Kaupfélagsandi endurvakinn á Reykhólum Guðrún Ansnes skrifar 25. mars 2015 00:01 Ása og Reynir eru ófeimin við að breyta um umhverfi og láta ævintýrin leiða sig áfram. Róbertsson Vísir/Reynir Þór Róbertsson Hjónin Ása Fossdal og Reynir Þór Róbertsson hafa undið kvæði sínu í kross og munu á morgun opna matvöruverslunina Hólabúð á Reykhólum. Þau stóðu því í stórræðum við að taka upp vörur og gera klárt þegar blaðamaður sló á þráðinn vestur. Koma hjónin eins og kölluð, en Reykhólar hafa verið verslunarlausir síðan í byrjun árs. „Það eru að minnsta kosti hundrað og sex kílómetrar í næstu mjólkurfernu,“ segir Ása og skellir uppúr.Tilviljanir ráða för Lífið tekur óvæntar sveigjur og ræður röð tilviljana því að hjónakornin eru nú komin á sunnanvert vesturland. „Ekki alls fyrir löngu ætluðum við að flytja til Noregs og demba okkur í veitingarekstur. Við sögðum bæði upp störfunum okkar, en allt kom fyrir ekki og við enduðum atvinnulaus í Njarðvík,“ útskýrir Ása. Ekki leið á löngu uns tækifærin hreinlega bönkuðu á dyrnar hjá skötuhjúunum en Reynir hnaut um auglýsingu þar sem óskað var eftir fólki til að koma verslun aftur í stand á Reykhólum. „Boltinn var ekki lengi að rúlla af stað og áður en við vissum vorum við komin með húsnæði fyrir vestan.“ Kaupfélagsstemning allsráðandi Fyrir tilstuðlan styrks frá Byggðarstofnunnar gátu þau hjólað í að koma Hólabúð á koppinn. „Hér verður allt mögulegt á boðstólnum, fyrir utan álnavöru kannski. Þetta er svona gamli kaupfélags stíllinn,“ segir Ása. Óhætt er að fullyrða að koma þeirra í bæinn hefur vakið stormandi lukku. „Við settum upp Fésbókarsíðu í síðustu viku og viðbrögðin við versluninni hafa ekki látið á sér standa. Hér er tvöhundruð og sjötíu manna samfélag sem bíður spennt,“ bætir Ása við. Þau eru býsna bjartsýn á framtíð bæjarfélagsins og segja þar mikinn uppgang, og vísar í þörungaverksmiðjuna á staðnum. „Við erum komin til að vera, það er alveg á hreinu. Á fimm ára markmiðalistanum okkar er svo að koma upp veitingastað hérna líka. Reykhólar eru greinilega að verða naflinn,“ segir Ása glöð í bragði og augljóslega full tilhlökkunar. Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Hjónin Ása Fossdal og Reynir Þór Róbertsson hafa undið kvæði sínu í kross og munu á morgun opna matvöruverslunina Hólabúð á Reykhólum. Þau stóðu því í stórræðum við að taka upp vörur og gera klárt þegar blaðamaður sló á þráðinn vestur. Koma hjónin eins og kölluð, en Reykhólar hafa verið verslunarlausir síðan í byrjun árs. „Það eru að minnsta kosti hundrað og sex kílómetrar í næstu mjólkurfernu,“ segir Ása og skellir uppúr.Tilviljanir ráða för Lífið tekur óvæntar sveigjur og ræður röð tilviljana því að hjónakornin eru nú komin á sunnanvert vesturland. „Ekki alls fyrir löngu ætluðum við að flytja til Noregs og demba okkur í veitingarekstur. Við sögðum bæði upp störfunum okkar, en allt kom fyrir ekki og við enduðum atvinnulaus í Njarðvík,“ útskýrir Ása. Ekki leið á löngu uns tækifærin hreinlega bönkuðu á dyrnar hjá skötuhjúunum en Reynir hnaut um auglýsingu þar sem óskað var eftir fólki til að koma verslun aftur í stand á Reykhólum. „Boltinn var ekki lengi að rúlla af stað og áður en við vissum vorum við komin með húsnæði fyrir vestan.“ Kaupfélagsstemning allsráðandi Fyrir tilstuðlan styrks frá Byggðarstofnunnar gátu þau hjólað í að koma Hólabúð á koppinn. „Hér verður allt mögulegt á boðstólnum, fyrir utan álnavöru kannski. Þetta er svona gamli kaupfélags stíllinn,“ segir Ása. Óhætt er að fullyrða að koma þeirra í bæinn hefur vakið stormandi lukku. „Við settum upp Fésbókarsíðu í síðustu viku og viðbrögðin við versluninni hafa ekki látið á sér standa. Hér er tvöhundruð og sjötíu manna samfélag sem bíður spennt,“ bætir Ása við. Þau eru býsna bjartsýn á framtíð bæjarfélagsins og segja þar mikinn uppgang, og vísar í þörungaverksmiðjuna á staðnum. „Við erum komin til að vera, það er alveg á hreinu. Á fimm ára markmiðalistanum okkar er svo að koma upp veitingastað hérna líka. Reykhólar eru greinilega að verða naflinn,“ segir Ása glöð í bragði og augljóslega full tilhlökkunar.
Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira