Framsóknartengsl „helbert kjaftæði“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2015 12:53 Eggert Skúlason, ritstjóri DV. Vísir/GVA Eggert Skúlason, ritstjóri DV, segir uppsagnarbréf Jóhanns Páls Jóhannssonar vera sín fyrstu beinu samskipti við Jóhann. Þá segir hann sögusagnir um veru sína í og tengsl við Framsóknarflokkinn vera „helbert kjaftæði“. „Ég hef ekki hitt hann,“ segir Eggert í samtali við Vísi um samskipti þeirra Jóhannes Páls. Í fyrra gerði Eggert svokallaða SVÓT-greiningu á rekstri DV. Þá tók Eggert viðtöl við blaðamenn DV, en hann ræddi ekki við Jóhann. „Hann var einn af örfáum sem komu ekki í viðtal, en hann var staddur í Englandi. Ég hef aldrei hitt hann í eigin persónu. Bara heyrt hann tala um mig.“Sjá einnig: Jóhann Páll hættur á DV Eggert hefur skrifað um uppsögn Jóhanns á Facebook og telur sig knúinn til að leiðrétta Jóhann, sem heldur því fram að Eggert hafi sagt á ritstjórnarfundi á föstudaginn að blaðamennska á borð við þá sem tíðkaðist í máli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, yrði ekki liðin á hans vakt. „Ég var spurður hvort ég hefði höndlað lekamálið með sama hætti og DV gerði,“ skrifar Eggert á Facebook. „Ég svaraði neitandi.“ Hann útskýrði mál sitt með þeim hætti að hann hefði aldrei birt það magn frétta sem birtar voru í blaðinu og á vefnum. „Ég fylgdist með umfjöllun um þetta mál og endalausar fréttir hreinlega rugluðu mig í rýminu. Ég sagði að ég hefði birt allar fréttir sem hefðu haft að geyma viðbótarupplýsingar, en fréttaflóðið fannst mér um tíma óþarflega mikið.“ Eggert segir að DV muni halda áfram að fjalla um lekamálið og leiða það mál til lykta.„Helbert kjaftæði“ Í umræðunni hafa eigendaskipti DV mikið verið tengd við Framsóknarflokkinn. Segir Jóhann að lengi hafi legið fyrir að öfl tengd flokknum hafi viljað knésetja DV. Í pistli sínum á Facebook spyr Eggert hvort einhver viti hver hafi skráð hann í Framsóknarflokkinn? „Mér þætti gaman að fá það upplýst,“ segir Eggert í samtali við Vísi. Ég kannast ekki við að vera skráður í hann. Ef ég ætti að velja einhver orð fyrir það myndi ég segja: Helbert kjaftæði.“ „Ég vil að Sigmundur Davíð komi þá fram og segi að ég sé að ljúga. Ég er ekki þar, það er alveg á hreinu. Menn eru kannski að rugla þessu saman við að ég er Framari, Fjölnismaður og held með Tottenham, þetta eru klúbbarnir sem að ég er í.“Fréttaskýringin var færð úr fréttaflokki yfir í flokkin Skrýtið.Fréttaskýring færð úr fréttaflokki María Lilja Þrastardóttir, sem missti vinnuna á DV í síðustu viku, vakti athygli á því í gær að fréttaskýring Atla Þórs Fanndal og Jóns Bjarka Magnússonar um fasisma og Framsóknarflokkinn hefði verið fært úr flokknum „Fréttir“ yfir í flokkinn „Skrýtið“. Þá hefur skapast umræða um ástæðu þess að fréttin var færð um flokk í hópnum „Fjölmiðlanördar“ á Facebook. Eggert segir ástæðuna fyrir því vera einfalda. „Hún er fjögur þúsund orð og ég skyldi hana ekki. Þetta er skrýtin fréttaskýring og ég held að hún passi vel þarna,“ segir Eggert. „Þarna er hún og fólk getur lesið hana. Það er ekki eins og hún sé ekki til staðar og þetta er eitt það mest lesna á vefnum. Það er bara um að gera fyrir fólk að hella sér í að lesa þetta, hún er helvíti mikil lesning, og taka bara hluta af vinnudeginum í það. Post by Eggert Skúlason. Tengdar fréttir Jóhann Páll hættur á DV „Eftir að blaðið skipti um eigendur í ágúst hefur gegndarlaust niðurrif átt sér stað. Nú eru skemmdarverkin á lokastigi,“ skrifar Jóhann á Facebook. 5. janúar 2015 10:17 „Stefnum að því að rokka feitt á nýju ári“ "Fyrsti dagurinn gekk bara ljómandi vel,“ segir Eggert Skúlason, nýráðinn ritstjóri DV. 2. janúar 2015 15:46 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Eggert Skúlason, ritstjóri DV, segir uppsagnarbréf Jóhanns Páls Jóhannssonar vera sín fyrstu beinu samskipti við Jóhann. Þá segir hann sögusagnir um veru sína í og tengsl við Framsóknarflokkinn vera „helbert kjaftæði“. „Ég hef ekki hitt hann,“ segir Eggert í samtali við Vísi um samskipti þeirra Jóhannes Páls. Í fyrra gerði Eggert svokallaða SVÓT-greiningu á rekstri DV. Þá tók Eggert viðtöl við blaðamenn DV, en hann ræddi ekki við Jóhann. „Hann var einn af örfáum sem komu ekki í viðtal, en hann var staddur í Englandi. Ég hef aldrei hitt hann í eigin persónu. Bara heyrt hann tala um mig.“Sjá einnig: Jóhann Páll hættur á DV Eggert hefur skrifað um uppsögn Jóhanns á Facebook og telur sig knúinn til að leiðrétta Jóhann, sem heldur því fram að Eggert hafi sagt á ritstjórnarfundi á föstudaginn að blaðamennska á borð við þá sem tíðkaðist í máli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, yrði ekki liðin á hans vakt. „Ég var spurður hvort ég hefði höndlað lekamálið með sama hætti og DV gerði,“ skrifar Eggert á Facebook. „Ég svaraði neitandi.“ Hann útskýrði mál sitt með þeim hætti að hann hefði aldrei birt það magn frétta sem birtar voru í blaðinu og á vefnum. „Ég fylgdist með umfjöllun um þetta mál og endalausar fréttir hreinlega rugluðu mig í rýminu. Ég sagði að ég hefði birt allar fréttir sem hefðu haft að geyma viðbótarupplýsingar, en fréttaflóðið fannst mér um tíma óþarflega mikið.“ Eggert segir að DV muni halda áfram að fjalla um lekamálið og leiða það mál til lykta.„Helbert kjaftæði“ Í umræðunni hafa eigendaskipti DV mikið verið tengd við Framsóknarflokkinn. Segir Jóhann að lengi hafi legið fyrir að öfl tengd flokknum hafi viljað knésetja DV. Í pistli sínum á Facebook spyr Eggert hvort einhver viti hver hafi skráð hann í Framsóknarflokkinn? „Mér þætti gaman að fá það upplýst,“ segir Eggert í samtali við Vísi. Ég kannast ekki við að vera skráður í hann. Ef ég ætti að velja einhver orð fyrir það myndi ég segja: Helbert kjaftæði.“ „Ég vil að Sigmundur Davíð komi þá fram og segi að ég sé að ljúga. Ég er ekki þar, það er alveg á hreinu. Menn eru kannski að rugla þessu saman við að ég er Framari, Fjölnismaður og held með Tottenham, þetta eru klúbbarnir sem að ég er í.“Fréttaskýringin var færð úr fréttaflokki yfir í flokkin Skrýtið.Fréttaskýring færð úr fréttaflokki María Lilja Þrastardóttir, sem missti vinnuna á DV í síðustu viku, vakti athygli á því í gær að fréttaskýring Atla Þórs Fanndal og Jóns Bjarka Magnússonar um fasisma og Framsóknarflokkinn hefði verið fært úr flokknum „Fréttir“ yfir í flokkinn „Skrýtið“. Þá hefur skapast umræða um ástæðu þess að fréttin var færð um flokk í hópnum „Fjölmiðlanördar“ á Facebook. Eggert segir ástæðuna fyrir því vera einfalda. „Hún er fjögur þúsund orð og ég skyldi hana ekki. Þetta er skrýtin fréttaskýring og ég held að hún passi vel þarna,“ segir Eggert. „Þarna er hún og fólk getur lesið hana. Það er ekki eins og hún sé ekki til staðar og þetta er eitt það mest lesna á vefnum. Það er bara um að gera fyrir fólk að hella sér í að lesa þetta, hún er helvíti mikil lesning, og taka bara hluta af vinnudeginum í það. Post by Eggert Skúlason.
Tengdar fréttir Jóhann Páll hættur á DV „Eftir að blaðið skipti um eigendur í ágúst hefur gegndarlaust niðurrif átt sér stað. Nú eru skemmdarverkin á lokastigi,“ skrifar Jóhann á Facebook. 5. janúar 2015 10:17 „Stefnum að því að rokka feitt á nýju ári“ "Fyrsti dagurinn gekk bara ljómandi vel,“ segir Eggert Skúlason, nýráðinn ritstjóri DV. 2. janúar 2015 15:46 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Jóhann Páll hættur á DV „Eftir að blaðið skipti um eigendur í ágúst hefur gegndarlaust niðurrif átt sér stað. Nú eru skemmdarverkin á lokastigi,“ skrifar Jóhann á Facebook. 5. janúar 2015 10:17
„Stefnum að því að rokka feitt á nýju ári“ "Fyrsti dagurinn gekk bara ljómandi vel,“ segir Eggert Skúlason, nýráðinn ritstjóri DV. 2. janúar 2015 15:46