Nýtt hverfi rís í Kópavogi Stefán Árni Pálsson skrifar 15. janúar 2015 09:37 Hér má sjá þetta nýja hverfi, Glaðheimar. mynd/kópavogsbær Nýtt hverfi, Glaðheimar, rís í Kópavogi á næstu árum. Hverfið mun rísa í nokkrum áföngum og hafa lóðir í fyrsta hlutanum, austurhlutanum verið auglýstar til umsóknar. Í Glaðheimum munu rísa tæplega 300 íbúðir í fjölbýli þegar svæðið er fullbyggt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Þetta nýja hverfi rís við hlið gróinna hverfa í Kópavogi, við Lindahverfi, austan Reykjanesbrautar og Smárahverfis. Það hefur því þá sérstöðu á meðal nýbyggingahverfa að öll þjónusta er til staðar fyrir framtíðar íbúa hverfisins, skólar, leikskólar, íþróttaaðstaða, sundlaug, verslanir og verslunarmiðstöðin Smáralind, eru í næsta nágrenni við hverfið. Þá er svæðið einnig vel tengt aðalgatnakerfi höfuðborgarsvæðisins. „Það er spennandi að hefja uppbyggingu á nýju hverfi í Kópavogi og ég er þess fullviss að Glaðheimahverfið verður eftirsótt fyrir fjölskyldufólk strax frá fyrsta degi. Það er allt til staðar í þessu nýja hverfi , það er miðsvæðis og öll þjónusta er fyrir hendi. Þá leggjum við ríka áherslu á hönnun og útlit í uppbyggingu hverfisins þannig að útkoman verður glæsilegt hverfi í hjarta höfuðborgarsvæðisins,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogsbæjar. Lagt er upp með að þéttleiki byggðar verði mikill í hverfinu og gera bæjaryfirvöld kröfu um að þar muni rísa byggð þar sem vandað er til hönnunar og útlits húsa og lóða. Lögð verður áhersla á almannarými, góðar almenningssamgöngur og góða upplifun íbúa af nærumhverfinu. Í þessum fyrsta áfanga verður byggingarrétti úthlutað á tíu lóðum. Á þeim munu rísa um 260 íbúðir í 9 fjölbýlishúsum sem verða með á bilinu 11 til 40 íbúðir í hverju húsi. Húsin verða hæst 10 hæðir en að jafnaði 4 til 6 hæðir og flest með bílakjallara. Gert er ráð fyrir að lóðirnar verði byggingarhæfar í lok júlí á þessu ári og geta framkvæmdir þá hafist. Umsóknarfrestur á byggingarrétti er til 3. mars. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Nýtt hverfi, Glaðheimar, rís í Kópavogi á næstu árum. Hverfið mun rísa í nokkrum áföngum og hafa lóðir í fyrsta hlutanum, austurhlutanum verið auglýstar til umsóknar. Í Glaðheimum munu rísa tæplega 300 íbúðir í fjölbýli þegar svæðið er fullbyggt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Þetta nýja hverfi rís við hlið gróinna hverfa í Kópavogi, við Lindahverfi, austan Reykjanesbrautar og Smárahverfis. Það hefur því þá sérstöðu á meðal nýbyggingahverfa að öll þjónusta er til staðar fyrir framtíðar íbúa hverfisins, skólar, leikskólar, íþróttaaðstaða, sundlaug, verslanir og verslunarmiðstöðin Smáralind, eru í næsta nágrenni við hverfið. Þá er svæðið einnig vel tengt aðalgatnakerfi höfuðborgarsvæðisins. „Það er spennandi að hefja uppbyggingu á nýju hverfi í Kópavogi og ég er þess fullviss að Glaðheimahverfið verður eftirsótt fyrir fjölskyldufólk strax frá fyrsta degi. Það er allt til staðar í þessu nýja hverfi , það er miðsvæðis og öll þjónusta er fyrir hendi. Þá leggjum við ríka áherslu á hönnun og útlit í uppbyggingu hverfisins þannig að útkoman verður glæsilegt hverfi í hjarta höfuðborgarsvæðisins,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogsbæjar. Lagt er upp með að þéttleiki byggðar verði mikill í hverfinu og gera bæjaryfirvöld kröfu um að þar muni rísa byggð þar sem vandað er til hönnunar og útlits húsa og lóða. Lögð verður áhersla á almannarými, góðar almenningssamgöngur og góða upplifun íbúa af nærumhverfinu. Í þessum fyrsta áfanga verður byggingarrétti úthlutað á tíu lóðum. Á þeim munu rísa um 260 íbúðir í 9 fjölbýlishúsum sem verða með á bilinu 11 til 40 íbúðir í hverju húsi. Húsin verða hæst 10 hæðir en að jafnaði 4 til 6 hæðir og flest með bílakjallara. Gert er ráð fyrir að lóðirnar verði byggingarhæfar í lok júlí á þessu ári og geta framkvæmdir þá hafist. Umsóknarfrestur á byggingarrétti er til 3. mars.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira