Innlent

Lokað fyrir umferð um Súðavíkurhlíð vegna snjóflóða

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það er um að gera að fara varlega á vegum landsins núna í kvöld.
Það er um að gera að fara varlega á vegum landsins núna í kvöld. Vísir/Vilhelm
Lokað er fyrir alla umferð um Súðavíkurhlíð vegna snjóflóða. Annars staðar á Vestfjörðum er hálka og snjóþekja, éljagangur og skafrenningur. Snjóþekja er á Klettshálsi og skafrenningur.

Á Hellisheiði og Sandskeiði eru hálkublettir en hálka í Þrengslum. Þá er hálka einnig víðast hvar á Suðurlandi en þæfingur á nokkrum leiðum í uppsveitum og þungfært í Kjósarskarði.

Hálka og hálkublettir eru á flestum vegum á Vesturlandi.

Búið er að loka Víkurskarði fyrir allri umferð. Þá er þungfært og stórhríð á Grenivíkurvegi og Dalsmynni. Þæfingsfærð er í Ljósavatnsskarði. Annars staðar á Norðurlandi er hálka, snjóþekja, skafrenningur og éljagangur.

Á Austurlandi er snjóþekja og hálka á flestum leiðum, éljagangur og sumstaðar skafrenningur. Ófært er frá Mývatni austur á Jökuldal. Hálka er einnig með suðausturströndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×