Innlent

Þrettándagleði frestað vegna veðurs

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/anton brink
Hefðbundinni þrettándagleði á Selfossi, sem fram átti að fara á morgun, hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna óhagstæðrar veðurspár. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er búist við vaxandi suðaustanátt seinni partinn, 15-23 metrum á sekúndu og slyddu, en síðar rigningu annað kvöld.

Veðurspá fyrir vikuna er rysjótt og því hefur ný dagsetning á þrettándagleðinni ekki verið ákveðin. Tilkynnt verður um nýja dagsetningu á heimasíðu Umf. Selfoss með að minnsta kosti sólarhrings fyrirvara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×