Páll Winkel: Við kerfiskallarnir getum ekki verið þekktir fyrir að rífast um ábyrgðina Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 31. október 2015 18:56 Þroskaheftur maður er í einangrun vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tveir til fjórir fangar að jafnaði afplána í íslenskum fangelsum án þess að eiga neitt erindi inn á slíkar stofnanir. Þetta segir Páll Winkel fangelsmálastjóri ríkisins en sárlega vantar úrræði fyrir geðsjúka, ofbeldisfulla fanga. Páll segir dæmi um að geðveikum manni hafi verið neitað um reynslulausn þar sem ekki þótti forsvaranlegt að senda hann út á götu. Kemur alltaf jafn mikið á óvartPáll Winkel segir að ófremdarástand í heilbrigðismálum fanga hafi verið gagnrýnt árum og áratugum saman til að mynda af pyntinganefnd Evrópuráðsins og umboðsmanni Alþingis. Menn hafi brugðist við gagnrýni með því að skipa nefndir og starfshópa en ekkert hafi breyst. „Samt virðist þetta alltaf koma fólki jafnmikið á óvart. Til dæmis núna þegar greint er frá því í fréttum að foreldrar þroskahefts hollensk manns hafi ekki frétt af syni sínum í mánuð, þar til í ljós kom að hann sat í einangrun á Íslandi, grunaður um stórfellt fíkniefnasmygl.“ Páll Winkel segist ekki geta tjáð sig um þetta tiltekna mál að öðru leyti en því að þetta sé ekki einsdæmi og það sé ekki í lagi. Hann segir að yfirvöldum fangelsismála beri að tilkynna heilbrigðisyfirvöldum um ástand fanga og það sé alltaf gert. Það sé bara ekki nógPáll Winkel fangelsisstjóriGetum ekkert gert í málinuPáll segir að nú sé fangi á Litla Hrauni sem þyki mjög hættulegur sjálfur sér og öðrum vegna geðrænna veikinda. Hann sé hafður í einangrun undir eftirliti myndavéla allan sólarhringinn. Öðrum fanga í slíku ástandi hafi verið neitað um reynslulausn í fyrra, þar sem hann þótti of veikur til að ganga laus. “Það er óásættanlegt. Við gátum ekki hleypt honum út, vegna þess að vissum að hann var samfélaginu mjög hættulegur. Hann var ekki í þessu tilfelli sviptur sjálfræði, þannig að það var lítið hægt að gera.” Páll segir að fangelsisyfirvöld geti ekkert gert í málinu, það sé reynt að efla starfsfólkið en hann sé satt að segja hissa á því hvað það láti bjóða sér.Við vitum hvenær fólk er veiktEnginn geðlæknir hefur nú verið á Litla Hrauni í nær 2 ár og því erfitt fyrir þá sem glíma við erfiða geðsjúkdóma að fá nauðsynlega hjálp, hvað þá aðra: “Við þekkjum muninn, sem vinnum í þessu kerfi, á mönnum, sem beita ofbeldi og eru dæmdir fyrir slíkt, og svo veiku fólki,” segir Páll. “Veiku fólki sem makar saur út um allt og talar við sjáft sig og veggi, vikum og mánuðum saman. Það er svo augljóst að þarna er um veikt fólk að ræða. Við getum ekki verið þekktir fyrir það, kerfiskallarnir, að vera að rífast um ábyrgðina.” Páll segir að það þurfi að leysa málið. Honum sé alveg sama hvernig það sé gert. En það þurfi að gerast, það sé ekki nóg að tala, það þurfi að láta verkin tala. Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Þroskaheftur maður er í einangrun vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tveir til fjórir fangar að jafnaði afplána í íslenskum fangelsum án þess að eiga neitt erindi inn á slíkar stofnanir. Þetta segir Páll Winkel fangelsmálastjóri ríkisins en sárlega vantar úrræði fyrir geðsjúka, ofbeldisfulla fanga. Páll segir dæmi um að geðveikum manni hafi verið neitað um reynslulausn þar sem ekki þótti forsvaranlegt að senda hann út á götu. Kemur alltaf jafn mikið á óvartPáll Winkel segir að ófremdarástand í heilbrigðismálum fanga hafi verið gagnrýnt árum og áratugum saman til að mynda af pyntinganefnd Evrópuráðsins og umboðsmanni Alþingis. Menn hafi brugðist við gagnrýni með því að skipa nefndir og starfshópa en ekkert hafi breyst. „Samt virðist þetta alltaf koma fólki jafnmikið á óvart. Til dæmis núna þegar greint er frá því í fréttum að foreldrar þroskahefts hollensk manns hafi ekki frétt af syni sínum í mánuð, þar til í ljós kom að hann sat í einangrun á Íslandi, grunaður um stórfellt fíkniefnasmygl.“ Páll Winkel segist ekki geta tjáð sig um þetta tiltekna mál að öðru leyti en því að þetta sé ekki einsdæmi og það sé ekki í lagi. Hann segir að yfirvöldum fangelsismála beri að tilkynna heilbrigðisyfirvöldum um ástand fanga og það sé alltaf gert. Það sé bara ekki nógPáll Winkel fangelsisstjóriGetum ekkert gert í málinuPáll segir að nú sé fangi á Litla Hrauni sem þyki mjög hættulegur sjálfur sér og öðrum vegna geðrænna veikinda. Hann sé hafður í einangrun undir eftirliti myndavéla allan sólarhringinn. Öðrum fanga í slíku ástandi hafi verið neitað um reynslulausn í fyrra, þar sem hann þótti of veikur til að ganga laus. “Það er óásættanlegt. Við gátum ekki hleypt honum út, vegna þess að vissum að hann var samfélaginu mjög hættulegur. Hann var ekki í þessu tilfelli sviptur sjálfræði, þannig að það var lítið hægt að gera.” Páll segir að fangelsisyfirvöld geti ekkert gert í málinu, það sé reynt að efla starfsfólkið en hann sé satt að segja hissa á því hvað það láti bjóða sér.Við vitum hvenær fólk er veiktEnginn geðlæknir hefur nú verið á Litla Hrauni í nær 2 ár og því erfitt fyrir þá sem glíma við erfiða geðsjúkdóma að fá nauðsynlega hjálp, hvað þá aðra: “Við þekkjum muninn, sem vinnum í þessu kerfi, á mönnum, sem beita ofbeldi og eru dæmdir fyrir slíkt, og svo veiku fólki,” segir Páll. “Veiku fólki sem makar saur út um allt og talar við sjáft sig og veggi, vikum og mánuðum saman. Það er svo augljóst að þarna er um veikt fólk að ræða. Við getum ekki verið þekktir fyrir það, kerfiskallarnir, að vera að rífast um ábyrgðina.” Páll segir að það þurfi að leysa málið. Honum sé alveg sama hvernig það sé gert. En það þurfi að gerast, það sé ekki nóg að tala, það þurfi að láta verkin tala.
Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira