Lögregla kölluð til vegna mótmælanda á tónleikum Hinsegin kórsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2015 18:23 Hinsegin kórinn birti meðfylgjandi mynd á Facebook-síðu sinni. Hinsegin kórinn hélt árlega vortónleika sína í Seltjarnarneskirkju í gær. Tónleikarnir gengu vel að sögn Gunnlaugs Braga Björnssonar formanns sem bætir þó við að eitt atvik hafi varpað skugga á þá „fölskvalausu gleði“ sem einkenni tónleika kórsins. Hinsegin kórinn flaggaði regnbogafánanum við kirkjuna sem fór öfugt ofan í mann um þrítugt. Þegar kórinn hafði lokið upphitun sinni, um klukkustund áður en tónleikarnir áttu að hefjast, mætti maðurinn í anddyrið, gaf sig á tal við kórfélaga og spurði þá ýmissa óþægilegra spurninga að því er segir í tilkynningu sem Gunnlaugur sendi út fyrir hönd kórsins. „Maðurinn lýsti því yfir að það væri ekki boðlegt að flagga regnbogafána við íslenska kirkju enda væri biblían skýr í afstöðu sinni til hinsegin fólks,“ segir Gunnlaugur.Hef ekkert á móti fólki eins og ykkur en... „Líkt og algengt er þegar ausið er úr fordómaskálunum tilkynnti maðurinn að hann hefði „ekkert á móti svona fólki eins og ykkur“ en fáninn yrði að fara niður og að í raun ætti félagsskapur sem okkar ekkert erindi í þetta hús.“ Starfsmenn kirkjunnar lögðu til að fjarlægja fánann enda ekki venjan að flagga fánum á borð við þennan á fánastöng kirkjunnar. Eftir samtal við sóknarprestinn fékk kórinn hins vegar leyfi til að hafa fánann uppi fram yfir tónleika. „Hinsegin kórinn hefur haldið tónleika vítt og breitt, þar á meðal í ýmsum kirkjum og í öllum tilfellum flaggað regnbogafána í tilefni tónleika.“Kölluðu til lögreglu Þar með var sagan ekki búinn því maðurinn var allt annað en sáttur við þessa niðurstöðu. „Hinn sjálfskipaði siðferðisvörður tók þeirri ákvörðun prestsins þó ekki vel, heldur hóf aðgerðir til að fjarlægja og stela fána kórsins. Nokkur fjöldi fólks fylgdist með aðförinni, bæði kórfélagar, tónleikagestir og íbúar nærliggjandi húsa.“ Gunnlaugur segir að þegar ljóst var að viðkomandi myndi ekki láta af hegðun sinni, yfirlýsingum og dónaskap í garð kórfélaga hafi lögregla verið kölluð til. „Hún brást hratt og vel við, fjarlægði viðkomandi og óskaði kórfélögum góðs gengis á tónleikunum,“ segir Gunnlaugur og þakkar lögreglunni kærlega fyrir aðstoðina. Kórinn hafi svo skilið fánann eftir sem gjöf til kirkjunnar. Vonast hann og félagar hans í kórnum til þess að fánanum verði flaggað sem oftast í þágu mannréttinda og margbreytileika. „Það eru atvik sem þessi sem minna okkur á að baráttunni er ekki lokið. Hinsegin fólk verður enn fyrir aðkasti og mismunun í íslensku samfélagi þó að lagaleg staða þess sé afar góð. Það eru svona einstaklingar sem sýna okkur hvers vegna félagsskapur á borð við Hinsegin kórinn er nauðsynlegur. Saman vinnum við að betri heimi og sköpum smám saman samfélagslegt jafnrétti fyrir alla.“Tilkynning frá Hinsegin kórnum.Vortónleikar okkar fóru fram í Seltjarnarneskirkju í gær, laugardaginn 16. maí. Tó...Posted by Hinsegin kórinn - Reykjavík Queer Choir on Sunday, May 17, 2015 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Hinsegin kórinn hélt árlega vortónleika sína í Seltjarnarneskirkju í gær. Tónleikarnir gengu vel að sögn Gunnlaugs Braga Björnssonar formanns sem bætir þó við að eitt atvik hafi varpað skugga á þá „fölskvalausu gleði“ sem einkenni tónleika kórsins. Hinsegin kórinn flaggaði regnbogafánanum við kirkjuna sem fór öfugt ofan í mann um þrítugt. Þegar kórinn hafði lokið upphitun sinni, um klukkustund áður en tónleikarnir áttu að hefjast, mætti maðurinn í anddyrið, gaf sig á tal við kórfélaga og spurði þá ýmissa óþægilegra spurninga að því er segir í tilkynningu sem Gunnlaugur sendi út fyrir hönd kórsins. „Maðurinn lýsti því yfir að það væri ekki boðlegt að flagga regnbogafána við íslenska kirkju enda væri biblían skýr í afstöðu sinni til hinsegin fólks,“ segir Gunnlaugur.Hef ekkert á móti fólki eins og ykkur en... „Líkt og algengt er þegar ausið er úr fordómaskálunum tilkynnti maðurinn að hann hefði „ekkert á móti svona fólki eins og ykkur“ en fáninn yrði að fara niður og að í raun ætti félagsskapur sem okkar ekkert erindi í þetta hús.“ Starfsmenn kirkjunnar lögðu til að fjarlægja fánann enda ekki venjan að flagga fánum á borð við þennan á fánastöng kirkjunnar. Eftir samtal við sóknarprestinn fékk kórinn hins vegar leyfi til að hafa fánann uppi fram yfir tónleika. „Hinsegin kórinn hefur haldið tónleika vítt og breitt, þar á meðal í ýmsum kirkjum og í öllum tilfellum flaggað regnbogafána í tilefni tónleika.“Kölluðu til lögreglu Þar með var sagan ekki búinn því maðurinn var allt annað en sáttur við þessa niðurstöðu. „Hinn sjálfskipaði siðferðisvörður tók þeirri ákvörðun prestsins þó ekki vel, heldur hóf aðgerðir til að fjarlægja og stela fána kórsins. Nokkur fjöldi fólks fylgdist með aðförinni, bæði kórfélagar, tónleikagestir og íbúar nærliggjandi húsa.“ Gunnlaugur segir að þegar ljóst var að viðkomandi myndi ekki láta af hegðun sinni, yfirlýsingum og dónaskap í garð kórfélaga hafi lögregla verið kölluð til. „Hún brást hratt og vel við, fjarlægði viðkomandi og óskaði kórfélögum góðs gengis á tónleikunum,“ segir Gunnlaugur og þakkar lögreglunni kærlega fyrir aðstoðina. Kórinn hafi svo skilið fánann eftir sem gjöf til kirkjunnar. Vonast hann og félagar hans í kórnum til þess að fánanum verði flaggað sem oftast í þágu mannréttinda og margbreytileika. „Það eru atvik sem þessi sem minna okkur á að baráttunni er ekki lokið. Hinsegin fólk verður enn fyrir aðkasti og mismunun í íslensku samfélagi þó að lagaleg staða þess sé afar góð. Það eru svona einstaklingar sem sýna okkur hvers vegna félagsskapur á borð við Hinsegin kórinn er nauðsynlegur. Saman vinnum við að betri heimi og sköpum smám saman samfélagslegt jafnrétti fyrir alla.“Tilkynning frá Hinsegin kórnum.Vortónleikar okkar fóru fram í Seltjarnarneskirkju í gær, laugardaginn 16. maí. Tó...Posted by Hinsegin kórinn - Reykjavík Queer Choir on Sunday, May 17, 2015
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira