Stjórnarandstaðan segir aðildarumsókn enn í fullu gildi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 17. mars 2015 19:48 Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra. Vísir/GVA Stjórnarandstaðan ætlar að leggja fram þingsályktunartillögu á næstu dögum um að gengið verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræðurnar við ESB. Enn eru uppi efasemdir um hvaða þýðingu bréf utanríkisráðherra til ESB hefur fyrir stöðu Íslands sem umsóknaríkis. Stjórnarandstaðan og stjórnarliðar deila um þýðingu bréfsins í gríð og erg. Gunnar Bragi Sveinsson sagði á fundi utanríkismálanefndar í morgun að umsóknin að ESB hefði verið afturkölluð. Össur Skarphéðinsson taldi hinsvegar eftir fundinn að umsóknin væri í fullu gildi enda hefði ráðherrann ekki getað fært gild rök fyrir öðru . „Mín niðurstaða er að þrátt fyrir bréfið er ekkert sem kemur í veg fyrir það, ef ný ríkisstjórn vill halda áfram aðildarviðræðum. Ísland er ennþá, eins og sakir standa að minnsta kosti í ferli aðildarumsóknar,“ sagði Össur. Leynimakk við ESB Össur Skarphéðinsson segir alveg ljóst af fundinum með ráðherra í morgun að það hafi verið haft samráð við ESB áður en bréfið var skrifað líkt og forsætisráðherra hefur greint frá. Hann segir að það virðist þó hafa verið skuldbindingalaust af hálfu ESB. „Svo getum við velt fyrir okkur siðferðinu sem felst í því, að vera í einhverskonar makki við erlenda embættismenn um hvernig eigi að sniðganga þingið og þjóðina,“ segir Össur. Þingræðinu kippt úr sambandi Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar segir að þótt ekki sé um að ræða formlega afturköllun á bréfinu sem sent var með aðildarumsókninni sé málið stopp og því verði ekki haldið áfram nema hér verði veruleg pólitísk umskipti. Hann segist ekki telja að ráðherrann hafi haft skyldu til að hafa samráð við utanríkisnefnd eins og málið sé vaxið. Minnihluti utanríkismálanefndar var harðorður eftir fund utanríkisráðherra með utanríkismálanefnd í morgun. Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata segir að það sé búið að kippa þingræðinu úr sambandi. Almenningur verði að gera sér grein fyrir alvarleika málsins. Katrín Jakobsdóttir þingmaður VG segir stærstu tíðindin af fundinum felast í gríðarlegum ágreiningi um gildi þingsályktanna. Tengdar fréttir Gunnar Bragi: „Skylda ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir stefnumálum sem meirihlutinn kaus“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag munnlega skýrslu á bréfi sínu til Evrópusambandsins um slit á aðildarviðræðum. 17. mars 2015 15:39 Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar í morgun að aðildarviðræðum við ESB væri formlega lokið. 17. mars 2015 10:48 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira
Stjórnarandstaðan ætlar að leggja fram þingsályktunartillögu á næstu dögum um að gengið verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræðurnar við ESB. Enn eru uppi efasemdir um hvaða þýðingu bréf utanríkisráðherra til ESB hefur fyrir stöðu Íslands sem umsóknaríkis. Stjórnarandstaðan og stjórnarliðar deila um þýðingu bréfsins í gríð og erg. Gunnar Bragi Sveinsson sagði á fundi utanríkismálanefndar í morgun að umsóknin að ESB hefði verið afturkölluð. Össur Skarphéðinsson taldi hinsvegar eftir fundinn að umsóknin væri í fullu gildi enda hefði ráðherrann ekki getað fært gild rök fyrir öðru . „Mín niðurstaða er að þrátt fyrir bréfið er ekkert sem kemur í veg fyrir það, ef ný ríkisstjórn vill halda áfram aðildarviðræðum. Ísland er ennþá, eins og sakir standa að minnsta kosti í ferli aðildarumsóknar,“ sagði Össur. Leynimakk við ESB Össur Skarphéðinsson segir alveg ljóst af fundinum með ráðherra í morgun að það hafi verið haft samráð við ESB áður en bréfið var skrifað líkt og forsætisráðherra hefur greint frá. Hann segir að það virðist þó hafa verið skuldbindingalaust af hálfu ESB. „Svo getum við velt fyrir okkur siðferðinu sem felst í því, að vera í einhverskonar makki við erlenda embættismenn um hvernig eigi að sniðganga þingið og þjóðina,“ segir Össur. Þingræðinu kippt úr sambandi Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar segir að þótt ekki sé um að ræða formlega afturköllun á bréfinu sem sent var með aðildarumsókninni sé málið stopp og því verði ekki haldið áfram nema hér verði veruleg pólitísk umskipti. Hann segist ekki telja að ráðherrann hafi haft skyldu til að hafa samráð við utanríkisnefnd eins og málið sé vaxið. Minnihluti utanríkismálanefndar var harðorður eftir fund utanríkisráðherra með utanríkismálanefnd í morgun. Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata segir að það sé búið að kippa þingræðinu úr sambandi. Almenningur verði að gera sér grein fyrir alvarleika málsins. Katrín Jakobsdóttir þingmaður VG segir stærstu tíðindin af fundinum felast í gríðarlegum ágreiningi um gildi þingsályktanna.
Tengdar fréttir Gunnar Bragi: „Skylda ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir stefnumálum sem meirihlutinn kaus“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag munnlega skýrslu á bréfi sínu til Evrópusambandsins um slit á aðildarviðræðum. 17. mars 2015 15:39 Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar í morgun að aðildarviðræðum við ESB væri formlega lokið. 17. mars 2015 10:48 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira
Gunnar Bragi: „Skylda ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir stefnumálum sem meirihlutinn kaus“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag munnlega skýrslu á bréfi sínu til Evrópusambandsins um slit á aðildarviðræðum. 17. mars 2015 15:39
Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar í morgun að aðildarviðræðum við ESB væri formlega lokið. 17. mars 2015 10:48