Netpungum smyglað á Litla-Hraun: Fangelsisyfirvöld vilja hleypa föngum á netið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. júlí 2015 08:00 Fjöldi fanga sætir agaviðurlögum vegna ólöglegrar netnotkunar. vísir/e.ól. „Ég myndi vilja að fangar geti haft aðgang að netinu,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri, sem telur að endurskoða eigi lög sem banna föngum að hafa nettengdar tölvur. „Með tímanum fara samskipti í sífellt meiri mæli í gegnum netið sem leiðir til þess að fangar verða enn þá einangraðri frá samfélaginu. Mér finnst að það megi vel skoða hvort það sé ekki eðlilegur hluti af afplánun að fangar geti haft samband við fjölskyldu og vini á netinu og þannig draga úr neikvæðum afleiðingum frelsissviptingar,“ segir Páll.Margrét Frímannsdóttir, yfirmaður í fangelsinu að Litla-Hrauni, tekur í sama streng. Netið sé tækni sem allir noti og nauðsynlegt fyrir alla að kunna á. „Það er hluti af námi í fangelsi að læra á tölvur og því þætti mér eðlilegt að netnotkun væri heimil, að minnsta kosti í ákveðinn tíma,“ segir Margrét. Ef fangar misnotuðu netaðgang yrðu refsingar hertar. „Ég myndi vilja að allir fangar, nema þeir sem sæta agaviðurlögum, hafi aðgang að netinu. Það yrðu þó að vera einhverjar takmarkanir,“ segir Páll. Að undanförnu hefur það aukist að svokölluðum netpungum sé smyglað inn í fangelsið „Fangaverðir eru sífellt að finna netpunga sem hefur verið smyglað inn. Þá er brugðist við því strax,“ segir Páll. Páll Winkel fréttablaðið/gvaNetpungar gera fólki kleift að tengjast netinu hvar sem er. „Tækninni fleygir fram og eðli málsins samkvæmt hefur það áhrif á að þessu sé smyglað inn í fangelsið,“ segir Margrét. Páll segir að það fari mikil vinna í að fylgjast með því hvort fangar hafi netpung undir höndum og komist þannig á netið í herbergjum sínum. „Við erum þó ekki með neinn sem fylgist sérstaklega með því hvort fangar séu á samfélagsmiðlum en ef við fáum ábendingar könnum við málið,“ segir Páll. Töluverður fjöldi agaviðurlaga á Litla-Hrauni er vegna netnotkunar. „Þeir missa tölvuna fyrst í mánuð og svo ef það gerist aftur missa þeir tölvuna í tvo mánuði,“ segir Margrét. Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
„Ég myndi vilja að fangar geti haft aðgang að netinu,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri, sem telur að endurskoða eigi lög sem banna föngum að hafa nettengdar tölvur. „Með tímanum fara samskipti í sífellt meiri mæli í gegnum netið sem leiðir til þess að fangar verða enn þá einangraðri frá samfélaginu. Mér finnst að það megi vel skoða hvort það sé ekki eðlilegur hluti af afplánun að fangar geti haft samband við fjölskyldu og vini á netinu og þannig draga úr neikvæðum afleiðingum frelsissviptingar,“ segir Páll.Margrét Frímannsdóttir, yfirmaður í fangelsinu að Litla-Hrauni, tekur í sama streng. Netið sé tækni sem allir noti og nauðsynlegt fyrir alla að kunna á. „Það er hluti af námi í fangelsi að læra á tölvur og því þætti mér eðlilegt að netnotkun væri heimil, að minnsta kosti í ákveðinn tíma,“ segir Margrét. Ef fangar misnotuðu netaðgang yrðu refsingar hertar. „Ég myndi vilja að allir fangar, nema þeir sem sæta agaviðurlögum, hafi aðgang að netinu. Það yrðu þó að vera einhverjar takmarkanir,“ segir Páll. Að undanförnu hefur það aukist að svokölluðum netpungum sé smyglað inn í fangelsið „Fangaverðir eru sífellt að finna netpunga sem hefur verið smyglað inn. Þá er brugðist við því strax,“ segir Páll. Páll Winkel fréttablaðið/gvaNetpungar gera fólki kleift að tengjast netinu hvar sem er. „Tækninni fleygir fram og eðli málsins samkvæmt hefur það áhrif á að þessu sé smyglað inn í fangelsið,“ segir Margrét. Páll segir að það fari mikil vinna í að fylgjast með því hvort fangar hafi netpung undir höndum og komist þannig á netið í herbergjum sínum. „Við erum þó ekki með neinn sem fylgist sérstaklega með því hvort fangar séu á samfélagsmiðlum en ef við fáum ábendingar könnum við málið,“ segir Páll. Töluverður fjöldi agaviðurlaga á Litla-Hrauni er vegna netnotkunar. „Þeir missa tölvuna fyrst í mánuð og svo ef það gerist aftur missa þeir tölvuna í tvo mánuði,“ segir Margrét.
Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira