Páll Winkel: Við kerfiskallarnir getum ekki verið þekktir fyrir að rífast um ábyrgðina Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 31. október 2015 18:56 Þroskaheftur maður er í einangrun vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tveir til fjórir fangar að jafnaði afplána í íslenskum fangelsum án þess að eiga neitt erindi inn á slíkar stofnanir. Þetta segir Páll Winkel fangelsmálastjóri ríkisins en sárlega vantar úrræði fyrir geðsjúka, ofbeldisfulla fanga. Páll segir dæmi um að geðveikum manni hafi verið neitað um reynslulausn þar sem ekki þótti forsvaranlegt að senda hann út á götu. Kemur alltaf jafn mikið á óvartPáll Winkel segir að ófremdarástand í heilbrigðismálum fanga hafi verið gagnrýnt árum og áratugum saman til að mynda af pyntinganefnd Evrópuráðsins og umboðsmanni Alþingis. Menn hafi brugðist við gagnrýni með því að skipa nefndir og starfshópa en ekkert hafi breyst. „Samt virðist þetta alltaf koma fólki jafnmikið á óvart. Til dæmis núna þegar greint er frá því í fréttum að foreldrar þroskahefts hollensk manns hafi ekki frétt af syni sínum í mánuð, þar til í ljós kom að hann sat í einangrun á Íslandi, grunaður um stórfellt fíkniefnasmygl.“ Páll Winkel segist ekki geta tjáð sig um þetta tiltekna mál að öðru leyti en því að þetta sé ekki einsdæmi og það sé ekki í lagi. Hann segir að yfirvöldum fangelsismála beri að tilkynna heilbrigðisyfirvöldum um ástand fanga og það sé alltaf gert. Það sé bara ekki nógPáll Winkel fangelsisstjóriGetum ekkert gert í málinuPáll segir að nú sé fangi á Litla Hrauni sem þyki mjög hættulegur sjálfur sér og öðrum vegna geðrænna veikinda. Hann sé hafður í einangrun undir eftirliti myndavéla allan sólarhringinn. Öðrum fanga í slíku ástandi hafi verið neitað um reynslulausn í fyrra, þar sem hann þótti of veikur til að ganga laus. “Það er óásættanlegt. Við gátum ekki hleypt honum út, vegna þess að vissum að hann var samfélaginu mjög hættulegur. Hann var ekki í þessu tilfelli sviptur sjálfræði, þannig að það var lítið hægt að gera.” Páll segir að fangelsisyfirvöld geti ekkert gert í málinu, það sé reynt að efla starfsfólkið en hann sé satt að segja hissa á því hvað það láti bjóða sér.Við vitum hvenær fólk er veiktEnginn geðlæknir hefur nú verið á Litla Hrauni í nær 2 ár og því erfitt fyrir þá sem glíma við erfiða geðsjúkdóma að fá nauðsynlega hjálp, hvað þá aðra: “Við þekkjum muninn, sem vinnum í þessu kerfi, á mönnum, sem beita ofbeldi og eru dæmdir fyrir slíkt, og svo veiku fólki,” segir Páll. “Veiku fólki sem makar saur út um allt og talar við sjáft sig og veggi, vikum og mánuðum saman. Það er svo augljóst að þarna er um veikt fólk að ræða. Við getum ekki verið þekktir fyrir það, kerfiskallarnir, að vera að rífast um ábyrgðina.” Páll segir að það þurfi að leysa málið. Honum sé alveg sama hvernig það sé gert. En það þurfi að gerast, það sé ekki nóg að tala, það þurfi að láta verkin tala. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Sjá meira
Þroskaheftur maður er í einangrun vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tveir til fjórir fangar að jafnaði afplána í íslenskum fangelsum án þess að eiga neitt erindi inn á slíkar stofnanir. Þetta segir Páll Winkel fangelsmálastjóri ríkisins en sárlega vantar úrræði fyrir geðsjúka, ofbeldisfulla fanga. Páll segir dæmi um að geðveikum manni hafi verið neitað um reynslulausn þar sem ekki þótti forsvaranlegt að senda hann út á götu. Kemur alltaf jafn mikið á óvartPáll Winkel segir að ófremdarástand í heilbrigðismálum fanga hafi verið gagnrýnt árum og áratugum saman til að mynda af pyntinganefnd Evrópuráðsins og umboðsmanni Alþingis. Menn hafi brugðist við gagnrýni með því að skipa nefndir og starfshópa en ekkert hafi breyst. „Samt virðist þetta alltaf koma fólki jafnmikið á óvart. Til dæmis núna þegar greint er frá því í fréttum að foreldrar þroskahefts hollensk manns hafi ekki frétt af syni sínum í mánuð, þar til í ljós kom að hann sat í einangrun á Íslandi, grunaður um stórfellt fíkniefnasmygl.“ Páll Winkel segist ekki geta tjáð sig um þetta tiltekna mál að öðru leyti en því að þetta sé ekki einsdæmi og það sé ekki í lagi. Hann segir að yfirvöldum fangelsismála beri að tilkynna heilbrigðisyfirvöldum um ástand fanga og það sé alltaf gert. Það sé bara ekki nógPáll Winkel fangelsisstjóriGetum ekkert gert í málinuPáll segir að nú sé fangi á Litla Hrauni sem þyki mjög hættulegur sjálfur sér og öðrum vegna geðrænna veikinda. Hann sé hafður í einangrun undir eftirliti myndavéla allan sólarhringinn. Öðrum fanga í slíku ástandi hafi verið neitað um reynslulausn í fyrra, þar sem hann þótti of veikur til að ganga laus. “Það er óásættanlegt. Við gátum ekki hleypt honum út, vegna þess að vissum að hann var samfélaginu mjög hættulegur. Hann var ekki í þessu tilfelli sviptur sjálfræði, þannig að það var lítið hægt að gera.” Páll segir að fangelsisyfirvöld geti ekkert gert í málinu, það sé reynt að efla starfsfólkið en hann sé satt að segja hissa á því hvað það láti bjóða sér.Við vitum hvenær fólk er veiktEnginn geðlæknir hefur nú verið á Litla Hrauni í nær 2 ár og því erfitt fyrir þá sem glíma við erfiða geðsjúkdóma að fá nauðsynlega hjálp, hvað þá aðra: “Við þekkjum muninn, sem vinnum í þessu kerfi, á mönnum, sem beita ofbeldi og eru dæmdir fyrir slíkt, og svo veiku fólki,” segir Páll. “Veiku fólki sem makar saur út um allt og talar við sjáft sig og veggi, vikum og mánuðum saman. Það er svo augljóst að þarna er um veikt fólk að ræða. Við getum ekki verið þekktir fyrir það, kerfiskallarnir, að vera að rífast um ábyrgðina.” Páll segir að það þurfi að leysa málið. Honum sé alveg sama hvernig það sé gert. En það þurfi að gerast, það sé ekki nóg að tala, það þurfi að láta verkin tala.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Sjá meira