Innlent

Árni Múli ráðinn til þingflokks Bjartrar framtíðar

Samúel Karl Ólason skrifar
Árni Múli Jónsson.
Árni Múli Jónsson.
Árni Múli Jónsson, fyrrverandi bæjarstjóri Akraness, hefur verið ráðinn sem pólitískur ráðgjafi þingflokks Bjartrar framtíðar og aðstoðarmaður formanns flokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bjartri framtíð.

Þar segir að Árni sé hokinn af reynslu, sé lögfræðingur og hafi meðal annars starfað sem fiskistofustjóri, bæjarstjóri á Akranesi og hjá Umboðsmanni Alþingis.

Árni Múli hefur sérhæft sig í mannréttindalögfræði og hefur unnið að þeim málum í stjórn Íslandsdeildar Amnesty International og hjá Rauða krossi Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×