Sitjandi ríkisstjórn meira á flakki en sú sem var á undan henni Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Jóhann Óli Eiðsson skrifa 8. júlí 2015 07:30 Hér er hægt að sjá upplýsingar um ferðalög einstakra ráðherra en neðst í fréttinni má sjá gagnvirka súlurit með sömu upplýsingum. vísir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, er ferðakóngurinn í samanburði á ferðalögum ráðherra tveggja síðustu ríkisstjórna. Gunnar Bragi hefur verið erlendis í 199 daga af þeim 777 dögum sem hann hefur verið utanríkisráðherra. Fréttablaðið bar saman ferðalög ráðherra ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á fyrstu tveimur starfsárum þeirra. Til að gæta sanngirnis er kostnaður við ferðalög ráðherra umreiknaður á verðlag dagsins í dag. Tímabilið sem er til skoðunar hjá fyrri stjórn er frá því að minnihlutastjórnin tók við þann 1. febrúar 2009 til 1. júní 2011. Hjá núverandi stjórn er það 23. maí 2013 til 1. júní 2015. Ríkisstjórn Sigmundar hefur eytt töluvert meira fjármagni í ferðir ráðherra heldur en ríkisstjórnin sem sat á undan. Sitjandi ríkisstjórn hefur nýtt rúmar 157 milljónir króna í ferðalög og ríkisstjórn Jóhönnu um 104 milljónum. Ríkisstjórn Sigmundar virðist vera meira fyrir það að sinna verkefnum erlendis en samtals hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar eytt 625 dögum erlendis en ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu 550 dögum.Hér að neðan má sjá kort sem sýnir ferðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar, Gunnars Braga Sveinssonar og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Hægt er að velja hvaða ráðherrar eru sýnilegir hverju sinni. Að auki er hægt að smella á einstakar borgir til að fá frekari upplýsingar um í hvaða erindagjörðum ferðin var farin, kostnað, lengd ferðar og fjölda fylgdarmanna. Skiljanlega eru það utanríkisráðherrarnir tveir, Gunnar Bragi, og Össur Skarphéðinsson sem eiga drjúga hlutdeild í ferðalögum ráðherra ríkisstjórnanna. Kostnaður við ferðalög Gunnars nema um 52 milljónum króna frá því að hann tók við sem utanríkisráðherra. Ferðakostnaður Össurar nam 19 milljónum fyrstu tvö ár í stól utanríkisráðherra en þess ber að geta að í gögnum utanríkisráðuneytisins um ferðakostnað ráðherra er ekki tekið tillit til fylgdarliðs Össurar og má því gera ráð fyrir að ferðakostnaður hafi verið töluvert meiri. Ef forsætisráðherrarnir tveir eru bornir saman kemur í ljós að enn sem komið er hefur Sigmundur farið í fleiri utalandsferðir en Jóhanna. Han hefur eytt 62 dögum erlendis samanborið við 38 daga Jóhönnu. Svo virðist vera að embætti fjármála- iðnaðar- og sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra fylgi nokkur ferðakvöð en allir ráðherrarnir hafa nýtt meira en tíu milljónir í ferðakostnað. Þá vekur athygli að Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, hefur ferðast nokkuð meira ein fyrirrennari sinn, Katrín Jakobsdóttir en hann hefur nýtt 15 milljónir í ferðakostnað á móti 3 milljónum Katrínar.Hér fyrir neðan er hægt að sjá áfangastaði Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingríms J. Sigfússonar, Össurar Skarphéðinssonar og ferðir Árna Páls Árnasonar sem efnahags- og viðskiptaráðherra. Hægt er að smella á borgir til að fá upplýsingar um kostnað, lengd ferðar, fylgdarmenn og erindi. Einnig er hægt að velja hvaða ráðherra er sýnilegur hverju sinni.Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var staðhæft að ferðadagar Jóhönnu Sigurðardóttur hefðu verið 26. Það er rangt. Þeir eru alls 38. Tengdar fréttir Fimm ráðherrar verið erlendis fyrir samtals 66 milljónir króna Ráðherrar verið 272 daga ár erlendri grund það sem af er kjörtímabilinu. 23. júní 2015 08:45 Forsætisráðherra 62 daga erlendis það sem af er kjörtímabilinu Hefur ferðast fyrir tæpar 17 milljónir króna. 