Segir að orð forsetans um fátækt skýrist á gamlársdagsmorgun Bjarki Ármannsson skrifar 27. desember 2015 18:31 Þorsteinn Pálsson spáir í það hvort Ólafur Ragnar muni skrifa undir fjárlagafrumvarpið í ár. Vísir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, bendir á það í grein sinni á fréttasíðunni Hringbraut að forseti Íslands getur ekki verið bæði með og á móti eigin fjárlögum. Hann segir að orð forsetans um nýtt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar muni skýrast á gamlársdag, þegar forsetinn annað hvort skrifar undir frumvarpið eða ekki. Þorsteinn vísar þarna til orða Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, í kvöldfréttum RÚV stuttu fyrir jól þar sem hann var spurður út í ákvörðun stjórnarmeirihlutans að hafna breytingatillögu minnihlutans við fjáraukalög sem hefði hækkað bætur aldraðra og öryrkja afturvirkt. Sagði Ólafur Ragnar að aldraðir og öryrkjar ættu ekki að þurfa að reiða sig á matargjafir og aðra aðstoð – það væri merki um að við hefðum ekki staðið okkur sem þjóð.Sjá einnig: Gísli Marteinn segir að Ólafur Ragnar ætti að þurrka kavíarinn úr munnvikunum Einhverjir tóku þessum ummælum sem gagnrýni á stjórnarmeirihlutann og það að hann hafi fellt breytingartillöguna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var einn þeirra en hann svaraði forsetanum fullum hálsi á Twitter-síðu sinni:Sýnist ÓRG vilja nýja forgangsröðun. Hvað með að hætta að úthluta forsetanum milljónum fyrir stórveislur þar sem vesluborðin svigna?— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) December 22, 2015 Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/GVAÞorsteinn bendir á það að fjárlagafrumvarpið verði ekki að lögum nema með undirskrift forsetans á gamlársdagsmorgun. Það hljóti að koma í ljós þá hvort forsetinn hafi ætlað orðum sínum að vera hvöss gagnrýni á ríkisstjórnina eða ekki. „Stríði efni frumvarpsins gegn skoðunum eða samvisku forsetans eða hann telur að gjá sé milli þings og þjóðar um efni þess neitar hann að fallast á tillöguna og undirritar ekki frumvarpið,“ skrifar Þorsteinn. „Hafni forsetinn tillögu fjármálaráðherra fer ekki milli mála að svarið í sjónvarpinu var hvöss gagnrýni og stuðningur við tillögu stjórnarandstöðunnar eins og spurt var um. Fari mál aftur á móti svo á gamlaársdagsmorgun að forseti fallist á tillöguna og undirriti lögin hefur svarið af hans hálfu annað hvort ekki verið hugsað sem gagnrýni og stuðningur við tillögu stjórnarandstöðunnar eða hann hefur beinlínis dregið í land með þau orð sem féllu.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Gísli Marteinn segir að Ólafur Ragnar ætti að þurrka kavíarinn úr munnvikunum Gísli Marteinn rís upp Bjarna Benediktssyni til varnar í hressilegum deilum á Twitter. 23. desember 2015 11:14 Bjarni skýtur föstum skotum á Ólaf Ragnar „Hvað með að hætta að úthluta forsetanum milljónum fyrir stórveislur þar sem veisluborðin svigna,“ spyr Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 22. desember 2015 21:07 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fleiri fréttir Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, bendir á það í grein sinni á fréttasíðunni Hringbraut að forseti Íslands getur ekki verið bæði með og á móti eigin fjárlögum. Hann segir að orð forsetans um nýtt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar muni skýrast á gamlársdag, þegar forsetinn annað hvort skrifar undir frumvarpið eða ekki. Þorsteinn vísar þarna til orða Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, í kvöldfréttum RÚV stuttu fyrir jól þar sem hann var spurður út í ákvörðun stjórnarmeirihlutans að hafna breytingatillögu minnihlutans við fjáraukalög sem hefði hækkað bætur aldraðra og öryrkja afturvirkt. Sagði Ólafur Ragnar að aldraðir og öryrkjar ættu ekki að þurfa að reiða sig á matargjafir og aðra aðstoð – það væri merki um að við hefðum ekki staðið okkur sem þjóð.Sjá einnig: Gísli Marteinn segir að Ólafur Ragnar ætti að þurrka kavíarinn úr munnvikunum Einhverjir tóku þessum ummælum sem gagnrýni á stjórnarmeirihlutann og það að hann hafi fellt breytingartillöguna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var einn þeirra en hann svaraði forsetanum fullum hálsi á Twitter-síðu sinni:Sýnist ÓRG vilja nýja forgangsröðun. Hvað með að hætta að úthluta forsetanum milljónum fyrir stórveislur þar sem vesluborðin svigna?— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) December 22, 2015 Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/GVAÞorsteinn bendir á það að fjárlagafrumvarpið verði ekki að lögum nema með undirskrift forsetans á gamlársdagsmorgun. Það hljóti að koma í ljós þá hvort forsetinn hafi ætlað orðum sínum að vera hvöss gagnrýni á ríkisstjórnina eða ekki. „Stríði efni frumvarpsins gegn skoðunum eða samvisku forsetans eða hann telur að gjá sé milli þings og þjóðar um efni þess neitar hann að fallast á tillöguna og undirritar ekki frumvarpið,“ skrifar Þorsteinn. „Hafni forsetinn tillögu fjármálaráðherra fer ekki milli mála að svarið í sjónvarpinu var hvöss gagnrýni og stuðningur við tillögu stjórnarandstöðunnar eins og spurt var um. Fari mál aftur á móti svo á gamlaársdagsmorgun að forseti fallist á tillöguna og undirriti lögin hefur svarið af hans hálfu annað hvort ekki verið hugsað sem gagnrýni og stuðningur við tillögu stjórnarandstöðunnar eða hann hefur beinlínis dregið í land með þau orð sem féllu.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Gísli Marteinn segir að Ólafur Ragnar ætti að þurrka kavíarinn úr munnvikunum Gísli Marteinn rís upp Bjarna Benediktssyni til varnar í hressilegum deilum á Twitter. 23. desember 2015 11:14 Bjarni skýtur föstum skotum á Ólaf Ragnar „Hvað með að hætta að úthluta forsetanum milljónum fyrir stórveislur þar sem veisluborðin svigna,“ spyr Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 22. desember 2015 21:07 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fleiri fréttir Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Sjá meira
Gísli Marteinn segir að Ólafur Ragnar ætti að þurrka kavíarinn úr munnvikunum Gísli Marteinn rís upp Bjarna Benediktssyni til varnar í hressilegum deilum á Twitter. 23. desember 2015 11:14
Bjarni skýtur föstum skotum á Ólaf Ragnar „Hvað með að hætta að úthluta forsetanum milljónum fyrir stórveislur þar sem veisluborðin svigna,“ spyr Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 22. desember 2015 21:07