Neil Lennon, knattspyrnustjóri Bolton, ætlar að treysta á góða blöndum af ungum leikmönnum og reyndari þegar kemur að sóknarleiknum á næstu leiktíð.
Hann vonast til að sóknarmenninrnir ungu, Max Clayton og Zach Clough, verði við heilsu, en þeir voru báðir mikið meiddir á síðustu leiktíð.
Þá er félagið í samningaviðræðum við hina þrautreyndu Emile Heskey og Eið Smára Guðjohnsen, en Eiður Smári spilaði frábærlega með Bolton á síðustu leiktíð.
Sóknarleikur er það sem kemur liðum upp úr B-deildinni á Englandi að mati Lennons, en Bournemouth og Watford, liðin sem höfnuðu í tveimur efstu sætum deildarinnar, skoruðu yfir 90 mörk í vetur.
„Þetta er eitthvað sem ég hef alltaf trúað. Ég hef alltaf reynt að vera ekki varnarsinnaður þjálfari. Þið hafið séð hvað við reynum að gera í sóknarleiknum, sérstaklega á heimavelli,“ segir Lennon í viðtali við MEN.
„Ég er ekki viss um að við séum með nógu góða leikmenn til að spila eins á heimavelli og á útivelli, en ég vil spila fallegan fótbolta á heimavelli.“
„Ef við fáum Clayton aftur og Clough ásamt Heskey og Guðjohnsen og bætum við okkur nokkrum fljótum leikmönnnum held ég að við getum notast við þessa hugmyndafræði,“ segir Neil Lennon.
