Álfar leggjast gegn raflínu í Hafnarfirði Sveinn Arnarsson skrifar 4. júní 2015 09:30 Ríflega 800 íbúar sendu inn neikvæða umsögn til bæjaryfirvalda vegna lagningar Suðurnesjalínu 2. Einnig bárust umsagnir frá Hraunavinum, álfum, huldufólki og dvergum. Mikill fjöldi umsagna barst skipulagsyfirvöldum í Hafnarfirði vegna fyrirhugaðrar lagningar Suðurnesjalínu 2 frá Hamranesvirki í Vallahverfi í Hafnarfirði að bæjarmörkum við Sveitarfélagið Voga. Hraunavinir mótmæla harðlega loftlínunni og telja ósnortin hraunsvæði í Almenningi í hættu. Einnig mótmæla þau byggingu tengivirkis og fara fram á að Hafnarfjörður veiti Landsneti ekki framkvæmdaleyfi fyrir línulögninni að óbreyttu. Benda þeir á að framkvæmdin valdi óafturkræfum náttúruspjöllum og valdi íbúum á svæðinu truflunum og ónæði. Málið var tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar Hafnarfjarðarbæjar og bárust um 800 undirskriftir íbúa í hverfinu þar sem fyrirhugaðri línulögn er mótmælt. Telja íbúar að línan sé of nærri íbúabyggð og vilja sumir meina að tengivirkið og fyrirhuguð lína auki sjónmengun og geri svæðið óaðlaðandi til búsetu. Ríflega 4.000 manns búa í Vallahverfinu í dag og eru áform um að fjölga íbúum töluvert á næstu árum og áratugum. Fram kemur í umsögn Harðar Einarssonar hæstaréttarlögmanns að Hafnarfjarðarbær hafi ekki staðið nægilega vel að grenndarkynningunni og vanrækt hlutverk sitt með því að setja lagninguna ekki í umhverfismat. Það umhverfismat sem hafi verið framkvæmt á sínum tíma vegna Suðvesturlínu sé ekki nothæft vegna mikilla annmarka. Landsnet bendir á að framkvæmdin sé í samræmi við lög og gerð sé grein fyrir lagningunni í gildandi deiliskipulagstillögu. Einnig er bent á að sveitarfélagið hafi heimild til að gefa út framkvæmdaleyfi byggt á gildandi aðalskipulagi að loknu umhverfismati. Það sé einnig staðreynd að landeigendur í Hafnarfirði hafi gefið samþykki sitt fyrir lagningunni. Ragnhildur Jónsdóttir og Lárus Vilhjálmsson sendu inn athugasemd um loftlínuna fyrir hönd huldufólks, álfa og dverga sem búa í Hafnarfirði. Þau Ragnhildur og Lárus segja huldufólk ítrekað hafa þurft að gefa eftir heimili sín fyrir byggð mannfólks. Vilji álfar, huldufólk og dvergar að raflínur séu lagðar meðfram vegamannvirkjum sem þegar eru á svæðinu svo það raski ekki heimilum þeirra. Suðurnesjalína 2 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Mikill fjöldi umsagna barst skipulagsyfirvöldum í Hafnarfirði vegna fyrirhugaðrar lagningar Suðurnesjalínu 2 frá Hamranesvirki í Vallahverfi í Hafnarfirði að bæjarmörkum við Sveitarfélagið Voga. Hraunavinir mótmæla harðlega loftlínunni og telja ósnortin hraunsvæði í Almenningi í hættu. Einnig mótmæla þau byggingu tengivirkis og fara fram á að Hafnarfjörður veiti Landsneti ekki framkvæmdaleyfi fyrir línulögninni að óbreyttu. Benda þeir á að framkvæmdin valdi óafturkræfum náttúruspjöllum og valdi íbúum á svæðinu truflunum og ónæði. Málið var tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar Hafnarfjarðarbæjar og bárust um 800 undirskriftir íbúa í hverfinu þar sem fyrirhugaðri línulögn er mótmælt. Telja íbúar að línan sé of nærri íbúabyggð og vilja sumir meina að tengivirkið og fyrirhuguð lína auki sjónmengun og geri svæðið óaðlaðandi til búsetu. Ríflega 4.000 manns búa í Vallahverfinu í dag og eru áform um að fjölga íbúum töluvert á næstu árum og áratugum. Fram kemur í umsögn Harðar Einarssonar hæstaréttarlögmanns að Hafnarfjarðarbær hafi ekki staðið nægilega vel að grenndarkynningunni og vanrækt hlutverk sitt með því að setja lagninguna ekki í umhverfismat. Það umhverfismat sem hafi verið framkvæmt á sínum tíma vegna Suðvesturlínu sé ekki nothæft vegna mikilla annmarka. Landsnet bendir á að framkvæmdin sé í samræmi við lög og gerð sé grein fyrir lagningunni í gildandi deiliskipulagstillögu. Einnig er bent á að sveitarfélagið hafi heimild til að gefa út framkvæmdaleyfi byggt á gildandi aðalskipulagi að loknu umhverfismati. Það sé einnig staðreynd að landeigendur í Hafnarfirði hafi gefið samþykki sitt fyrir lagningunni. Ragnhildur Jónsdóttir og Lárus Vilhjálmsson sendu inn athugasemd um loftlínuna fyrir hönd huldufólks, álfa og dverga sem búa í Hafnarfirði. Þau Ragnhildur og Lárus segja huldufólk ítrekað hafa þurft að gefa eftir heimili sín fyrir byggð mannfólks. Vilji álfar, huldufólk og dvergar að raflínur séu lagðar meðfram vegamannvirkjum sem þegar eru á svæðinu svo það raski ekki heimilum þeirra.
Suðurnesjalína 2 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira