Enski boltinn

Erum komnir aftur á beinu brautina

Fabregas fagnar í vetur.
Fabregas fagnar í vetur. vísir/getty
Chelsea missti aðeins flugið í kringum áramót en miðjumaður liðsins, Cesc Fabregas, segir að liðið sé aftur komið í gang.

Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Southampton og tapaði svo 5-3 gegn Tottenham. Liðið hefur síðan unnið tvo leiki í röð.

„Við slökum ekkert á. Við viljum vinna alla leiki en auðvitað er óraunhæft að það gerist," sagði Fabregas.

„Öll lið eiga sína slæmu daga en við erum tilbúnir eftir smá frí. Við erum búnir að jafna okkur eftir jólin og horfum fram á veginn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×