Tveir af helstu kyndilberum rappsins gefa út nýjar plötur Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. febrúar 2015 00:01 Drake til vinstri og Big Sean til hægri. Vísir/Getty Febrúarmánuður er gjöfull fyrir aðdáendur rapptónlistar, því bæði Drake og Big Sean gáfu út plötur sínar í mánuðinum. Eflaust má ýmislegt líkt með tónlist kappanna, en bakgrunnur þeirra er ólíkur. Drake, sem er frá Toronto í Kanada, vann sig inn í rappið eftir að hafa fyrst slegið í gegn sem leikari í heimalandinu og í Bandaríkjunum. Big Sean er frá Detroit-borg í Bandaríkjunum og komst í sviðsljósið fyrir tilstuðlan Kanye West.Halasnældur vörður að velgengni Báðir rappararnir sköpuðu sér vinsældir með því að gefa út halasnældur (sem á ensku eru gjarnan kallaðar mixtape). Slíkar snældur eru yfirleitt eingöngu gefnar út á netinu og eru efnistök rappara frjálslegri á þeim en eiginlegum breiðskífum, því þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af sölutölum og vinsældalistum. Oft endurnýta rapparar lög frá öðrum á slíkum snældum og gera þau algjörlega eftir sínu höfði. Bæði Drake og Big Sean slógu í gegn með halasnældum, sem var halað niður af netinu í gríð og erg.Óvænt útspil Drake Nýjasta plata Drake, sem ber titilinn If You're Reading This It's Too Late, kom óvænt út á miðnætti 13. febrúar. Upphaflega stóð til að gefa plötuna út sem ókeypis halasnældu á vefsíðunni DatPiff, en plötufyrirtækið Cash Money, sem Drake er með samning hjá, stöðvaði útgáfuna í gegnum vefsíðuna og fór platan í verslun iTunes og Spotify, þar sem hún hefur slegið met í sölutölum. Talið er að Drake eigi í útistöðum við plötufyrirtækið. Miklar deilur geisa nú á milli rapparans Lil' Wayne og eiganda Cash Money, sem gengur undir nafninu Birdman. Þeir tveir hafa átt í innilegu sambandi til fjölda ára og hefur Lil' Wayne talað um Birdman sem föður sinn. En eftir að sló í brýnu með þeim félögum þykir líklegt að Drake vilji komast undan samningi við Cash Money og fylgja félaga sínum Lil' Wayne eitthvað annað.Rappaði fyrir Kanye West Árið 2005 frétti Big Sean, sem var þá lítt þekktur rappari, af því að stórstjarnan Kanye West væri í viðtali á útvarpsstöð í Detroit, skammt frá heimili Big Sean. Sá lítt þekkti brunaði af stað og náði að hitta Kanye West í andyri útvarpsstöðvarinnar. Þar fékk Big Sean að rappa sextán línur og má með sanni segja að hann hafi gripið gæsina. Tveimur árum eftir þennan stutta fund félaganna var Big Sean kominn með samning hjá plötufyrirtækinu G.O.O.D. Music, sem Kanye West stýrir.Um rapparana:Big SeanAldur: 26 áraPlötufyrirtæki: G.O.O.D. Music og Def JamNýjasta platan: Dark Sky Paradise, sem hefur fengið fjórar stjörnur frá Billboard og þrjár stjörnur frá Rolling Stone.DrakeAldur: 28 áraPlötufyrirtæki: Young Money – Cash Money.Nýjasta platan: If You‘re Reading This Its Too Late, sem hefur fengið fjórar stjörnur frá Rolling Stone, The Guardian og The Telegraph. Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira
Febrúarmánuður er gjöfull fyrir aðdáendur rapptónlistar, því bæði Drake og Big Sean gáfu út plötur sínar í mánuðinum. Eflaust má ýmislegt líkt með tónlist kappanna, en bakgrunnur þeirra er ólíkur. Drake, sem er frá Toronto í Kanada, vann sig inn í rappið eftir að hafa fyrst slegið í gegn sem leikari í heimalandinu og í Bandaríkjunum. Big Sean er frá Detroit-borg í Bandaríkjunum og komst í sviðsljósið fyrir tilstuðlan Kanye West.Halasnældur vörður að velgengni Báðir rappararnir sköpuðu sér vinsældir með því að gefa út halasnældur (sem á ensku eru gjarnan kallaðar mixtape). Slíkar snældur eru yfirleitt eingöngu gefnar út á netinu og eru efnistök rappara frjálslegri á þeim en eiginlegum breiðskífum, því þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af sölutölum og vinsældalistum. Oft endurnýta rapparar lög frá öðrum á slíkum snældum og gera þau algjörlega eftir sínu höfði. Bæði Drake og Big Sean slógu í gegn með halasnældum, sem var halað niður af netinu í gríð og erg.Óvænt útspil Drake Nýjasta plata Drake, sem ber titilinn If You're Reading This It's Too Late, kom óvænt út á miðnætti 13. febrúar. Upphaflega stóð til að gefa plötuna út sem ókeypis halasnældu á vefsíðunni DatPiff, en plötufyrirtækið Cash Money, sem Drake er með samning hjá, stöðvaði útgáfuna í gegnum vefsíðuna og fór platan í verslun iTunes og Spotify, þar sem hún hefur slegið met í sölutölum. Talið er að Drake eigi í útistöðum við plötufyrirtækið. Miklar deilur geisa nú á milli rapparans Lil' Wayne og eiganda Cash Money, sem gengur undir nafninu Birdman. Þeir tveir hafa átt í innilegu sambandi til fjölda ára og hefur Lil' Wayne talað um Birdman sem föður sinn. En eftir að sló í brýnu með þeim félögum þykir líklegt að Drake vilji komast undan samningi við Cash Money og fylgja félaga sínum Lil' Wayne eitthvað annað.Rappaði fyrir Kanye West Árið 2005 frétti Big Sean, sem var þá lítt þekktur rappari, af því að stórstjarnan Kanye West væri í viðtali á útvarpsstöð í Detroit, skammt frá heimili Big Sean. Sá lítt þekkti brunaði af stað og náði að hitta Kanye West í andyri útvarpsstöðvarinnar. Þar fékk Big Sean að rappa sextán línur og má með sanni segja að hann hafi gripið gæsina. Tveimur árum eftir þennan stutta fund félaganna var Big Sean kominn með samning hjá plötufyrirtækinu G.O.O.D. Music, sem Kanye West stýrir.Um rapparana:Big SeanAldur: 26 áraPlötufyrirtæki: G.O.O.D. Music og Def JamNýjasta platan: Dark Sky Paradise, sem hefur fengið fjórar stjörnur frá Billboard og þrjár stjörnur frá Rolling Stone.DrakeAldur: 28 áraPlötufyrirtæki: Young Money – Cash Money.Nýjasta platan: If You‘re Reading This Its Too Late, sem hefur fengið fjórar stjörnur frá Rolling Stone, The Guardian og The Telegraph.
Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira