Flutningur Fiskistofu ekki á áætlun Hjörtur Hjartarson skrifar 15. janúar 2015 19:45 Fiskistofustjóri segir nær öruggt að stofnunin muni ekki taka til starfa á Akureyri næsta sumar eins og stefnt var að, miðað við stöðu mála í dag. Ekki er eining innan Sjálfstæðisflokksins um að veita sjávarútvegsráðherra lagaheimild til að flytja Fiskistofu sem gæti leitt til þess að falla verði frá áformunum. Áætlað var að höfuðstöðvar Fiskistofu yrðu fluttar til Akureyra fyrir 1.júlí næstkomandi og að flutningum yrði lokið 1.janúar. Ljóst þykir að þessar tímasetningar munu tæplegast standa. „Það liggur þannig í því að ráðherra hefur ekki tekið hinu formlegu ákvörðun um að flytja stofnunina enda hafa ekki verið samþykkt lög sem heimila flutninginn þannig að lagalega óvissan er til staðar,“ segir Eyþór Björnsson, Fiskistofustjóri.„Það að tímaramminn standist ekki, gefur það til kynna að þínu mati að eitthvað geti breyst með þessa flutninga?“„Ég get ekki lesið neitt slíkt út úr þessu. Ég fékk ákveðið verkefni í hendurnar síðastliðið sumar og ég hef ekki fengið nein fyrirmæli um að það sé að breytast.“Eyþór Björnsson, FiskistofustjóriSjávarútvegsráðherra vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag en í skriflegu svari segir að dregist hafi að eyða óvissunni sem ríkir um lagaheimild ráðherra. Tímalínan kunni að breytast en að öðru leyti séu áformin óbreytt. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fjölmargir stjórnarliðar úr röðum Sjálfstæðisflokksins rætt við starfsmenn Fiskistofu og lofað þeim að barist verði gegn flutningnum með kjafti og klóm. Lítið fór hinsvegar fyrir þessum loforðum í desember þegar fjárlögin voru afgreidd. Allir viðstaddir stjórnarliðar greiddu nefnilega atkvæði með tillögu um að veita 130 milljónum króna í flutning stofnunarinnar. „Það má kannski segja að það sé ekki alveg í rökrænu samhengi en þetta er einungis heimildarákvæði og það kann að vera að það sé hægt að nota þessa heimild til annarra hluta innan Fiskistofu,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður SjálfstæðisflokksinsFréttastofa ræddi við nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokksins í dag og allir sögðust þeir ætla að leggjast gegn því að fiskistofa verði flutt frá Hafnarfirði. „Ég tel að sú framkoma sem ráðherra hefur sýnt starfsfólki Fiskistofu sé ekki með þeim hætti að hægt sé að samþykkja. Og það að slengja þessu fram án nokkurs undirbúnings, án nokkurs rökstuðnings og án nokkurrar greiningar, get ég ekki fallist á,“ segir Vilhjálmur. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Fiskistofustjóri segir nær öruggt að stofnunin muni ekki taka til starfa á Akureyri næsta sumar eins og stefnt var að, miðað við stöðu mála í dag. Ekki er eining innan Sjálfstæðisflokksins um að veita sjávarútvegsráðherra lagaheimild til að flytja Fiskistofu sem gæti leitt til þess að falla verði frá áformunum. Áætlað var að höfuðstöðvar Fiskistofu yrðu fluttar til Akureyra fyrir 1.júlí næstkomandi og að flutningum yrði lokið 1.janúar. Ljóst þykir að þessar tímasetningar munu tæplegast standa. „Það liggur þannig í því að ráðherra hefur ekki tekið hinu formlegu ákvörðun um að flytja stofnunina enda hafa ekki verið samþykkt lög sem heimila flutninginn þannig að lagalega óvissan er til staðar,“ segir Eyþór Björnsson, Fiskistofustjóri.„Það að tímaramminn standist ekki, gefur það til kynna að þínu mati að eitthvað geti breyst með þessa flutninga?“„Ég get ekki lesið neitt slíkt út úr þessu. Ég fékk ákveðið verkefni í hendurnar síðastliðið sumar og ég hef ekki fengið nein fyrirmæli um að það sé að breytast.“Eyþór Björnsson, FiskistofustjóriSjávarútvegsráðherra vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag en í skriflegu svari segir að dregist hafi að eyða óvissunni sem ríkir um lagaheimild ráðherra. Tímalínan kunni að breytast en að öðru leyti séu áformin óbreytt. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fjölmargir stjórnarliðar úr röðum Sjálfstæðisflokksins rætt við starfsmenn Fiskistofu og lofað þeim að barist verði gegn flutningnum með kjafti og klóm. Lítið fór hinsvegar fyrir þessum loforðum í desember þegar fjárlögin voru afgreidd. Allir viðstaddir stjórnarliðar greiddu nefnilega atkvæði með tillögu um að veita 130 milljónum króna í flutning stofnunarinnar. „Það má kannski segja að það sé ekki alveg í rökrænu samhengi en þetta er einungis heimildarákvæði og það kann að vera að það sé hægt að nota þessa heimild til annarra hluta innan Fiskistofu,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður SjálfstæðisflokksinsFréttastofa ræddi við nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokksins í dag og allir sögðust þeir ætla að leggjast gegn því að fiskistofa verði flutt frá Hafnarfirði. „Ég tel að sú framkoma sem ráðherra hefur sýnt starfsfólki Fiskistofu sé ekki með þeim hætti að hægt sé að samþykkja. Og það að slengja þessu fram án nokkurs undirbúnings, án nokkurs rökstuðnings og án nokkurrar greiningar, get ég ekki fallist á,“ segir Vilhjálmur.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira