Tólf svæfingalæknar hætta að taka vaktir Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. janúar 2015 15:54 Alma Möller, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs á Landspítalanum, segir að nýliðun hafi ekki verið sem skildi. Vísir/Vilhelm Tólf svæfingalæknar hafa sagt sig frá vöktum frá og með 1. febrúar næstkomandi. Læknarnir eru allir yfir 55 ára en eftir þann aldur eru þeir ekki skyldugir til að taka vaktir. Ekki verður hægt að reka spítalann áfram að óbreyttu en í dag er alltaf minnst einn svæfingalæknir á vakt á spítalanum.Enginn sótti um síðast Þetta staðfestir Alma Möller, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs á Landspítalanum. Hún segir að nýliðun hafi ekki verið sem skildi og því hátt hlutfall lækna sem eru komnir yfir 55 ára. Erfiðlega hefur gengið að fá svæfingarlækna til starfa á spítalanum og sótti til að mynda enginn um síðast þegar var auglýst eftir læknum. „Svæfingalæknar sinna mjög margskonar vinnu. Þeir sinna veikustu sjúklingum spítalans á gjörgæsludeildum í báðum húsum, bæði á Hringbraut og í Fossvogi, þeir auðvitað svæfa fyrir allar aðgerðir og taka mikinn þátt í öllum bráðatilfellum,“ segir Alma.Í mars verða tíu læknar á vöktum á Hringbraut og í Fossvogi.Vísir/VilhelmÍ dag er alltaf svæfingalæknir á vakt á spítalanum, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þess til viðbótar eru svæfingarlæknar á bakvöktum sem hægt er að kalla til ef verkefnin eru of mörg fyrir einn að sinna. Sú staða hefur oft komið upp. „Ef að þessir tólf hætta að ganga vaktir, þá eru ekki margir eftir sem ganga þær,“ segir Alma. Eina leiðin að semjaStjórnendur spítalans bíða nú eftir niðurstöðu í kjaradeilu lækna og ríkisins. „Eina leiðin út úr þessari klemmu er að það verði samið og maður vonast auðvitað til þess. En það er enginn uppsagnarfrestur á þessu ákvæði þannig að þetta mun koma til framkvæmda 1. febrúar og þá er ekki hægt að manna þessar vaktir, svo einfalt er það,“ segir Alma. Eftir að læknarnir tólf hætta að taka vaktir eru eftir fimm svæfingalæknar á vöktum við Hringbraut og níu í Fossvogi. Fjórir svæfingarlæknar hafa hins vegar sagt upp störfum og mun læknum á vöktum fækka niður í fimm í Fossvogi í mars. „Þar á móti kemur að það vantar fólk í bæði hús fyrir. Við höfum auglýst eftir svæfingalæknum en síðast sótti enginn um. Samt eigum við fjöldann allan af ungum svæfingalæknum erlendis,“ segir Alma. Hún segir þá viðbúið að fleiri læknar segi upp þegar álagði eykst.Hjördís Smith segir vaktabyrðina vera talsverða.Vísir/ErnirVilja þrýsta á samningaHjördís Smith er einn þeirra svæfingarlækna sem hafa sagt sig frá vöktum. Hún segir að það hafi verið lengi í umræðunni á meðal lækna en að ákveðið hafi verið að stíga skrefið fyrir áramót. „Við ákváðum það fyrir áramótin í því skyni að þrýsta á samninga,“ segir hún. Hún segir vaktabyrðina vera talsverða og að hún sé illa greidd; bæði í peningum og frítöku. „Það segir sig sjálft að þegar maður vinnur á spítala þar sem húsakynnin eru léleg og úr sér gengin, það er illa borgað fyrir þessa yfirvinnu sem við vinnum, þá hugsar maður með sér „ég á rétt á að hætta að taka þessar vaktir“ og ég ætla bara að láta reyna á það,“ segir Hjördís. Hjördís segir að staðan muni breytast ef samið verði við lækna. „Við erum held ég flest okkar tilbúin að taka þessar vaktir aftur ef það semst um eitthvað bitastætt en annars er deildin í verulegum vandræðum, svo ekki sé dýpra í árina tekið,“ segir hún.Alvarleg staða„Ef að þetta kæmi upp væri það mjög alvarleg staða, mjög erfitt ástand. Við yrðum að endurskipuleggja aftur og við myndum ekki geta haft það sem við köllum bundna vakt bæði í Hringbraut og Fossvogi en það yrðu bakvaktir. Það yrði mjög erfitt,“ segir hún. Alma vildi ekkert tjá sig um hvaða leiðir stjórnendur spítalans væru að skoða.Vísir/HariAlma segir að bakvakt yrði áfram til staðar sem hægt væri að kalla inn ef á þyrfti að halda. „En þetta myndi hafa þau áhrif að það væri ekki hægt að bregðast jafn fljótt við mörgum bráðatilfellum og það væri ekki hægt að gera jafn mikið og venjulega,“ segir hún. „Þar að auki gætum við ekki haldið þessu kerfi gangandi lengi með þessum fáu læknum. Menn auðvitað þreytast á að vera á svona tíðum vöktum,“ segir Alma. „Eftir því sem fleiri annaðhvort segja upp eða hætta á vöktum eykst álagið á þeim sem eftir eru. Það gengur bara í stuttan tíma.“Að skoða mörg plönHeimildir Vísis herma að neyðarfundur hafi verið hjá stjórnendum spítalans í morgun vegna yfirvofandi ástands á spítalanum vegna ákvörðunar svæfingalæknanna. Alma vill ekki gefa upp hvað hafi verið rætt á fundinum. „Við bíðum auðvitað fyrst og fremst eftir því hvað kemur út úr kjarasamningunum; hvort ekki verði samið. Við ætlum að sjá hvað kemur út úr því fyrst,“ segir Alma aðspurð um fundinn. En er eitthvað plan b? „Það er verið að skoða mörg plön en ekkert sem ég vil tjá mig um núna. Núna bíðum við bara og vonum að deiluaðilar nái saman hið fyrsta, að það verði samið, og þá hægt að vinna út frá því.“ Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Tólf svæfingalæknar hafa sagt sig frá vöktum frá og með 1. febrúar næstkomandi. Læknarnir eru allir yfir 55 ára en eftir þann aldur eru þeir ekki skyldugir til að taka vaktir. Ekki verður hægt að reka spítalann áfram að óbreyttu en í dag er alltaf minnst einn svæfingalæknir á vakt á spítalanum.Enginn sótti um síðast Þetta staðfestir Alma Möller, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs á Landspítalanum. Hún segir að nýliðun hafi ekki verið sem skildi og því hátt hlutfall lækna sem eru komnir yfir 55 ára. Erfiðlega hefur gengið að fá svæfingarlækna til starfa á spítalanum og sótti til að mynda enginn um síðast þegar var auglýst eftir læknum. „Svæfingalæknar sinna mjög margskonar vinnu. Þeir sinna veikustu sjúklingum spítalans á gjörgæsludeildum í báðum húsum, bæði á Hringbraut og í Fossvogi, þeir auðvitað svæfa fyrir allar aðgerðir og taka mikinn þátt í öllum bráðatilfellum,“ segir Alma.Í mars verða tíu læknar á vöktum á Hringbraut og í Fossvogi.Vísir/VilhelmÍ dag er alltaf svæfingalæknir á vakt á spítalanum, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þess til viðbótar eru svæfingarlæknar á bakvöktum sem hægt er að kalla til ef verkefnin eru of mörg fyrir einn að sinna. Sú staða hefur oft komið upp. „Ef að þessir tólf hætta að ganga vaktir, þá eru ekki margir eftir sem ganga þær,“ segir Alma. Eina leiðin að semjaStjórnendur spítalans bíða nú eftir niðurstöðu í kjaradeilu lækna og ríkisins. „Eina leiðin út úr þessari klemmu er að það verði samið og maður vonast auðvitað til þess. En það er enginn uppsagnarfrestur á þessu ákvæði þannig að þetta mun koma til framkvæmda 1. febrúar og þá er ekki hægt að manna þessar vaktir, svo einfalt er það,“ segir Alma. Eftir að læknarnir tólf hætta að taka vaktir eru eftir fimm svæfingalæknar á vöktum við Hringbraut og níu í Fossvogi. Fjórir svæfingarlæknar hafa hins vegar sagt upp störfum og mun læknum á vöktum fækka niður í fimm í Fossvogi í mars. „Þar á móti kemur að það vantar fólk í bæði hús fyrir. Við höfum auglýst eftir svæfingalæknum en síðast sótti enginn um. Samt eigum við fjöldann allan af ungum svæfingalæknum erlendis,“ segir Alma. Hún segir þá viðbúið að fleiri læknar segi upp þegar álagði eykst.Hjördís Smith segir vaktabyrðina vera talsverða.Vísir/ErnirVilja þrýsta á samningaHjördís Smith er einn þeirra svæfingarlækna sem hafa sagt sig frá vöktum. Hún segir að það hafi verið lengi í umræðunni á meðal lækna en að ákveðið hafi verið að stíga skrefið fyrir áramót. „Við ákváðum það fyrir áramótin í því skyni að þrýsta á samninga,“ segir hún. Hún segir vaktabyrðina vera talsverða og að hún sé illa greidd; bæði í peningum og frítöku. „Það segir sig sjálft að þegar maður vinnur á spítala þar sem húsakynnin eru léleg og úr sér gengin, það er illa borgað fyrir þessa yfirvinnu sem við vinnum, þá hugsar maður með sér „ég á rétt á að hætta að taka þessar vaktir“ og ég ætla bara að láta reyna á það,“ segir Hjördís. Hjördís segir að staðan muni breytast ef samið verði við lækna. „Við erum held ég flest okkar tilbúin að taka þessar vaktir aftur ef það semst um eitthvað bitastætt en annars er deildin í verulegum vandræðum, svo ekki sé dýpra í árina tekið,“ segir hún.Alvarleg staða„Ef að þetta kæmi upp væri það mjög alvarleg staða, mjög erfitt ástand. Við yrðum að endurskipuleggja aftur og við myndum ekki geta haft það sem við köllum bundna vakt bæði í Hringbraut og Fossvogi en það yrðu bakvaktir. Það yrði mjög erfitt,“ segir hún. Alma vildi ekkert tjá sig um hvaða leiðir stjórnendur spítalans væru að skoða.Vísir/HariAlma segir að bakvakt yrði áfram til staðar sem hægt væri að kalla inn ef á þyrfti að halda. „En þetta myndi hafa þau áhrif að það væri ekki hægt að bregðast jafn fljótt við mörgum bráðatilfellum og það væri ekki hægt að gera jafn mikið og venjulega,“ segir hún. „Þar að auki gætum við ekki haldið þessu kerfi gangandi lengi með þessum fáu læknum. Menn auðvitað þreytast á að vera á svona tíðum vöktum,“ segir Alma. „Eftir því sem fleiri annaðhvort segja upp eða hætta á vöktum eykst álagið á þeim sem eftir eru. Það gengur bara í stuttan tíma.“Að skoða mörg plönHeimildir Vísis herma að neyðarfundur hafi verið hjá stjórnendum spítalans í morgun vegna yfirvofandi ástands á spítalanum vegna ákvörðunar svæfingalæknanna. Alma vill ekki gefa upp hvað hafi verið rætt á fundinum. „Við bíðum auðvitað fyrst og fremst eftir því hvað kemur út úr kjarasamningunum; hvort ekki verði samið. Við ætlum að sjá hvað kemur út úr því fyrst,“ segir Alma aðspurð um fundinn. En er eitthvað plan b? „Það er verið að skoða mörg plön en ekkert sem ég vil tjá mig um núna. Núna bíðum við bara og vonum að deiluaðilar nái saman hið fyrsta, að það verði samið, og þá hægt að vinna út frá því.“
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira