Enski boltinn

Lennon: Áhrif Eiðs og Heskey mikil

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Neil Lennon, stjóri Bolton, sagði á blaðamannafundi í morgun að Eiður Smári Guðjohnsen og Emile Heskey hafi haft jákvæð áhrif á liðið.

Þeir Eiður Smári og Heskey sömdu báðir nýverið við félagið og munu spila með því til loka tímabilsins en báðir eru 36 ára gamlir. „Eiður og Emile hafa báðir haft gríðarlega mikil áhrif á liðið. Viðveira þeirra hefur haft áhrif á aðra leikmenn liðsins,“ sagði Lennon.

Eiður Smári lagði upp mark fyrir Heskey í 2-1 sigri Bolton á Blackburn á öðrum degi jóla en liðið situr nú í fimmtánda sæti deildarinnar eftir 2-1 tap liðsins gegn Huddersfield um helgina.

Bolton mætir Wigan í ensku bikarkeppninni á morgun en um grannaslag er að ræða. „Við viljum komast eins langt og við getum í bikarnum en Wigan verður erfiður andstæðingur.“


Tengdar fréttir

Eiður Smári í byrjunarliði Bolton í kvöld

Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Bolton í kvöld þegar liðið mætir Millwall á útivelli í ensku b-deildinni. Þetta kemur fram twitter-síðu félagsins.

Eiður Smári byrjaði og Bolton vann

Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Bolton í fyrsta sinn í fjórtán ár þegar liðið vann 1-0 útisigur á Millwall í ensku b-deildinni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×