Enski boltinn

Tekur Vieira við Newcastle?

Patrick Vieira er sem stendur í þjálfarateymi Manchester City.
Patrick Vieira er sem stendur í þjálfarateymi Manchester City. vísir/getty
Samkvæmt heimildum Sky fréttastofunnar mun Patrick Vieira ræða við Newcastle um að taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá félaginu. Vieira gerði garðinn frægan sem leikmaður í geysilega sterku liði Arsenal í kringum aldamótin.

Vieira er á mála hjá Manchester City þar sem hann sér um þjálfun í unglingaliði félagsins. Samningur hans við Manchester City rennur hins vegar út í sumar og því er talið að Vieira horfi hýru auga til Newcastle.

Steve McClaren, sem nýverið var rekinn sem stjóri hjá Derby, hefur hingað til þótt líklegast til að taka við Newcastle. Ljóst er a.m.k. að John Carver verður ekki lengur með liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×