14 ára stelpa lögð í nútímaeinelti: „Hengdu þig, fokking mellan þín“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. janúar 2015 10:23 Snædís Birta er hér til vinstri. Vísir/facebook/getty/skjáskot „Þú ert ógeð, hengdu þig, fokking mellan þín, fokk dreptu þig, ert ógeðslega ljót, þú ert fokking misheppnuð.“ Þetta eru orð sem Snædís Birta Ásgeirsdóttir, 14 ára stelpa, hefur þurft að lesa um sig á netinu. Hún tjáði sig um eineltið í samtali við Pressuna í gær. Drífa Viðarsdóttir og Ásgeir Örn Ásgeirsson, foreldrar Snædísar, voru gestir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta var algjört högg í magann og maður er bara orðlaus og í raun og veru algjörlega bjargarlaus, því það er svo lítið sem við sem foreldrar getum gert í þessu,“ segir Drífa. Dóttir hennar hefur fengið þessi skilaboð frá fólki í nafnleynd. „Við vitum ekki hver er að senda þessi skilaboð, þetta getur verið einn einstaklingur eða margir krakkar.“Hrósar unga drengnum Ásgeir segir að einn drengur í bekknum hafi fengið nóg og tilkynnt eineltið til móður sinnar. Hún hafi því næst farið með málið inn í skólann og rætt við kennarann. Snædís hefur verið lögð í einelti síðan hún var 9 ára. Nú fer eineltið að stórum hluta fram á samfélagsmiðlum og á síðunni ask.fm. „Dóttir okkar birgir þetta bara inni í sér og segir okkur ekkert frá þessu. Hún vildi ekki að við yrðum reið,“ segir Ásgeir. Drífa segir að ungu drengurinn sem tilkynnti málið eigi hrós skilið.Meiðir fólk og er ofbeldi „Foreldar út í bæ þekkja ekkert þessar síður. Svona er nútímaeinelti í dag. Skilaboðunum er beint til hennar en allir sem eru virkir á síðunni geta lesið þau,“ segir Drífa. Þau hafi um leið farið með málið á borð lögreglu. „Okkar reiði var gríðarleg. Lögreglumaðurinn segir þá við okkur að það sé ekki hægt að rekja þessar færslur og því lítið hægt að gera. Ég vil bara segja við þá krakka sem eru að hlusta núna, hugsið aðeins um það hvað þið setjið á netið. Þetta getur meitt fólk og þetta er ofbeldi.“ Drífa segir að skólinn hafi tekið mjög vel á málinu. „Í dag er fyrsti skóladagurinn hjá henni og vissulega er hún kvíðin en ég veit að hún er með stuðning þar,“ segir Drífa. Rætt verður við Snædísi Birtu í þættinum Ísland í dag annað kvöld. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
„Þú ert ógeð, hengdu þig, fokking mellan þín, fokk dreptu þig, ert ógeðslega ljót, þú ert fokking misheppnuð.“ Þetta eru orð sem Snædís Birta Ásgeirsdóttir, 14 ára stelpa, hefur þurft að lesa um sig á netinu. Hún tjáði sig um eineltið í samtali við Pressuna í gær. Drífa Viðarsdóttir og Ásgeir Örn Ásgeirsson, foreldrar Snædísar, voru gestir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta var algjört högg í magann og maður er bara orðlaus og í raun og veru algjörlega bjargarlaus, því það er svo lítið sem við sem foreldrar getum gert í þessu,“ segir Drífa. Dóttir hennar hefur fengið þessi skilaboð frá fólki í nafnleynd. „Við vitum ekki hver er að senda þessi skilaboð, þetta getur verið einn einstaklingur eða margir krakkar.“Hrósar unga drengnum Ásgeir segir að einn drengur í bekknum hafi fengið nóg og tilkynnt eineltið til móður sinnar. Hún hafi því næst farið með málið inn í skólann og rætt við kennarann. Snædís hefur verið lögð í einelti síðan hún var 9 ára. Nú fer eineltið að stórum hluta fram á samfélagsmiðlum og á síðunni ask.fm. „Dóttir okkar birgir þetta bara inni í sér og segir okkur ekkert frá þessu. Hún vildi ekki að við yrðum reið,“ segir Ásgeir. Drífa segir að ungu drengurinn sem tilkynnti málið eigi hrós skilið.Meiðir fólk og er ofbeldi „Foreldar út í bæ þekkja ekkert þessar síður. Svona er nútímaeinelti í dag. Skilaboðunum er beint til hennar en allir sem eru virkir á síðunni geta lesið þau,“ segir Drífa. Þau hafi um leið farið með málið á borð lögreglu. „Okkar reiði var gríðarleg. Lögreglumaðurinn segir þá við okkur að það sé ekki hægt að rekja þessar færslur og því lítið hægt að gera. Ég vil bara segja við þá krakka sem eru að hlusta núna, hugsið aðeins um það hvað þið setjið á netið. Þetta getur meitt fólk og þetta er ofbeldi.“ Drífa segir að skólinn hafi tekið mjög vel á málinu. „Í dag er fyrsti skóladagurinn hjá henni og vissulega er hún kvíðin en ég veit að hún er með stuðning þar,“ segir Drífa. Rætt verður við Snædísi Birtu í þættinum Ísland í dag annað kvöld.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira