Innlent

Seltjarnarnesbær greiðir starfsmanni þrjár milljónir vegna ólögmætrar uppsagnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir/stefán
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli fyrrum deildarstjóra í launadeild fjárhags- og stjórnsýslusviðs Seltjarnarnesbæjar gegn bæjarfélaginu.

Konunni var sagt upp starfi sínu sem deildarstjóri vegna endurskipulagningar á starfsemi sviðsins. Hún höfðaði í kjölfarið mál til heimtu bóta vegna ætlaðrar ólögmætrar uppsagnar.

Talið var að þótt ákvörðun um fækkun starfsmanna í hagræðingarskyni réðist að meginstefnu af mati Seltjarnarnesbæjar þyrfti slík ákvörðun að vera í samræmi við grunnreglur stjórnsýsluréttar og byggja á málefnalegum sjónarmiðum.

Héraðsdómur dæmdi svo að bærinn þyrfti að greiða konunni tvær og hálfa milljón krónur ásamt vöxtum. Einnig þarf Seltjarnarnesbær að greiða henni 500.000 krónur vegna málskostnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×