Innlent

Ekið á lögreglukonu í París

Vísir/AP
Lögreglukona í París slasaðist í morgun þegar bifreið var ekið á hana fyrir utan heimili Francois Hollande Frakklandsforseta. Konan er sögð hafa slasast á fótum og baki og fullyrðir dagblaðið Le Parisien á síðu sinni að fjórir aðilar hafi hlaupið á brott eftir atvikið. Lögregla hafi handtekið tvo þeirra en tveir gangi enn lausir. Franskir miðlar segja að ökumaðurinn sé á meðal hinna handteknu og að hann hafi verið undir áhrifum áfengis. Ekki er talið atkvikið tengist hryðjuverkaárásunum í borginni í síðustu viku. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×