Tveir af helstu kyndilberum rappsins gefa út nýjar plötur Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. febrúar 2015 00:01 Drake til vinstri og Big Sean til hægri. Vísir/Getty Febrúarmánuður er gjöfull fyrir aðdáendur rapptónlistar, því bæði Drake og Big Sean gáfu út plötur sínar í mánuðinum. Eflaust má ýmislegt líkt með tónlist kappanna, en bakgrunnur þeirra er ólíkur. Drake, sem er frá Toronto í Kanada, vann sig inn í rappið eftir að hafa fyrst slegið í gegn sem leikari í heimalandinu og í Bandaríkjunum. Big Sean er frá Detroit-borg í Bandaríkjunum og komst í sviðsljósið fyrir tilstuðlan Kanye West.Halasnældur vörður að velgengni Báðir rappararnir sköpuðu sér vinsældir með því að gefa út halasnældur (sem á ensku eru gjarnan kallaðar mixtape). Slíkar snældur eru yfirleitt eingöngu gefnar út á netinu og eru efnistök rappara frjálslegri á þeim en eiginlegum breiðskífum, því þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af sölutölum og vinsældalistum. Oft endurnýta rapparar lög frá öðrum á slíkum snældum og gera þau algjörlega eftir sínu höfði. Bæði Drake og Big Sean slógu í gegn með halasnældum, sem var halað niður af netinu í gríð og erg.Óvænt útspil Drake Nýjasta plata Drake, sem ber titilinn If You're Reading This It's Too Late, kom óvænt út á miðnætti 13. febrúar. Upphaflega stóð til að gefa plötuna út sem ókeypis halasnældu á vefsíðunni DatPiff, en plötufyrirtækið Cash Money, sem Drake er með samning hjá, stöðvaði útgáfuna í gegnum vefsíðuna og fór platan í verslun iTunes og Spotify, þar sem hún hefur slegið met í sölutölum. Talið er að Drake eigi í útistöðum við plötufyrirtækið. Miklar deilur geisa nú á milli rapparans Lil' Wayne og eiganda Cash Money, sem gengur undir nafninu Birdman. Þeir tveir hafa átt í innilegu sambandi til fjölda ára og hefur Lil' Wayne talað um Birdman sem föður sinn. En eftir að sló í brýnu með þeim félögum þykir líklegt að Drake vilji komast undan samningi við Cash Money og fylgja félaga sínum Lil' Wayne eitthvað annað.Rappaði fyrir Kanye West Árið 2005 frétti Big Sean, sem var þá lítt þekktur rappari, af því að stórstjarnan Kanye West væri í viðtali á útvarpsstöð í Detroit, skammt frá heimili Big Sean. Sá lítt þekkti brunaði af stað og náði að hitta Kanye West í andyri útvarpsstöðvarinnar. Þar fékk Big Sean að rappa sextán línur og má með sanni segja að hann hafi gripið gæsina. Tveimur árum eftir þennan stutta fund félaganna var Big Sean kominn með samning hjá plötufyrirtækinu G.O.O.D. Music, sem Kanye West stýrir.Um rapparana:Big SeanAldur: 26 áraPlötufyrirtæki: G.O.O.D. Music og Def JamNýjasta platan: Dark Sky Paradise, sem hefur fengið fjórar stjörnur frá Billboard og þrjár stjörnur frá Rolling Stone.DrakeAldur: 28 áraPlötufyrirtæki: Young Money – Cash Money.Nýjasta platan: If You‘re Reading This Its Too Late, sem hefur fengið fjórar stjörnur frá Rolling Stone, The Guardian og The Telegraph. Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Febrúarmánuður er gjöfull fyrir aðdáendur rapptónlistar, því bæði Drake og Big Sean gáfu út plötur sínar í mánuðinum. Eflaust má ýmislegt líkt með tónlist kappanna, en bakgrunnur þeirra er ólíkur. Drake, sem er frá Toronto í Kanada, vann sig inn í rappið eftir að hafa fyrst slegið í gegn sem leikari í heimalandinu og í Bandaríkjunum. Big Sean er frá Detroit-borg í Bandaríkjunum og komst í sviðsljósið fyrir tilstuðlan Kanye West.Halasnældur vörður að velgengni Báðir rappararnir sköpuðu sér vinsældir með því að gefa út halasnældur (sem á ensku eru gjarnan kallaðar mixtape). Slíkar snældur eru yfirleitt eingöngu gefnar út á netinu og eru efnistök rappara frjálslegri á þeim en eiginlegum breiðskífum, því þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af sölutölum og vinsældalistum. Oft endurnýta rapparar lög frá öðrum á slíkum snældum og gera þau algjörlega eftir sínu höfði. Bæði Drake og Big Sean slógu í gegn með halasnældum, sem var halað niður af netinu í gríð og erg.Óvænt útspil Drake Nýjasta plata Drake, sem ber titilinn If You're Reading This It's Too Late, kom óvænt út á miðnætti 13. febrúar. Upphaflega stóð til að gefa plötuna út sem ókeypis halasnældu á vefsíðunni DatPiff, en plötufyrirtækið Cash Money, sem Drake er með samning hjá, stöðvaði útgáfuna í gegnum vefsíðuna og fór platan í verslun iTunes og Spotify, þar sem hún hefur slegið met í sölutölum. Talið er að Drake eigi í útistöðum við plötufyrirtækið. Miklar deilur geisa nú á milli rapparans Lil' Wayne og eiganda Cash Money, sem gengur undir nafninu Birdman. Þeir tveir hafa átt í innilegu sambandi til fjölda ára og hefur Lil' Wayne talað um Birdman sem föður sinn. En eftir að sló í brýnu með þeim félögum þykir líklegt að Drake vilji komast undan samningi við Cash Money og fylgja félaga sínum Lil' Wayne eitthvað annað.Rappaði fyrir Kanye West Árið 2005 frétti Big Sean, sem var þá lítt þekktur rappari, af því að stórstjarnan Kanye West væri í viðtali á útvarpsstöð í Detroit, skammt frá heimili Big Sean. Sá lítt þekkti brunaði af stað og náði að hitta Kanye West í andyri útvarpsstöðvarinnar. Þar fékk Big Sean að rappa sextán línur og má með sanni segja að hann hafi gripið gæsina. Tveimur árum eftir þennan stutta fund félaganna var Big Sean kominn með samning hjá plötufyrirtækinu G.O.O.D. Music, sem Kanye West stýrir.Um rapparana:Big SeanAldur: 26 áraPlötufyrirtæki: G.O.O.D. Music og Def JamNýjasta platan: Dark Sky Paradise, sem hefur fengið fjórar stjörnur frá Billboard og þrjár stjörnur frá Rolling Stone.DrakeAldur: 28 áraPlötufyrirtæki: Young Money – Cash Money.Nýjasta platan: If You‘re Reading This Its Too Late, sem hefur fengið fjórar stjörnur frá Rolling Stone, The Guardian og The Telegraph.
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög