Páskauppskriftir: Himneskur sælgætisís og marengs berjabomba sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. apríl 2015 21:39 Marengs berjabomba. mynd/heimir óskarsson Páskarnir eru á næsta leyti og eflaust einhverjir í vafa um hvaða góðgæti eigi að bjóða upp á í páskaboðunum. Thelma Þorbergsdóttir, sem heldur úti matarblogginu Freistingar Thelmu, fullyrðir að uppskriftirnar tvær, sem finna má hér fyrir neðan, muni slá í gegn í matarboðum.Marengs berjabombaInnihald Brownie 230 g sykur 4 egg 200 g smjör 200 g dökkt konsum súkkulaði 70 g hveitiMarengs 3 eggjahvítur 170g sykurFylling ½ lítri rjómi Toppur 200 g dökkt súkkulaði 70 g smjör 3 msk síróp Ber að eigin valiAðferðBrownie Hitið ofninn í 170 gráður og setjið smjörpappír í botninn á tveimur 20 cm hringlaga bökunarformum. Þeytið egg og sykur saman í skál þar til blandan verður ljós og létt. Bræðið smjör og súkkulaði saman í potti yfir lágum hita og hrærið stanslaust þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg. Setjið hveitið varlega saman við brædda súkkulaðið og hrærið vel. Hellið því næst súkkulaðiblöndunni saman við eggjablönduna og hrærið saman með sleif þar til allt hefur náð að blandast vel saman. Skiptið deiginu á milli formanna og bakið í 30 mínútur. Kælið kökurnar alveg áður en þið takið þær úr formunum. Á meðan þær kólna er gott að undirbúa marengsinn.Marengsinn Stillið ofninn í 150 gráður og setjið smjörpappír á bökunarplötu og myndi tvo hringi jafn stóra og brownie kökurnar eru. Þeytið eggjahvítur og sykur saman þar til blandan er orðin stíf og stendur. Smyrjið marengsinum á plötuna og bakið í 50 mínútur eða þar til marengsinn er orðinn þurr viðkomu. Kælið marengsinn alveg áður en þið staflið kökunum.Súkkulaðiglassúr Bræðið smjör, súkkulaði og síóp saman í pott við lágan hita og hrærið stanslaust þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg. Þeytið rjóma og setjið á milli botnanna. Setjið marengs neðst og svo brownie og koll af kolli með rjóma á milli. Setjið súkkulaðiglassúrið ofan á og látið leka aðeins niður hliðarnar á kökunni. Skreytið með berjum að eigin vali og stráið flórsykri yfir berin með sigti. Geymið kökuna í kæli þar til hún er borin fram.Thelma segir sælgætisísinn ávallt slá í gegn hjá yngri kynslóðinni.mynd/heimir óskarssonHimneskur sælgætisísInnihald 6 egg 6 msk sykur 120 g púðursykur 4 tsk vanilludropar 150 g tromp 100 g dökkt konsum súkkulaði 150 g lakkrískurl 7 dl rjómiSkraut 100 g súkkulaðiperlur 4-5 stk ísfrom 2,5 dl rjómi Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Blandið púðursykri varlega saman við með sleif. Þeytið rjómann og blandið honum saman við með sleif þar til allt hefur blandast vel saman. Grófsaxið súkkulaði og tromp og blandið því saman við ísblönduna ásamt lakkrískurlinu. Blandið því næst vanilludropunum saman við. Þeir sem vilja geta þeytt eggjahvíturnar og blandað saman við ísinn svo það verði meira úr honum eða geymt þær til annarra nota. Hellið ísblöndunni í hringlaga kökuform og frystið í lágmark 5 klukkustundir. Takið ísinn úr kökuforminu og setjið á disk. Skerið ísformin í tvennt og raðið þeim í kringum ískökuna. Þeytið rjóma og sprautið honum ofan í hvert ísform fyrir sig. Skreytið með súkkulaðiperlum. Ísinn geymist í frysti í allt að 3 mánuði.Finna má fleiri álíka girnilegar uppskriftir á síðunni Freistingar Thelmu. Matur Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira
Páskarnir eru á næsta leyti og eflaust einhverjir í vafa um hvaða góðgæti eigi að bjóða upp á í páskaboðunum. Thelma Þorbergsdóttir, sem heldur úti matarblogginu Freistingar Thelmu, fullyrðir að uppskriftirnar tvær, sem finna má hér fyrir neðan, muni slá í gegn í matarboðum.Marengs berjabombaInnihald Brownie 230 g sykur 4 egg 200 g smjör 200 g dökkt konsum súkkulaði 70 g hveitiMarengs 3 eggjahvítur 170g sykurFylling ½ lítri rjómi Toppur 200 g dökkt súkkulaði 70 g smjör 3 msk síróp Ber að eigin valiAðferðBrownie Hitið ofninn í 170 gráður og setjið smjörpappír í botninn á tveimur 20 cm hringlaga bökunarformum. Þeytið egg og sykur saman í skál þar til blandan verður ljós og létt. Bræðið smjör og súkkulaði saman í potti yfir lágum hita og hrærið stanslaust þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg. Setjið hveitið varlega saman við brædda súkkulaðið og hrærið vel. Hellið því næst súkkulaðiblöndunni saman við eggjablönduna og hrærið saman með sleif þar til allt hefur náð að blandast vel saman. Skiptið deiginu á milli formanna og bakið í 30 mínútur. Kælið kökurnar alveg áður en þið takið þær úr formunum. Á meðan þær kólna er gott að undirbúa marengsinn.Marengsinn Stillið ofninn í 150 gráður og setjið smjörpappír á bökunarplötu og myndi tvo hringi jafn stóra og brownie kökurnar eru. Þeytið eggjahvítur og sykur saman þar til blandan er orðin stíf og stendur. Smyrjið marengsinum á plötuna og bakið í 50 mínútur eða þar til marengsinn er orðinn þurr viðkomu. Kælið marengsinn alveg áður en þið staflið kökunum.Súkkulaðiglassúr Bræðið smjör, súkkulaði og síóp saman í pott við lágan hita og hrærið stanslaust þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg. Þeytið rjóma og setjið á milli botnanna. Setjið marengs neðst og svo brownie og koll af kolli með rjóma á milli. Setjið súkkulaðiglassúrið ofan á og látið leka aðeins niður hliðarnar á kökunni. Skreytið með berjum að eigin vali og stráið flórsykri yfir berin með sigti. Geymið kökuna í kæli þar til hún er borin fram.Thelma segir sælgætisísinn ávallt slá í gegn hjá yngri kynslóðinni.mynd/heimir óskarssonHimneskur sælgætisísInnihald 6 egg 6 msk sykur 120 g púðursykur 4 tsk vanilludropar 150 g tromp 100 g dökkt konsum súkkulaði 150 g lakkrískurl 7 dl rjómiSkraut 100 g súkkulaðiperlur 4-5 stk ísfrom 2,5 dl rjómi Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Blandið púðursykri varlega saman við með sleif. Þeytið rjómann og blandið honum saman við með sleif þar til allt hefur blandast vel saman. Grófsaxið súkkulaði og tromp og blandið því saman við ísblönduna ásamt lakkrískurlinu. Blandið því næst vanilludropunum saman við. Þeir sem vilja geta þeytt eggjahvíturnar og blandað saman við ísinn svo það verði meira úr honum eða geymt þær til annarra nota. Hellið ísblöndunni í hringlaga kökuform og frystið í lágmark 5 klukkustundir. Takið ísinn úr kökuforminu og setjið á disk. Skerið ísformin í tvennt og raðið þeim í kringum ískökuna. Þeytið rjóma og sprautið honum ofan í hvert ísform fyrir sig. Skreytið með súkkulaðiperlum. Ísinn geymist í frysti í allt að 3 mánuði.Finna má fleiri álíka girnilegar uppskriftir á síðunni Freistingar Thelmu.
Matur Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira