Eiður á enn tvö bestu tímabilin | Gylfi komst upp í 3. sætið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2015 08:00 Eiður Smári Guðjohnsen fagnar marki með Chelsea. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson átti svo sannarlega magnað tímabil í ensku úrvalsdeildinni í vetur en hann náði samt ekki að komast hærra en í þriðja sætið yfir marksæknasta íslenska leikmanninn á einu tímabili í ensku deildinni. Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór endaði í þriðja sæti yfir flestar stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á eftir þeim Cesc Fabregas (18) og Santiago Cazorla (11) og hann var aðeins tveimur mörkum frá því að vera markahæsti leikmaður Swansea-liðsins. Þessi frábæra frammistaða Hafnfirðingsins kemur honum þó ekki ofar en í þriðja sætið. Eiður Smári Guðjohnsen skipar nefnilega áfram tvö efstu sæti listans en er ekki lengur í fjórum efstu sætunum eins og fyrir tímabilið. Eiður Smári átti tvö frábær tímabil í ensku úrvalsdeildinni með þriggja ára millibili og tvö af þremur í millitíðinni komast einnig inn á topp fimm. Besta tímabil Eiðs Smára var 2001-02 þegar hann kom að 20 mörkum Chelsea með því annaðhvort að skora (14 mörk) eða að leggja upp mark fyrir félaga sína (6 stoðsendingar). Eiður Smári fór þarna á kostum með Jimmy Floyd Hasselbaink í framlínunni. Hasselbaink var sjálfur með 23 mörk, mörg þeirra eftir sendingar Eiðs. Eiður Smári átti ekki síðra tímabil þremur árum síðar, 2004-05, en það var fyrsta tímabil liðsins undir stjórn Jose Mourinho og jafnframt í fyrsta sinn í fimmtíu ár sem Chelsea varð enskur meistari. Eiður Smári kom þá að 19 mörkum Chelsea með því annaðhvort að skora (12) eða að leggja upp (7 stoðs.). Gylfi komst ekki á toppinn en braut einokun Eiðs Smára á efstu fjórum sætum listans. Eiður Smári og Gylfi hleypa engum inn á topp sex á þessum lista og Gylfi á þar einnig hálfa tímabilið sitt frá 2011-12, þegar hann kom að 11 mörkum í átján leikjum.Bestu tímabil Íslendings í ensku úrvalsdeildinni (mörk + stoðsendingar):1) 20 mörk Eiður Smári Guðjohnsen Chelsea 2001-02 14 mörk 6 stoðsendingar - Kom að 30 prósentum af mörkum Chelsea (66)2) 19 mörk Eiður Smári Guðjohnsen Chelsea 2004-05 12 mörk 7 stoðsendingar - Kom að 26 prósentum af mörkum Chelsea (72)3) 17 mörk Gylfi Þór Sigurðsson Swansea 2014-15 7 mörk 10 stoðsendingar - Kom að 37 prósentum af mörkum Swansea (46)4) 16 mörk Eiður Smári Guðjohnsen Chelsea 2000-01 10 mörk 6 stoðsendingar - Kom að 24 prósentum af mörkum Chelsea (68)5) 12 mörk Eiður Smári Guðjohnsen Chelsea 2002-03 10 mörk 2 stoðsendingar - Kom að 18 prósentum af mörkum Chelsea (68)6) 11 mörk Gylfi Þór Sigurðsson Swansea 11-12 7 mörk 4 stoðsendingar - Kom að 46 prósentum af mörkum Swansea (24) eftir að hann spilaði sinn fyrsta leik í janúar. Enski boltinn Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson átti svo sannarlega magnað tímabil í ensku úrvalsdeildinni í vetur en hann náði samt ekki að komast hærra en í þriðja sætið yfir marksæknasta íslenska leikmanninn á einu tímabili í ensku deildinni. Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór endaði í þriðja sæti yfir flestar stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á eftir þeim Cesc Fabregas (18) og Santiago Cazorla (11) og hann var aðeins tveimur mörkum frá því að vera markahæsti leikmaður Swansea-liðsins. Þessi frábæra frammistaða Hafnfirðingsins kemur honum þó ekki ofar en í þriðja sætið. Eiður Smári Guðjohnsen skipar nefnilega áfram tvö efstu sæti listans en er ekki lengur í fjórum efstu sætunum eins og fyrir tímabilið. Eiður Smári átti tvö frábær tímabil í ensku úrvalsdeildinni með þriggja ára millibili og tvö af þremur í millitíðinni komast einnig inn á topp fimm. Besta tímabil Eiðs Smára var 2001-02 þegar hann kom að 20 mörkum Chelsea með því annaðhvort að skora (14 mörk) eða að leggja upp mark fyrir félaga sína (6 stoðsendingar). Eiður Smári fór þarna á kostum með Jimmy Floyd Hasselbaink í framlínunni. Hasselbaink var sjálfur með 23 mörk, mörg þeirra eftir sendingar Eiðs. Eiður Smári átti ekki síðra tímabil þremur árum síðar, 2004-05, en það var fyrsta tímabil liðsins undir stjórn Jose Mourinho og jafnframt í fyrsta sinn í fimmtíu ár sem Chelsea varð enskur meistari. Eiður Smári kom þá að 19 mörkum Chelsea með því annaðhvort að skora (12) eða að leggja upp (7 stoðs.). Gylfi komst ekki á toppinn en braut einokun Eiðs Smára á efstu fjórum sætum listans. Eiður Smári og Gylfi hleypa engum inn á topp sex á þessum lista og Gylfi á þar einnig hálfa tímabilið sitt frá 2011-12, þegar hann kom að 11 mörkum í átján leikjum.Bestu tímabil Íslendings í ensku úrvalsdeildinni (mörk + stoðsendingar):1) 20 mörk Eiður Smári Guðjohnsen Chelsea 2001-02 14 mörk 6 stoðsendingar - Kom að 30 prósentum af mörkum Chelsea (66)2) 19 mörk Eiður Smári Guðjohnsen Chelsea 2004-05 12 mörk 7 stoðsendingar - Kom að 26 prósentum af mörkum Chelsea (72)3) 17 mörk Gylfi Þór Sigurðsson Swansea 2014-15 7 mörk 10 stoðsendingar - Kom að 37 prósentum af mörkum Swansea (46)4) 16 mörk Eiður Smári Guðjohnsen Chelsea 2000-01 10 mörk 6 stoðsendingar - Kom að 24 prósentum af mörkum Chelsea (68)5) 12 mörk Eiður Smári Guðjohnsen Chelsea 2002-03 10 mörk 2 stoðsendingar - Kom að 18 prósentum af mörkum Chelsea (68)6) 11 mörk Gylfi Þór Sigurðsson Swansea 11-12 7 mörk 4 stoðsendingar - Kom að 46 prósentum af mörkum Swansea (24) eftir að hann spilaði sinn fyrsta leik í janúar.
Enski boltinn Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira