Vill fá karla með í jafnréttisumræðuna ingvar haraldsson skrifar 15. janúar 2015 08:00 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Ismanto Adna, ráðherra íþrótta- og ungmennamála í Súrínam, takast í hendur við upphaf ráðstefnunnar. „Þetta hefur gengið mjög vel hingað til og verið vel sótt,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra um Rakarastofuráðstefnuna sem nú er haldin í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Ísland og Súrínam standa saman að ráðstefnunni sem hófst í gær. Markmið ráðstefnunnar er að fá karla til að taka þátt í umræðunni um jafnrétti kynjanna. Gunnar Bragi segir að lögð hafi verið áhersla á karlmenn á ráðstefnunni til þess að auka umræðuna um jafnréttismál meðal karla. „Við vildum fá þá til að taka meiri þátt í umræðunni og taka þátt í breyta hlutum til hins betra. Og til að fá þá til að viðurkenna að það þurfi að breyta umræðunni um jafnréttismál. Við náum seint fullu jafnrétti nema að fá karlmennina með í umræðuna,“ segir Gunnar Bragi.Ráðstefnan vakið heimsathygli Ráðstefnan hefur vakið athygli víða um heim. Blaðamenn á ráðstefnunni eru margir hverjir komnir langt að. Gunnar Bragi var í viðtali á sjónvarpsstöðinni Al Jazeera í gær. Greinar um ráðstefnuna hafa birst í bresku blöðunum The Guardian, The Telegraph og The Independent. Gunnar Bragi segir ánægjulegt hve mikla athygli ráðstefnan hefur vakið. „Umræðan ein og sér mun skila okkur eitthvað áfram. Þetta hefur vakið athygli á Íslandi og því sem við höfum gert vel. Þetta mun ýta við okkur að gera enn betur heima fyrir,“ segir hann. Ráðstefnan er framlag Íslands til átaksins HeForShe, sem leikkonan Emma Watson kom af stað. Í átakinu eru karlar hvattir til þátttöku í baráttunni fyrir jöfnum rétti kynjanna. Gunnar Bragi segir að yfir 100 fulltrúar hafi setið fyrsta hluta ráðstefnunnar í gær, þar á meðal frá Ástralíu, Afganistan, Bandaríkjunum og öllum Norðurlöndunum. Ráðstefnunni lýkur í dag með málþingi og blaðamannafundi. Meðal þeirra sem munu ávarpa málþingið eru Jan Eliasson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women, Donald McPherson, fyrrverandi atvinnumaður í amerískum fótbolta, Gabriel Wikström, heilbrigðis- og velferðarráðherra Svíþjóðar, og Magnús Scheving. Þá flytur Vigdís Finnbogadóttir ásamt fleirum ávarp af myndbandi. Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
„Þetta hefur gengið mjög vel hingað til og verið vel sótt,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra um Rakarastofuráðstefnuna sem nú er haldin í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Ísland og Súrínam standa saman að ráðstefnunni sem hófst í gær. Markmið ráðstefnunnar er að fá karla til að taka þátt í umræðunni um jafnrétti kynjanna. Gunnar Bragi segir að lögð hafi verið áhersla á karlmenn á ráðstefnunni til þess að auka umræðuna um jafnréttismál meðal karla. „Við vildum fá þá til að taka meiri þátt í umræðunni og taka þátt í breyta hlutum til hins betra. Og til að fá þá til að viðurkenna að það þurfi að breyta umræðunni um jafnréttismál. Við náum seint fullu jafnrétti nema að fá karlmennina með í umræðuna,“ segir Gunnar Bragi.Ráðstefnan vakið heimsathygli Ráðstefnan hefur vakið athygli víða um heim. Blaðamenn á ráðstefnunni eru margir hverjir komnir langt að. Gunnar Bragi var í viðtali á sjónvarpsstöðinni Al Jazeera í gær. Greinar um ráðstefnuna hafa birst í bresku blöðunum The Guardian, The Telegraph og The Independent. Gunnar Bragi segir ánægjulegt hve mikla athygli ráðstefnan hefur vakið. „Umræðan ein og sér mun skila okkur eitthvað áfram. Þetta hefur vakið athygli á Íslandi og því sem við höfum gert vel. Þetta mun ýta við okkur að gera enn betur heima fyrir,“ segir hann. Ráðstefnan er framlag Íslands til átaksins HeForShe, sem leikkonan Emma Watson kom af stað. Í átakinu eru karlar hvattir til þátttöku í baráttunni fyrir jöfnum rétti kynjanna. Gunnar Bragi segir að yfir 100 fulltrúar hafi setið fyrsta hluta ráðstefnunnar í gær, þar á meðal frá Ástralíu, Afganistan, Bandaríkjunum og öllum Norðurlöndunum. Ráðstefnunni lýkur í dag með málþingi og blaðamannafundi. Meðal þeirra sem munu ávarpa málþingið eru Jan Eliasson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women, Donald McPherson, fyrrverandi atvinnumaður í amerískum fótbolta, Gabriel Wikström, heilbrigðis- og velferðarráðherra Svíþjóðar, og Magnús Scheving. Þá flytur Vigdís Finnbogadóttir ásamt fleirum ávarp af myndbandi.
Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira