Varar unglinga við hvatvísi á Snapchat Viktoría Hermannsdóttir skrifar 15. janúar 2015 07:00 Inni á rásinni er að finna gróft myndefni, m.a. af kynferðislegum toga og myndir af fíkniefnum og fíkniefnaneyslu. Mynd/skjáskot af síðunni „Það þarf að koma því á framfæri að þetta sé ekki eftirsóknarvert líferni og skili þeim ekki góðu. Það er auðvitað mjög alvarlegt að þetta sé til,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, um Snapchat-rásina Saurlifnað sem Fréttablaðið fjallaði um í gær. Rásin er vinsæl meðal ungmenna. Þar er meðal annars deilt grófum nektarmyndum ásamt myndum og myndbrotum af eiturlyfjaneyslu. Heimili og skóli er umsjónaraðili forvarnaverkefnisins SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni, sem er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi. Hrefna segir það vera áhyggjuefni að börn undir lögaldri noti rásina, þar sem dreift er mjög grófu efni. „Við fáum mjög oft ábendingar um hitt og þetta sem er athugavert á netinu en vissum ekki af þessu fyrr en farið var að fjalla um það. Það er þekkt fyrirbæri að þegar svona síður eru teknar niður þá skjóti þær strax upp kollinum aftur,“ segir Hrefna.Hrefna SigurjónsdóttirEfnið sem deilt er inn á Snapchat-rásina er aðgengilegt þar í sólarhring en það þarf ekki að þýða að það sé horfið eftir það þar sem hægt er að taka skjáskot auk þess sem sérstök forrit eru til sem vista allt efni af Snapchat. Hrefna segir ungmenni almennt vera meðvituð vegna fræðslu um að það efni sem fer inn á internetið geti farið í dreifingu. „Að minnsta kosti þau sem eldri eru. Það er samt ekki alltaf hindrun, hjá sumum er það hindrun en þau hugsa oft ekki þannig á þeim tímapunkti og láta vaða og hugsa ekki endilega lengra. Svo eru auðvitað alltaf einhverjir sem hafa ekki áttað sig á því og eru bara hvatvísir og vilja vera með í fjörinu,“ segir hún. Hrefna segir mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um internetnotkun barna sinna og fræði þau um þær hættur sem leynast á vefnum. „Það er þannig að allt sem er bannað er mjög spennandi. Eins og með þetta, þá er svo auðvelt að komast inn á þetta. Þetta er forvitni en þau sjá efni sem er ekki við þeirra hæfi og það er verið að „normalísera“ það. Þess vegna þarf að fræða þau. Við leggjum líka mikla áherslu á að ef þú gerir mistök og lendir í vandræðum, þá er það ekki heimsendir og það er allt í lagi að leita sér hjálpar. Það er hægt að hringja í okkur og Hjálparsíma Rauða krossins. Það er alltaf einhver sem er hægt að tala við,“ segir hún og bendir í þessu samhengi á heimasíðu SAFT, saft.is, þar sem er að finna fræðsluefni bæði fyrir börn og fullorðna. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Það þarf að koma því á framfæri að þetta sé ekki eftirsóknarvert líferni og skili þeim ekki góðu. Það er auðvitað mjög alvarlegt að þetta sé til,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, um Snapchat-rásina Saurlifnað sem Fréttablaðið fjallaði um í gær. Rásin er vinsæl meðal ungmenna. Þar er meðal annars deilt grófum nektarmyndum ásamt myndum og myndbrotum af eiturlyfjaneyslu. Heimili og skóli er umsjónaraðili forvarnaverkefnisins SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni, sem er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi. Hrefna segir það vera áhyggjuefni að börn undir lögaldri noti rásina, þar sem dreift er mjög grófu efni. „Við fáum mjög oft ábendingar um hitt og þetta sem er athugavert á netinu en vissum ekki af þessu fyrr en farið var að fjalla um það. Það er þekkt fyrirbæri að þegar svona síður eru teknar niður þá skjóti þær strax upp kollinum aftur,“ segir Hrefna.Hrefna SigurjónsdóttirEfnið sem deilt er inn á Snapchat-rásina er aðgengilegt þar í sólarhring en það þarf ekki að þýða að það sé horfið eftir það þar sem hægt er að taka skjáskot auk þess sem sérstök forrit eru til sem vista allt efni af Snapchat. Hrefna segir ungmenni almennt vera meðvituð vegna fræðslu um að það efni sem fer inn á internetið geti farið í dreifingu. „Að minnsta kosti þau sem eldri eru. Það er samt ekki alltaf hindrun, hjá sumum er það hindrun en þau hugsa oft ekki þannig á þeim tímapunkti og láta vaða og hugsa ekki endilega lengra. Svo eru auðvitað alltaf einhverjir sem hafa ekki áttað sig á því og eru bara hvatvísir og vilja vera með í fjörinu,“ segir hún. Hrefna segir mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um internetnotkun barna sinna og fræði þau um þær hættur sem leynast á vefnum. „Það er þannig að allt sem er bannað er mjög spennandi. Eins og með þetta, þá er svo auðvelt að komast inn á þetta. Þetta er forvitni en þau sjá efni sem er ekki við þeirra hæfi og það er verið að „normalísera“ það. Þess vegna þarf að fræða þau. Við leggjum líka mikla áherslu á að ef þú gerir mistök og lendir í vandræðum, þá er það ekki heimsendir og það er allt í lagi að leita sér hjálpar. Það er hægt að hringja í okkur og Hjálparsíma Rauða krossins. Það er alltaf einhver sem er hægt að tala við,“ segir hún og bendir í þessu samhengi á heimasíðu SAFT, saft.is, þar sem er að finna fræðsluefni bæði fyrir börn og fullorðna.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira