Sautján leituðu á slysadeild Landspítalans vegna flugeldaslysa. Óvenju margar konur slösuðust í ár miðað við fyrri ár, eða sex talsins. Þrjú börn slösuðust við meðferð skotelda.
Samkvæmt upplýsingum frá Rögnu Gústafsdóttur, deildarstjóra bráðadeildar, áttu flest slys sér stað við heimahús og við brennur. Í flestum tilvikum var um bruna eftir skoteld að ræða en það nær yfir bæði flugelda og blys.
Íslendingar sprengdu talsvert af flugeldum um áramótin líkt og venjulega og voru langflestir þessara sautján sem leituðu slysadeildina á nýársnótt.
Þrjú börn á slysadeild vegna skotelda
Aðalsteinn Kjartansson skrifar
