Kvarta undan seinagangi ríkisins Óli Kristján Ármannsson skrifar 31. október 2015 09:00 Viðræður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar við viðsemjendur hefjast eftir helgi, að því er fram kemur á vef félagsins. „Nú þegar stór hópur innan BSRB hefur náð samningum við ríkið eykst bjartsýni á að gangur komist á viðræður við Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið,“ segir þar. Á sama tíma kvarta skólastjórnendur og prófessorar ríkisháskóla undan seinagangi í viðræðum við ríkið. Væntingar eru um að vel gangi að ná samningum við þau félög sem SALEK-samkomulagið svokallaða nær til, en í því er mörkuð launastefna til ársloka 2018. Stefnan miðast við að launakostnaðarvísitala einstakra hópa hækki ekki á tímabilinu um meira en 32 prósent, talið frá nóvember 2013. Þar er einnig horft til kostnaðar vegna jöfnunar lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins.Þó nokkur félög standa hins vegar fyrir utan samkomulag SALEK um nýtt samningalíkan á vinnumarkaði. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari áréttar að þótt margir samningar séu fyrir utan samkomulagið þá nái það samt til 70 prósenta félagsmanna stéttarfélaga. „Langstærstur hluti er þarna fyrir innan og svo er náttúrlega öll atvinnurekendahliðin með aðild að samkomulaginu. En vissulega eru þessir hópar þarna fyrir utan sem eiga ósamið og verður bara að koma í ljós hvernig það vinnst,“ segir hún. Af þeim stéttarfélögum sem fyrir utan SALEK-samkomulagið standa eru tólf hjá Bandalagi háskólamanna (BHM) sem eiga ósamið við sveitarfélögin. Þar á meðal eru Félag viðskipta- og hagfræðinga, Félag prófessora hjá ríkisháskólum og Félag háskólakennara, sem á ósamið við ríkið. Innan Kennarasambandsins (KÍ) er svo ósamið við skólastjórnendur í leik- og grunnskólum, auk Félags tónmenntakennara og Félags leikskólakennara. Þá eru ótaldir samningar sveitarfélaganna við stéttarfélög sem standa utan bandalaga, svo sem við hjúkrunarfræðinga, verkstjóra og verk- og tæknifræðinga. Innan margra félaganna er farið að gæta töluverðrar óþreyju vegna dráttar á samningum, svo sem hjá félagi prófessora sem undirbýr atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir sem grípa á til í desember. Svipað er ástatt um skólastjóra, nema hvað þeir hafa ekki verkfallsrétt. Í pistli á vef KÍ segir Ólafur Arngrímsson, skólastjóri Stórutjarnaskóla, tilfinninguna líkt og félagið sé út undan og gleymt. „Samninganefnd sveitarfélaganna neitar að tala við samninganefnd SÍ um nokkuð það sem hægt er að segja að skipti máli þegar samið er um kaup og kjör,“ segir hann. Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Viðræður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar við viðsemjendur hefjast eftir helgi, að því er fram kemur á vef félagsins. „Nú þegar stór hópur innan BSRB hefur náð samningum við ríkið eykst bjartsýni á að gangur komist á viðræður við Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið,“ segir þar. Á sama tíma kvarta skólastjórnendur og prófessorar ríkisháskóla undan seinagangi í viðræðum við ríkið. Væntingar eru um að vel gangi að ná samningum við þau félög sem SALEK-samkomulagið svokallaða nær til, en í því er mörkuð launastefna til ársloka 2018. Stefnan miðast við að launakostnaðarvísitala einstakra hópa hækki ekki á tímabilinu um meira en 32 prósent, talið frá nóvember 2013. Þar er einnig horft til kostnaðar vegna jöfnunar lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins.Þó nokkur félög standa hins vegar fyrir utan samkomulag SALEK um nýtt samningalíkan á vinnumarkaði. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari áréttar að þótt margir samningar séu fyrir utan samkomulagið þá nái það samt til 70 prósenta félagsmanna stéttarfélaga. „Langstærstur hluti er þarna fyrir innan og svo er náttúrlega öll atvinnurekendahliðin með aðild að samkomulaginu. En vissulega eru þessir hópar þarna fyrir utan sem eiga ósamið og verður bara að koma í ljós hvernig það vinnst,“ segir hún. Af þeim stéttarfélögum sem fyrir utan SALEK-samkomulagið standa eru tólf hjá Bandalagi háskólamanna (BHM) sem eiga ósamið við sveitarfélögin. Þar á meðal eru Félag viðskipta- og hagfræðinga, Félag prófessora hjá ríkisháskólum og Félag háskólakennara, sem á ósamið við ríkið. Innan Kennarasambandsins (KÍ) er svo ósamið við skólastjórnendur í leik- og grunnskólum, auk Félags tónmenntakennara og Félags leikskólakennara. Þá eru ótaldir samningar sveitarfélaganna við stéttarfélög sem standa utan bandalaga, svo sem við hjúkrunarfræðinga, verkstjóra og verk- og tæknifræðinga. Innan margra félaganna er farið að gæta töluverðrar óþreyju vegna dráttar á samningum, svo sem hjá félagi prófessora sem undirbýr atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir sem grípa á til í desember. Svipað er ástatt um skólastjóra, nema hvað þeir hafa ekki verkfallsrétt. Í pistli á vef KÍ segir Ólafur Arngrímsson, skólastjóri Stórutjarnaskóla, tilfinninguna líkt og félagið sé út undan og gleymt. „Samninganefnd sveitarfélaganna neitar að tala við samninganefnd SÍ um nokkuð það sem hægt er að segja að skipti máli þegar samið er um kaup og kjör,“ segir hann.
Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira