Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er, að mati dómnefndar umræðuþáttarins Sprengisandur á Bylgjunni, stjórnmálamaður ársins 2014.
Dagur var í löngu viðtali í þættinum þar sem hann kom víða við. Dagur, sem er menntaður læknir, sagði læknisfræðina sífellt sækja meira á huga sinn og hann gerir jafnvel ráð fyrir að starfa aftur sem læknir.
Um samstarfið við Jón Gnarr sagði Dagur það hafa verið gefandi og lærdómsríkt. Á fyrsta fundi þeirra, var mest rætt um hundinn Tobba, sem Jón á. Dagur sagðist viss um að Jón Gnarr verði góður forseti fari svo að hann bjóði sig fram og nái kjöri.
Læknirinn sækir á borgarstjórann