9. júní 2015 12:16 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, er ferðakóngurinn í samanburði á ferðalögum ráðherra tveggja síðustu ríkisstjórna. Gunnar Bragi hefur verið erlendis í 199 daga af þeim 777 dögum sem hann hefur verið utanríkisráðherra. Fréttablaðið bar saman ferðalög ráðherra ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á fyrstu tveimur starfsárum þeirra. Til að gæta sanngirnis er kostnaður við ferðalög ráðherra umreiknaður á verðlag dagsins í dag. Tímabilið sem er til skoðunar hjá fyrri stjórn er frá því að minnihlutastjórnin tók við þann 1. febrúar 2009 til 1. júní 2011. Hjá núverandi stjórn er það 23. maí 2013 til 1. júní 2015. Ríkisstjórn Sigmundar hefur eytt töluvert meira fjármagni í ferðir ráðherra heldur en ríkisstjórnin sem sat á undan. Sitjandi ríkisstjórn hefur nýtt rúmar 157 milljónir króna í ferðalög og ríkisstjórn Jóhönnu um 104 milljónum. Ríkisstjórn Sigmundar virðist vera meira fyrir það að sinna verkefnum erlendis en samtals hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar eytt 625 dögum erlendis en ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu 550 dögum.Hér að neðan má sjá kort sem sýnir ferðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar, Gunnars Braga Sveinssonar og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Hægt er að velja hvaða ráðherrar eru sýnilegir hverju sinni. Að auki er hægt að smella á einstakar borgir til að fá frekari upplýsingar um í hvaða erindagjörðum ferðin var farin, kostnað, lengd ferðar og fjölda fylgdarmanna. Skiljanlega eru það utanríkisráðherrarnir tveir, Gunnar Bragi, og Össur Skarphéðinsson sem eiga drjúga hlutdeild í ferðalögum ráðherra ríkisstjórnanna. Kostnaður við ferðalög Gunnars nema um 52 milljónum króna frá því að hann tók við sem utanríkisráðherra. Ferðakostnaður Össurar nam 19 milljónum fyrstu tvö ár í stól utanríkisráðherra en þess ber að geta að í gögnum utanríkisráðuneytisins um ferðakostnað ráðherra er ekki tekið tillit til fylgdarliðs Össurar og má því gera ráð fyrir að ferðakostnaður hafi verið töluvert meiri. Ef forsætisráðherrarnir tveir eru bornir saman kemur í ljós að enn sem komið er hefur Sigmundur farið í fleiri utalandsferðir en Jóhanna. Han hefur eytt 62 dögum erlendis samanborið við 38 daga Jóhönnu. Svo virðist vera að embætti fjármála- iðnaðar- og sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra fylgi nokkur ferðakvöð en allir ráðherrarnir hafa nýtt meira en tíu milljónir í ferðakostnað. Þá vekur athygli að Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, hefur ferðast nokkuð meira ein fyrirrennari sinn, Katrín Jakobsdóttir en hann hefur nýtt 15 milljónir í ferðakostnað á móti 3 milljónum Katrínar.Hér fyrir neðan er hægt að sjá áfangastaði Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingríms J. Sigfússonar, Össurar Skarphéðinssonar og ferðir Árna Páls Árnasonar sem efnahags- og viðskiptaráðherra. Hægt er að smella á borgir til að fá upplýsingar um kostnað, lengd ferðar, fylgdarmenn og erindi. Einnig er hægt að velja hvaða ráðherra er sýnilegur hverju sinni.Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var staðhæft að ferðadagar Jóhönnu Sigurðardóttur hefðu verið 26. Það er rangt. Þeir eru alls 38.
Tengdar fréttir Fimm ráðherrar verið erlendis fyrir samtals 66 milljónir króna Ráðherrar verið 272 daga ár erlendri grund það sem af er kjörtímabilinu. 23. júní 2015 08:45 Forsætisráðherra 62 daga erlendis það sem af er kjörtímabilinu Hefur ferðast fyrir tæpar 17 milljónir króna. 9. júní 2015 12:16 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira
Fimm ráðherrar verið erlendis fyrir samtals 66 milljónir króna Ráðherrar verið 272 daga ár erlendri grund það sem af er kjörtímabilinu. 23. júní 2015 08:45
Forsætisráðherra 62 daga erlendis það sem af er kjörtímabilinu Hefur ferðast fyrir tæpar 17 milljónir króna. 9. júní 2015 12:16