Sitjandi ríkisstjórn meira á flakki en sú sem var á undan henni Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Jóhann Óli Eiðsson skrifa 8. júlí 2015 07:30 Hér er hægt að sjá upplýsingar um ferðalög einstakra ráðherra en neðst í fréttinni má sjá gagnvirka súlurit með sömu upplýsingum. vísir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, er ferðakóngurinn í samanburði á ferðalögum ráðherra tveggja síðustu ríkisstjórna. Gunnar Bragi hefur verið erlendis í 199 daga af þeim 777 dögum sem hann hefur verið utanríkisráðherra. Fréttablaðið bar saman ferðalög ráðherra ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á fyrstu tveimur starfsárum þeirra. Til að gæta sanngirnis er kostnaður við ferðalög ráðherra umreiknaður á verðlag dagsins í dag. Tímabilið sem er til skoðunar hjá fyrri stjórn er frá því að minnihlutastjórnin tók við þann 1. febrúar 2009 til 1. júní 2011. Hjá núverandi stjórn er það 23. maí 2013 til 1. júní 2015. Ríkisstjórn Sigmundar hefur eytt töluvert meira fjármagni í ferðir ráðherra heldur en ríkisstjórnin sem sat á undan. Sitjandi ríkisstjórn hefur nýtt rúmar 157 milljónir króna í ferðalög og ríkisstjórn Jóhönnu um 104 milljónum. Ríkisstjórn Sigmundar virðist vera meira fyrir það að sinna verkefnum erlendis en samtals hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar eytt 625 dögum erlendis en ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu 550 dögum.Hér að neðan má sjá kort sem sýnir ferðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar, Gunnars Braga Sveinssonar og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Hægt er að velja hvaða ráðherrar eru sýnilegir hverju sinni. Að auki er hægt að smella á einstakar borgir til að fá frekari upplýsingar um í hvaða erindagjörðum ferðin var farin, kostnað, lengd ferðar og fjölda fylgdarmanna. Skiljanlega eru það utanríkisráðherrarnir tveir, Gunnar Bragi, og Össur Skarphéðinsson sem eiga drjúga hlutdeild í ferðalögum ráðherra ríkisstjórnanna. Kostnaður við ferðalög Gunnars nema um 52 milljónum króna frá því að hann tók við sem utanríkisráðherra. Ferðakostnaður Össurar nam 19 milljónum fyrstu tvö ár í stól utanríkisráðherra en þess ber að geta að í gögnum utanríkisráðuneytisins um ferðakostnað ráðherra er ekki tekið tillit til fylgdarliðs Össurar og má því gera ráð fyrir að ferðakostnaður hafi verið töluvert meiri. Ef forsætisráðherrarnir tveir eru bornir saman kemur í ljós að enn sem komið er hefur Sigmundur farið í fleiri utalandsferðir en Jóhanna. Han hefur eytt 62 dögum erlendis samanborið við 38 daga Jóhönnu. Svo virðist vera að embætti fjármála- iðnaðar- og sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra fylgi nokkur ferðakvöð en allir ráðherrarnir hafa nýtt meira en tíu milljónir í ferðakostnað. Þá vekur athygli að Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, hefur ferðast nokkuð meira ein fyrirrennari sinn, Katrín Jakobsdóttir en hann hefur nýtt 15 milljónir í ferðakostnað á móti 3 milljónum Katrínar.Hér fyrir neðan er hægt að sjá áfangastaði Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingríms J. Sigfússonar, Össurar Skarphéðinssonar og ferðir Árna Páls Árnasonar sem efnahags- og viðskiptaráðherra. Hægt er að smella á borgir til að fá upplýsingar um kostnað, lengd ferðar, fylgdarmenn og erindi. Einnig er hægt að velja hvaða ráðherra er sýnilegur hverju sinni.Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var staðhæft að ferðadagar Jóhönnu Sigurðardóttur hefðu verið 26. Það er rangt. Þeir eru alls 38. Tengdar fréttir Fimm ráðherrar verið erlendis fyrir samtals 66 milljónir króna Ráðherrar verið 272 daga ár erlendri grund það sem af er kjörtímabilinu. 23. júní 2015 08:45 Forsætisráðherra 62 daga erlendis það sem af er kjörtímabilinu Hefur ferðast fyrir tæpar 17 milljónir króna. 9. júní 2015 12:16 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, er ferðakóngurinn í samanburði á ferðalögum ráðherra tveggja síðustu ríkisstjórna. Gunnar Bragi hefur verið erlendis í 199 daga af þeim 777 dögum sem hann hefur verið utanríkisráðherra. Fréttablaðið bar saman ferðalög ráðherra ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á fyrstu tveimur starfsárum þeirra. Til að gæta sanngirnis er kostnaður við ferðalög ráðherra umreiknaður á verðlag dagsins í dag. Tímabilið sem er til skoðunar hjá fyrri stjórn er frá því að minnihlutastjórnin tók við þann 1. febrúar 2009 til 1. júní 2011. Hjá núverandi stjórn er það 23. maí 2013 til 1. júní 2015. Ríkisstjórn Sigmundar hefur eytt töluvert meira fjármagni í ferðir ráðherra heldur en ríkisstjórnin sem sat á undan. Sitjandi ríkisstjórn hefur nýtt rúmar 157 milljónir króna í ferðalög og ríkisstjórn Jóhönnu um 104 milljónum. Ríkisstjórn Sigmundar virðist vera meira fyrir það að sinna verkefnum erlendis en samtals hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar eytt 625 dögum erlendis en ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu 550 dögum.Hér að neðan má sjá kort sem sýnir ferðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar, Gunnars Braga Sveinssonar og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Hægt er að velja hvaða ráðherrar eru sýnilegir hverju sinni. Að auki er hægt að smella á einstakar borgir til að fá frekari upplýsingar um í hvaða erindagjörðum ferðin var farin, kostnað, lengd ferðar og fjölda fylgdarmanna. Skiljanlega eru það utanríkisráðherrarnir tveir, Gunnar Bragi, og Össur Skarphéðinsson sem eiga drjúga hlutdeild í ferðalögum ráðherra ríkisstjórnanna. Kostnaður við ferðalög Gunnars nema um 52 milljónum króna frá því að hann tók við sem utanríkisráðherra. Ferðakostnaður Össurar nam 19 milljónum fyrstu tvö ár í stól utanríkisráðherra en þess ber að geta að í gögnum utanríkisráðuneytisins um ferðakostnað ráðherra er ekki tekið tillit til fylgdarliðs Össurar og má því gera ráð fyrir að ferðakostnaður hafi verið töluvert meiri. Ef forsætisráðherrarnir tveir eru bornir saman kemur í ljós að enn sem komið er hefur Sigmundur farið í fleiri utalandsferðir en Jóhanna. Han hefur eytt 62 dögum erlendis samanborið við 38 daga Jóhönnu. Svo virðist vera að embætti fjármála- iðnaðar- og sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra fylgi nokkur ferðakvöð en allir ráðherrarnir hafa nýtt meira en tíu milljónir í ferðakostnað. Þá vekur athygli að Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, hefur ferðast nokkuð meira ein fyrirrennari sinn, Katrín Jakobsdóttir en hann hefur nýtt 15 milljónir í ferðakostnað á móti 3 milljónum Katrínar.Hér fyrir neðan er hægt að sjá áfangastaði Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingríms J. Sigfússonar, Össurar Skarphéðinssonar og ferðir Árna Páls Árnasonar sem efnahags- og viðskiptaráðherra. Hægt er að smella á borgir til að fá upplýsingar um kostnað, lengd ferðar, fylgdarmenn og erindi. Einnig er hægt að velja hvaða ráðherra er sýnilegur hverju sinni.Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var staðhæft að ferðadagar Jóhönnu Sigurðardóttur hefðu verið 26. Það er rangt. Þeir eru alls 38.
Tengdar fréttir Fimm ráðherrar verið erlendis fyrir samtals 66 milljónir króna Ráðherrar verið 272 daga ár erlendri grund það sem af er kjörtímabilinu. 23. júní 2015 08:45 Forsætisráðherra 62 daga erlendis það sem af er kjörtímabilinu Hefur ferðast fyrir tæpar 17 milljónir króna. 9. júní 2015 12:16 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Fimm ráðherrar verið erlendis fyrir samtals 66 milljónir króna Ráðherrar verið 272 daga ár erlendri grund það sem af er kjörtímabilinu. 23. júní 2015 08:45
Forsætisráðherra 62 daga erlendis það sem af er kjörtímabilinu Hefur ferðast fyrir tæpar 17 milljónir króna. 9. júní 2015 12:16