafi dregist mjög að taka málið fyrir og flestir nema unga fólkið farnir þegar það var tekið fyrir. En, svo virðist sem Jón hafi gleymt flokki Eyjamanna, með þau Elliða og Páley Borgþórsdóttur lögreglustjóra í broddi fylkingar. Þau voru ekki ánægð með framlag Gústafs og Jóns og létu það í ljós með.Unnur Brá dansar í gervi herkerlingarOg ekki eru allir á einu máli um að rétt hafi verið að afgreiða þá félaga Gústaf og Jón með þessum hætti, síður en svo. Þannig skrifar Halldór Jónsson athyglisvert blogg þar sem hann lýsir atburðum eins og þeir horfðu við honum. Þetta tók svo mikið á Halldór að hann þurfti að bregða sér út til að róa sig niður: „Tók í hnjúkana í slúttið á Landsfundinum,“ skrifar Halldór: „Það varð eiginlega allt vitlaust á fundinum þegar ungliðarnir létu Unni Brá í gervi herkerlingar dansa fyrir sig um gólfið veifandi rauðu nei-spjaldi áður en framsögmaður hafði talað, æsa sig upp í að fara í óeirðir , öskur og hark til að kveða niður ígrundaðar tillögur Jóns Magnússonar hrl. um málefni útlendinga og flóttamanna. Einstakt upphlaup ofbeldis og skoðanakúgunar á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem ég hef aldrei séð áður á þessum samkundum og hef ég þó séð ýmislegt af Landsfundum á langri ævi.“Ég vil taka undir með Áslaugu Örnu, þar sem hún segir: "...að það hafi ekki aðeins verið ungir sjálfstæðismenn sem höfnu...Posted by Elliði Vignisson on 26. október 2015 Tengdar fréttir Gústaf Níelsson púaður úr pontu á Landsfundi Gústaf Níelsson og Jón Magnússon fengu óblíðar viðtökur á Landfundi Sjálfstæðismanna í gærkvöldi. 26. október 2015 10:19 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
„Ég vil taka undir með Áslaugu Örnu, þar sem hún segir: „...að það hafi ekki aðeins verið ungir sjálfstæðismenn sem höfnuðu þessum hugmyndum, meirihluti landsfundarins hafi gert það líka.“ Það er rétt hjá henni,“ skrifar Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Eyjamenn allir með rauða spjaldið á loftVísir greindi frá því í morgun að Gústaf Níelsson sagnfræðingur hafi verið púaður úr ræðustól á Landsfundi Sjálfstæðismanna í gærkvöldi, þegar hann fylgdi breytingartillögu sinni og Jóns Magnússonar lögmanns eftir varðandi útlendingamál. Fréttin hefur vakið mikla athygli og DV ræddi við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, nýkjörinn ritara Sjálfstæðisflokksins, í framhaldinu en Gústaf sagði hana hafa farið fyrir skrílslátunum. Elliði tengir við þá frétt og segir: „Ég stóð líka þögull með rauða „neið“ á lofti og ég hygg að allir aðrir fulltrúar í Vestmannaeyjum hafi einnig gert það eins og meginn þorri viðstaddra. Ástæðan var sú að við vorum ósátt við margt í tillögunni. Það var okkar réttur og sá hinn sami er réttur Áslaugar, hvaða embætti sem hún gegnir.“Umdeilt er hvernig tillaga þeirra Gústafs og Jóns var afgreidd. Margir telja sér til tekna að hafa tekið þátt í að púa þá úr púltinu. En, aðrir telja það skandal.Jón Magnússon hefur sagt að þarna hafi verið farið illa með málið af hálfu fundarstjóra, það hafi dregist mjög að taka málið fyrir og flestir nema unga fólkið farnir þegar það var tekið fyrir. En, svo virðist sem Jón hafi gleymt flokki Eyjamanna, með þau Elliða og Páley Borgþórsdóttur lögreglustjóra í broddi fylkingar. Þau voru ekki ánægð með framlag Gústafs og Jóns og létu það í ljós með.Unnur Brá dansar í gervi herkerlingarOg ekki eru allir á einu máli um að rétt hafi verið að afgreiða þá félaga Gústaf og Jón með þessum hætti, síður en svo. Þannig skrifar Halldór Jónsson athyglisvert blogg þar sem hann lýsir atburðum eins og þeir horfðu við honum. Þetta tók svo mikið á Halldór að hann þurfti að bregða sér út til að róa sig niður: „Tók í hnjúkana í slúttið á Landsfundinum,“ skrifar Halldór: „Það varð eiginlega allt vitlaust á fundinum þegar ungliðarnir létu Unni Brá í gervi herkerlingar dansa fyrir sig um gólfið veifandi rauðu nei-spjaldi áður en framsögmaður hafði talað, æsa sig upp í að fara í óeirðir , öskur og hark til að kveða niður ígrundaðar tillögur Jóns Magnússonar hrl. um málefni útlendinga og flóttamanna. Einstakt upphlaup ofbeldis og skoðanakúgunar á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem ég hef aldrei séð áður á þessum samkundum og hef ég þó séð ýmislegt af Landsfundum á langri ævi.“Ég vil taka undir með Áslaugu Örnu, þar sem hún segir: "...að það hafi ekki aðeins verið ungir sjálfstæðismenn sem höfnu...Posted by Elliði Vignisson on 26. október 2015
Tengdar fréttir Gústaf Níelsson púaður úr pontu á Landsfundi Gústaf Níelsson og Jón Magnússon fengu óblíðar viðtökur á Landfundi Sjálfstæðismanna í gærkvöldi. 26. október 2015 10:19 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
Gústaf Níelsson púaður úr pontu á Landsfundi Gústaf Níelsson og Jón Magnússon fengu óblíðar viðtökur á Landfundi Sjálfstæðismanna í gærkvöldi. 26. október 2015 10:19