Sprenging í Bergstaðastræti: „Toppframleiðandi“ Birgir Olgeirsson skrifar 2. janúar 2015 15:34 "Þarna er kakan gölluð þegar verið er að skjóta henni upp,“ segir framkvæmdastjóri KR-flugelda um málið. „Okkar tryggingafélag er að skoða málið,“ segir Lúðvík Georgsson, framkvæmdastjóri KR-flugelda, sem flutti inn flugeldaköku sem sprakk með miklum látum í Bergstaðastræti um áramótin. Rætt var við Guðmund Aðalsteinsson, íbúa í Bergstaðastræti, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sem keypti þessa flugeldaköku. Á henni var tendrað skömmu fyrir miðnætti á gamlárskvöldi og reyndist hún vel í byrjun en sprakk síðan með þeim afleiðingum að Guðmundur skarst á andliti, tvö börn fengu skrámur og tjón varð á nærliggjandi húsum og bílum. „Niðurstaðan er sú að þarna er gölluð kaka sem springur eftir nokkur skot. Flugeldar eru ansi mikil handavinna, það er bara með öll mannanna verk að það geta reynst gallagripir sama hvað menn gera hlutina vel og þarna er kakan gölluð þegar verið er að skjóta henni upp,“ segir Lúðvík við Vísi um málið en hann segir KR-flugelda með ábyrgðartryggingu á flugeldunum sem eru fluttir inn.Lúðvík Georgsson með KR-flugelda.Vísir/Páll BergmannLúðvík setti sig í samband við íbúana í Bergstaðastræti sem munu vera í sambandi við tryggingafélagið sitt og tryggingafélag KR-flugelda. Hann segir mestu máli skipta að sýna aðgát við meðferð flugelda. Farið sé til að mynda fram á að menn séu í að minnsta kosti 25 metra fjarlægð frá þessum flugeldakökum eftir að tendrað hefur verið á þeim. Þá standi einnig á kökunni að hún sé eingöngu til notkunar utan húss og á stórum og opnum svæðum. „Aðalatriðið er að þarna urðu ekki alvarleg meiðsl, það er stóra málið,“ segir Lúðvík. Þessi kaka var flutt inn frá Kína og ætlar Lúðvík að vera í sambandi við framleiðandann vegna þessa atviks. „Það er ekkert sem ég geri í dag eða á morgun, ég hitti hann eftir nokkrar vikur og þá mun ég fara yfir þetta með honum. Við höfum verslað við þennan framleiðanda í 30 ár og hann hefur verið afskaplega traustur. Var meðal annars leiðandi í því að innleiða vestrænar aðferðir við flugeldaframleiðslu í Kína á sínum tíma. Flugeldarnir bötnuðu alveg geysilega, þetta er toppframleiðandi, það er ekki annað hægt að segja.“ Tengdar fréttir Fimm rúður brotnuðu og ljósakróna losnaði Öflug sprengja á Bergstaðastræti. 1. janúar 2015 09:17 Gölluð Tívolíbomba skapar stórhættu við Bergstaðastræti Flugeldar lýstu upp himininn yfir miðborg Reykjavíkur og þeir sem fylgdust með flugeldunum hjá Hallgrímskirkju höfðu á orði að sjaldan hefði meira verið sprengt. 1. janúar 2015 18:30 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
„Okkar tryggingafélag er að skoða málið,“ segir Lúðvík Georgsson, framkvæmdastjóri KR-flugelda, sem flutti inn flugeldaköku sem sprakk með miklum látum í Bergstaðastræti um áramótin. Rætt var við Guðmund Aðalsteinsson, íbúa í Bergstaðastræti, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sem keypti þessa flugeldaköku. Á henni var tendrað skömmu fyrir miðnætti á gamlárskvöldi og reyndist hún vel í byrjun en sprakk síðan með þeim afleiðingum að Guðmundur skarst á andliti, tvö börn fengu skrámur og tjón varð á nærliggjandi húsum og bílum. „Niðurstaðan er sú að þarna er gölluð kaka sem springur eftir nokkur skot. Flugeldar eru ansi mikil handavinna, það er bara með öll mannanna verk að það geta reynst gallagripir sama hvað menn gera hlutina vel og þarna er kakan gölluð þegar verið er að skjóta henni upp,“ segir Lúðvík við Vísi um málið en hann segir KR-flugelda með ábyrgðartryggingu á flugeldunum sem eru fluttir inn.Lúðvík Georgsson með KR-flugelda.Vísir/Páll BergmannLúðvík setti sig í samband við íbúana í Bergstaðastræti sem munu vera í sambandi við tryggingafélagið sitt og tryggingafélag KR-flugelda. Hann segir mestu máli skipta að sýna aðgát við meðferð flugelda. Farið sé til að mynda fram á að menn séu í að minnsta kosti 25 metra fjarlægð frá þessum flugeldakökum eftir að tendrað hefur verið á þeim. Þá standi einnig á kökunni að hún sé eingöngu til notkunar utan húss og á stórum og opnum svæðum. „Aðalatriðið er að þarna urðu ekki alvarleg meiðsl, það er stóra málið,“ segir Lúðvík. Þessi kaka var flutt inn frá Kína og ætlar Lúðvík að vera í sambandi við framleiðandann vegna þessa atviks. „Það er ekkert sem ég geri í dag eða á morgun, ég hitti hann eftir nokkrar vikur og þá mun ég fara yfir þetta með honum. Við höfum verslað við þennan framleiðanda í 30 ár og hann hefur verið afskaplega traustur. Var meðal annars leiðandi í því að innleiða vestrænar aðferðir við flugeldaframleiðslu í Kína á sínum tíma. Flugeldarnir bötnuðu alveg geysilega, þetta er toppframleiðandi, það er ekki annað hægt að segja.“
Tengdar fréttir Fimm rúður brotnuðu og ljósakróna losnaði Öflug sprengja á Bergstaðastræti. 1. janúar 2015 09:17 Gölluð Tívolíbomba skapar stórhættu við Bergstaðastræti Flugeldar lýstu upp himininn yfir miðborg Reykjavíkur og þeir sem fylgdust með flugeldunum hjá Hallgrímskirkju höfðu á orði að sjaldan hefði meira verið sprengt. 1. janúar 2015 18:30 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Gölluð Tívolíbomba skapar stórhættu við Bergstaðastræti Flugeldar lýstu upp himininn yfir miðborg Reykjavíkur og þeir sem fylgdust með flugeldunum hjá Hallgrímskirkju höfðu á orði að sjaldan hefði meira verið sprengt. 1. janúar 2015 18:30