Netpungum smyglað á Litla-Hraun: Fangelsisyfirvöld vilja hleypa föngum á netið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. júlí 2015 08:00 Fjöldi fanga sætir agaviðurlögum vegna ólöglegrar netnotkunar. vísir/e.ól. „Ég myndi vilja að fangar geti haft aðgang að netinu,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri, sem telur að endurskoða eigi lög sem banna föngum að hafa nettengdar tölvur. „Með tímanum fara samskipti í sífellt meiri mæli í gegnum netið sem leiðir til þess að fangar verða enn þá einangraðri frá samfélaginu. Mér finnst að það megi vel skoða hvort það sé ekki eðlilegur hluti af afplánun að fangar geti haft samband við fjölskyldu og vini á netinu og þannig draga úr neikvæðum afleiðingum frelsissviptingar,“ segir Páll.Margrét Frímannsdóttir, yfirmaður í fangelsinu að Litla-Hrauni, tekur í sama streng. Netið sé tækni sem allir noti og nauðsynlegt fyrir alla að kunna á. „Það er hluti af námi í fangelsi að læra á tölvur og því þætti mér eðlilegt að netnotkun væri heimil, að minnsta kosti í ákveðinn tíma,“ segir Margrét. Ef fangar misnotuðu netaðgang yrðu refsingar hertar. „Ég myndi vilja að allir fangar, nema þeir sem sæta agaviðurlögum, hafi aðgang að netinu. Það yrðu þó að vera einhverjar takmarkanir,“ segir Páll. Að undanförnu hefur það aukist að svokölluðum netpungum sé smyglað inn í fangelsið „Fangaverðir eru sífellt að finna netpunga sem hefur verið smyglað inn. Þá er brugðist við því strax,“ segir Páll. Páll Winkel fréttablaðið/gvaNetpungar gera fólki kleift að tengjast netinu hvar sem er. „Tækninni fleygir fram og eðli málsins samkvæmt hefur það áhrif á að þessu sé smyglað inn í fangelsið,“ segir Margrét. Páll segir að það fari mikil vinna í að fylgjast með því hvort fangar hafi netpung undir höndum og komist þannig á netið í herbergjum sínum. „Við erum þó ekki með neinn sem fylgist sérstaklega með því hvort fangar séu á samfélagsmiðlum en ef við fáum ábendingar könnum við málið,“ segir Páll. Töluverður fjöldi agaviðurlaga á Litla-Hrauni er vegna netnotkunar. „Þeir missa tölvuna fyrst í mánuð og svo ef það gerist aftur missa þeir tölvuna í tvo mánuði,“ segir Margrét. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira
„Ég myndi vilja að fangar geti haft aðgang að netinu,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri, sem telur að endurskoða eigi lög sem banna föngum að hafa nettengdar tölvur. „Með tímanum fara samskipti í sífellt meiri mæli í gegnum netið sem leiðir til þess að fangar verða enn þá einangraðri frá samfélaginu. Mér finnst að það megi vel skoða hvort það sé ekki eðlilegur hluti af afplánun að fangar geti haft samband við fjölskyldu og vini á netinu og þannig draga úr neikvæðum afleiðingum frelsissviptingar,“ segir Páll.Margrét Frímannsdóttir, yfirmaður í fangelsinu að Litla-Hrauni, tekur í sama streng. Netið sé tækni sem allir noti og nauðsynlegt fyrir alla að kunna á. „Það er hluti af námi í fangelsi að læra á tölvur og því þætti mér eðlilegt að netnotkun væri heimil, að minnsta kosti í ákveðinn tíma,“ segir Margrét. Ef fangar misnotuðu netaðgang yrðu refsingar hertar. „Ég myndi vilja að allir fangar, nema þeir sem sæta agaviðurlögum, hafi aðgang að netinu. Það yrðu þó að vera einhverjar takmarkanir,“ segir Páll. Að undanförnu hefur það aukist að svokölluðum netpungum sé smyglað inn í fangelsið „Fangaverðir eru sífellt að finna netpunga sem hefur verið smyglað inn. Þá er brugðist við því strax,“ segir Páll. Páll Winkel fréttablaðið/gvaNetpungar gera fólki kleift að tengjast netinu hvar sem er. „Tækninni fleygir fram og eðli málsins samkvæmt hefur það áhrif á að þessu sé smyglað inn í fangelsið,“ segir Margrét. Páll segir að það fari mikil vinna í að fylgjast með því hvort fangar hafi netpung undir höndum og komist þannig á netið í herbergjum sínum. „Við erum þó ekki með neinn sem fylgist sérstaklega með því hvort fangar séu á samfélagsmiðlum en ef við fáum ábendingar könnum við málið,“ segir Páll. Töluverður fjöldi agaviðurlaga á Litla-Hrauni er vegna netnotkunar. „Þeir missa tölvuna fyrst í mánuð og svo ef það gerist aftur missa þeir tölvuna í tvo mánuði,“ segir Margrét.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira