„Höfum fulla trú á því að þetta sé komið til að vera“ Viktoría Hermannsdóttir skrifar 10. apríl 2015 00:01 Ekki hefur enn fengist leyfi fyrir nýju gistiskýli fyrir ungmenni sem Götusmiðjan hefur rekið síðustu vikur á Stórhöfða í Reykjavík. Forstöðumenn segja þörfina brýna og mörg ungmenni í vanda. Athvarfið er hugsað sem neyðarskjól fyrir ungmenni í vímuefnavanda sem eiga ekki í önnur hús að vernda. Pláss er fyrir 10 í húsinu en þó er engum vísað frá. „Við ákváðum að fara af stað í október eftir miklar umræður í samfélaginu um úrræðaleysi fyrir krakka í neyslu. Og við í raun og veru renndum bara blint í sjóinn,“ segir Sigrún Eva Rúnarsdóttir sem er forstöðumaður Götusmiðjunnar ásamt Tý Þórarinssyni, betur þekktum sem Mumma í Götusmiðjunni. Götusmiðjan var starfandi til ársins 2010 en starfsemin var svo endurvakin í breyttri mynd í október í fyrra. Fyrst um sinn var opnaður gjaldfrjáls neyðarsími og þjónustumiðstöð til þess að sinna ungmennum í vímuefnavanda en ljóst varð að þörf var á næturskjóli. Forstöðumenn Götusmiðjunnar. segja ungmenni sem til þeirra leita vera illa á sig komin og að algjört úrræðaleysi sé í meðferðarmálum fyrir þennan hóp. „Þessi heimur er náttúrulega vaðandi í vímuefnum, við þekkjum það alveg. Það er birtingarform af öðrum vanda. Þau eru hérna í alls konar ástandi, þau koma hérna edrú jafnvel en búin að vera í langri neyslu. Þau eru misbrotin en öll brotin. Þau koma hérna stundum mjög tjúnuð í neyslunni, með ranghugmyndir og alveg út á túni en við bjóðum alla velkomna, alltaf,“ segir Mummi. Ekki hefur enn fengist leyfi fyrir starfseminni en þau vonast til þess að það leysist á næstu dögum en fyrir liggja allar leyfisumsóknir. Starfsemin er fjármögnuð með styrkjum frá almenningi og félagasamtökum. „Við sjáum ekki nema einn og hálfan, tvo mánuði fram í tímann, það kostar að reka svona athvarf. En við höfum fulla trú á því að þetta sé komið til að vera,“ segir Sigrún Eva. „Stór hluti af þessu starfi eru sjálfboðaliðar en fólkið í landinu á klárlega heiðurinn af þessum stað,“ segir Mummi. Hægt er að finna nánari upplýsingar um starfssemina inn á heimasíðu Götusmiðjunnar. Einnig er rekin gjaldfrjáls neyðarsími fyrir ungmenni í vanda og síminn þar er 8001133. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Ekki hefur enn fengist leyfi fyrir nýju gistiskýli fyrir ungmenni sem Götusmiðjan hefur rekið síðustu vikur á Stórhöfða í Reykjavík. Forstöðumenn segja þörfina brýna og mörg ungmenni í vanda. Athvarfið er hugsað sem neyðarskjól fyrir ungmenni í vímuefnavanda sem eiga ekki í önnur hús að vernda. Pláss er fyrir 10 í húsinu en þó er engum vísað frá. „Við ákváðum að fara af stað í október eftir miklar umræður í samfélaginu um úrræðaleysi fyrir krakka í neyslu. Og við í raun og veru renndum bara blint í sjóinn,“ segir Sigrún Eva Rúnarsdóttir sem er forstöðumaður Götusmiðjunnar ásamt Tý Þórarinssyni, betur þekktum sem Mumma í Götusmiðjunni. Götusmiðjan var starfandi til ársins 2010 en starfsemin var svo endurvakin í breyttri mynd í október í fyrra. Fyrst um sinn var opnaður gjaldfrjáls neyðarsími og þjónustumiðstöð til þess að sinna ungmennum í vímuefnavanda en ljóst varð að þörf var á næturskjóli. Forstöðumenn Götusmiðjunnar. segja ungmenni sem til þeirra leita vera illa á sig komin og að algjört úrræðaleysi sé í meðferðarmálum fyrir þennan hóp. „Þessi heimur er náttúrulega vaðandi í vímuefnum, við þekkjum það alveg. Það er birtingarform af öðrum vanda. Þau eru hérna í alls konar ástandi, þau koma hérna edrú jafnvel en búin að vera í langri neyslu. Þau eru misbrotin en öll brotin. Þau koma hérna stundum mjög tjúnuð í neyslunni, með ranghugmyndir og alveg út á túni en við bjóðum alla velkomna, alltaf,“ segir Mummi. Ekki hefur enn fengist leyfi fyrir starfseminni en þau vonast til þess að það leysist á næstu dögum en fyrir liggja allar leyfisumsóknir. Starfsemin er fjármögnuð með styrkjum frá almenningi og félagasamtökum. „Við sjáum ekki nema einn og hálfan, tvo mánuði fram í tímann, það kostar að reka svona athvarf. En við höfum fulla trú á því að þetta sé komið til að vera,“ segir Sigrún Eva. „Stór hluti af þessu starfi eru sjálfboðaliðar en fólkið í landinu á klárlega heiðurinn af þessum stað,“ segir Mummi. Hægt er að finna nánari upplýsingar um starfssemina inn á heimasíðu Götusmiðjunnar. Einnig er rekin gjaldfrjáls neyðarsími fyrir ungmenni í vanda og síminn þar er 8001133.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira