Kvarta undan seinagangi ríkisins Óli Kristján Ármannsson skrifar 31. október 2015 09:00 Viðræður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar við viðsemjendur hefjast eftir helgi, að því er fram kemur á vef félagsins. „Nú þegar stór hópur innan BSRB hefur náð samningum við ríkið eykst bjartsýni á að gangur komist á viðræður við Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið,“ segir þar. Á sama tíma kvarta skólastjórnendur og prófessorar ríkisháskóla undan seinagangi í viðræðum við ríkið. Væntingar eru um að vel gangi að ná samningum við þau félög sem SALEK-samkomulagið svokallaða nær til, en í því er mörkuð launastefna til ársloka 2018. Stefnan miðast við að launakostnaðarvísitala einstakra hópa hækki ekki á tímabilinu um meira en 32 prósent, talið frá nóvember 2013. Þar er einnig horft til kostnaðar vegna jöfnunar lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins.Þó nokkur félög standa hins vegar fyrir utan samkomulag SALEK um nýtt samningalíkan á vinnumarkaði. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari áréttar að þótt margir samningar séu fyrir utan samkomulagið þá nái það samt til 70 prósenta félagsmanna stéttarfélaga. „Langstærstur hluti er þarna fyrir innan og svo er náttúrlega öll atvinnurekendahliðin með aðild að samkomulaginu. En vissulega eru þessir hópar þarna fyrir utan sem eiga ósamið og verður bara að koma í ljós hvernig það vinnst,“ segir hún. Af þeim stéttarfélögum sem fyrir utan SALEK-samkomulagið standa eru tólf hjá Bandalagi háskólamanna (BHM) sem eiga ósamið við sveitarfélögin. Þar á meðal eru Félag viðskipta- og hagfræðinga, Félag prófessora hjá ríkisháskólum og Félag háskólakennara, sem á ósamið við ríkið. Innan Kennarasambandsins (KÍ) er svo ósamið við skólastjórnendur í leik- og grunnskólum, auk Félags tónmenntakennara og Félags leikskólakennara. Þá eru ótaldir samningar sveitarfélaganna við stéttarfélög sem standa utan bandalaga, svo sem við hjúkrunarfræðinga, verkstjóra og verk- og tæknifræðinga. Innan margra félaganna er farið að gæta töluverðrar óþreyju vegna dráttar á samningum, svo sem hjá félagi prófessora sem undirbýr atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir sem grípa á til í desember. Svipað er ástatt um skólastjóra, nema hvað þeir hafa ekki verkfallsrétt. Í pistli á vef KÍ segir Ólafur Arngrímsson, skólastjóri Stórutjarnaskóla, tilfinninguna líkt og félagið sé út undan og gleymt. „Samninganefnd sveitarfélaganna neitar að tala við samninganefnd SÍ um nokkuð það sem hægt er að segja að skipti máli þegar samið er um kaup og kjör,“ segir hann. Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira
Viðræður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar við viðsemjendur hefjast eftir helgi, að því er fram kemur á vef félagsins. „Nú þegar stór hópur innan BSRB hefur náð samningum við ríkið eykst bjartsýni á að gangur komist á viðræður við Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið,“ segir þar. Á sama tíma kvarta skólastjórnendur og prófessorar ríkisháskóla undan seinagangi í viðræðum við ríkið. Væntingar eru um að vel gangi að ná samningum við þau félög sem SALEK-samkomulagið svokallaða nær til, en í því er mörkuð launastefna til ársloka 2018. Stefnan miðast við að launakostnaðarvísitala einstakra hópa hækki ekki á tímabilinu um meira en 32 prósent, talið frá nóvember 2013. Þar er einnig horft til kostnaðar vegna jöfnunar lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins.Þó nokkur félög standa hins vegar fyrir utan samkomulag SALEK um nýtt samningalíkan á vinnumarkaði. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari áréttar að þótt margir samningar séu fyrir utan samkomulagið þá nái það samt til 70 prósenta félagsmanna stéttarfélaga. „Langstærstur hluti er þarna fyrir innan og svo er náttúrlega öll atvinnurekendahliðin með aðild að samkomulaginu. En vissulega eru þessir hópar þarna fyrir utan sem eiga ósamið og verður bara að koma í ljós hvernig það vinnst,“ segir hún. Af þeim stéttarfélögum sem fyrir utan SALEK-samkomulagið standa eru tólf hjá Bandalagi háskólamanna (BHM) sem eiga ósamið við sveitarfélögin. Þar á meðal eru Félag viðskipta- og hagfræðinga, Félag prófessora hjá ríkisháskólum og Félag háskólakennara, sem á ósamið við ríkið. Innan Kennarasambandsins (KÍ) er svo ósamið við skólastjórnendur í leik- og grunnskólum, auk Félags tónmenntakennara og Félags leikskólakennara. Þá eru ótaldir samningar sveitarfélaganna við stéttarfélög sem standa utan bandalaga, svo sem við hjúkrunarfræðinga, verkstjóra og verk- og tæknifræðinga. Innan margra félaganna er farið að gæta töluverðrar óþreyju vegna dráttar á samningum, svo sem hjá félagi prófessora sem undirbýr atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir sem grípa á til í desember. Svipað er ástatt um skólastjóra, nema hvað þeir hafa ekki verkfallsrétt. Í pistli á vef KÍ segir Ólafur Arngrímsson, skólastjóri Stórutjarnaskóla, tilfinninguna líkt og félagið sé út undan og gleymt. „Samninganefnd sveitarfélaganna neitar að tala við samninganefnd SÍ um nokkuð það sem hægt er að segja að skipti máli þegar samið er um kaup og kjör,“ segir hann.
Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira