Framsóknartengsl „helbert kjaftæði“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2015 12:53 Eggert Skúlason, ritstjóri DV. Vísir/GVA Eggert Skúlason, ritstjóri DV, segir uppsagnarbréf Jóhanns Páls Jóhannssonar vera sín fyrstu beinu samskipti við Jóhann. Þá segir hann sögusagnir um veru sína í og tengsl við Framsóknarflokkinn vera „helbert kjaftæði“. „Ég hef ekki hitt hann,“ segir Eggert í samtali við Vísi um samskipti þeirra Jóhannes Páls. Í fyrra gerði Eggert svokallaða SVÓT-greiningu á rekstri DV. Þá tók Eggert viðtöl við blaðamenn DV, en hann ræddi ekki við Jóhann. „Hann var einn af örfáum sem komu ekki í viðtal, en hann var staddur í Englandi. Ég hef aldrei hitt hann í eigin persónu. Bara heyrt hann tala um mig.“Sjá einnig: Jóhann Páll hættur á DV Eggert hefur skrifað um uppsögn Jóhanns á Facebook og telur sig knúinn til að leiðrétta Jóhann, sem heldur því fram að Eggert hafi sagt á ritstjórnarfundi á föstudaginn að blaðamennska á borð við þá sem tíðkaðist í máli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, yrði ekki liðin á hans vakt. „Ég var spurður hvort ég hefði höndlað lekamálið með sama hætti og DV gerði,“ skrifar Eggert á Facebook. „Ég svaraði neitandi.“ Hann útskýrði mál sitt með þeim hætti að hann hefði aldrei birt það magn frétta sem birtar voru í blaðinu og á vefnum. „Ég fylgdist með umfjöllun um þetta mál og endalausar fréttir hreinlega rugluðu mig í rýminu. Ég sagði að ég hefði birt allar fréttir sem hefðu haft að geyma viðbótarupplýsingar, en fréttaflóðið fannst mér um tíma óþarflega mikið.“ Eggert segir að DV muni halda áfram að fjalla um lekamálið og leiða það mál til lykta.„Helbert kjaftæði“ Í umræðunni hafa eigendaskipti DV mikið verið tengd við Framsóknarflokkinn. Segir Jóhann að lengi hafi legið fyrir að öfl tengd flokknum hafi viljað knésetja DV. Í pistli sínum á Facebook spyr Eggert hvort einhver viti hver hafi skráð hann í Framsóknarflokkinn? „Mér þætti gaman að fá það upplýst,“ segir Eggert í samtali við Vísi. Ég kannast ekki við að vera skráður í hann. Ef ég ætti að velja einhver orð fyrir það myndi ég segja: Helbert kjaftæði.“ „Ég vil að Sigmundur Davíð komi þá fram og segi að ég sé að ljúga. Ég er ekki þar, það er alveg á hreinu. Menn eru kannski að rugla þessu saman við að ég er Framari, Fjölnismaður og held með Tottenham, þetta eru klúbbarnir sem að ég er í.“Fréttaskýringin var færð úr fréttaflokki yfir í flokkin Skrýtið.Fréttaskýring færð úr fréttaflokki María Lilja Þrastardóttir, sem missti vinnuna á DV í síðustu viku, vakti athygli á því í gær að fréttaskýring Atla Þórs Fanndal og Jóns Bjarka Magnússonar um fasisma og Framsóknarflokkinn hefði verið fært úr flokknum „Fréttir“ yfir í flokkinn „Skrýtið“. Þá hefur skapast umræða um ástæðu þess að fréttin var færð um flokk í hópnum „Fjölmiðlanördar“ á Facebook. Eggert segir ástæðuna fyrir því vera einfalda. „Hún er fjögur þúsund orð og ég skyldi hana ekki. Þetta er skrýtin fréttaskýring og ég held að hún passi vel þarna,“ segir Eggert. „Þarna er hún og fólk getur lesið hana. Það er ekki eins og hún sé ekki til staðar og þetta er eitt það mest lesna á vefnum. Það er bara um að gera fyrir fólk að hella sér í að lesa þetta, hún er helvíti mikil lesning, og taka bara hluta af vinnudeginum í það. Post by Eggert Skúlason. Tengdar fréttir Jóhann Páll hættur á DV „Eftir að blaðið skipti um eigendur í ágúst hefur gegndarlaust niðurrif átt sér stað. Nú eru skemmdarverkin á lokastigi,“ skrifar Jóhann á Facebook. 5. janúar 2015 10:17 „Stefnum að því að rokka feitt á nýju ári“ "Fyrsti dagurinn gekk bara ljómandi vel,“ segir Eggert Skúlason, nýráðinn ritstjóri DV. 2. janúar 2015 15:46 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
Eggert Skúlason, ritstjóri DV, segir uppsagnarbréf Jóhanns Páls Jóhannssonar vera sín fyrstu beinu samskipti við Jóhann. Þá segir hann sögusagnir um veru sína í og tengsl við Framsóknarflokkinn vera „helbert kjaftæði“. „Ég hef ekki hitt hann,“ segir Eggert í samtali við Vísi um samskipti þeirra Jóhannes Páls. Í fyrra gerði Eggert svokallaða SVÓT-greiningu á rekstri DV. Þá tók Eggert viðtöl við blaðamenn DV, en hann ræddi ekki við Jóhann. „Hann var einn af örfáum sem komu ekki í viðtal, en hann var staddur í Englandi. Ég hef aldrei hitt hann í eigin persónu. Bara heyrt hann tala um mig.“Sjá einnig: Jóhann Páll hættur á DV Eggert hefur skrifað um uppsögn Jóhanns á Facebook og telur sig knúinn til að leiðrétta Jóhann, sem heldur því fram að Eggert hafi sagt á ritstjórnarfundi á föstudaginn að blaðamennska á borð við þá sem tíðkaðist í máli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, yrði ekki liðin á hans vakt. „Ég var spurður hvort ég hefði höndlað lekamálið með sama hætti og DV gerði,“ skrifar Eggert á Facebook. „Ég svaraði neitandi.“ Hann útskýrði mál sitt með þeim hætti að hann hefði aldrei birt það magn frétta sem birtar voru í blaðinu og á vefnum. „Ég fylgdist með umfjöllun um þetta mál og endalausar fréttir hreinlega rugluðu mig í rýminu. Ég sagði að ég hefði birt allar fréttir sem hefðu haft að geyma viðbótarupplýsingar, en fréttaflóðið fannst mér um tíma óþarflega mikið.“ Eggert segir að DV muni halda áfram að fjalla um lekamálið og leiða það mál til lykta.„Helbert kjaftæði“ Í umræðunni hafa eigendaskipti DV mikið verið tengd við Framsóknarflokkinn. Segir Jóhann að lengi hafi legið fyrir að öfl tengd flokknum hafi viljað knésetja DV. Í pistli sínum á Facebook spyr Eggert hvort einhver viti hver hafi skráð hann í Framsóknarflokkinn? „Mér þætti gaman að fá það upplýst,“ segir Eggert í samtali við Vísi. Ég kannast ekki við að vera skráður í hann. Ef ég ætti að velja einhver orð fyrir það myndi ég segja: Helbert kjaftæði.“ „Ég vil að Sigmundur Davíð komi þá fram og segi að ég sé að ljúga. Ég er ekki þar, það er alveg á hreinu. Menn eru kannski að rugla þessu saman við að ég er Framari, Fjölnismaður og held með Tottenham, þetta eru klúbbarnir sem að ég er í.“Fréttaskýringin var færð úr fréttaflokki yfir í flokkin Skrýtið.Fréttaskýring færð úr fréttaflokki María Lilja Þrastardóttir, sem missti vinnuna á DV í síðustu viku, vakti athygli á því í gær að fréttaskýring Atla Þórs Fanndal og Jóns Bjarka Magnússonar um fasisma og Framsóknarflokkinn hefði verið fært úr flokknum „Fréttir“ yfir í flokkinn „Skrýtið“. Þá hefur skapast umræða um ástæðu þess að fréttin var færð um flokk í hópnum „Fjölmiðlanördar“ á Facebook. Eggert segir ástæðuna fyrir því vera einfalda. „Hún er fjögur þúsund orð og ég skyldi hana ekki. Þetta er skrýtin fréttaskýring og ég held að hún passi vel þarna,“ segir Eggert. „Þarna er hún og fólk getur lesið hana. Það er ekki eins og hún sé ekki til staðar og þetta er eitt það mest lesna á vefnum. Það er bara um að gera fyrir fólk að hella sér í að lesa þetta, hún er helvíti mikil lesning, og taka bara hluta af vinnudeginum í það. Post by Eggert Skúlason.
Tengdar fréttir Jóhann Páll hættur á DV „Eftir að blaðið skipti um eigendur í ágúst hefur gegndarlaust niðurrif átt sér stað. Nú eru skemmdarverkin á lokastigi,“ skrifar Jóhann á Facebook. 5. janúar 2015 10:17 „Stefnum að því að rokka feitt á nýju ári“ "Fyrsti dagurinn gekk bara ljómandi vel,“ segir Eggert Skúlason, nýráðinn ritstjóri DV. 2. janúar 2015 15:46 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
Jóhann Páll hættur á DV „Eftir að blaðið skipti um eigendur í ágúst hefur gegndarlaust niðurrif átt sér stað. Nú eru skemmdarverkin á lokastigi,“ skrifar Jóhann á Facebook. 5. janúar 2015 10:17
„Stefnum að því að rokka feitt á nýju ári“ "Fyrsti dagurinn gekk bara ljómandi vel,“ segir Eggert Skúlason, nýráðinn ritstjóri DV. 2. janúar 2015 15:46
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent