Rannsóknir vegna lagningar sæstrengs að hefjast Svavar Hávarðsson skrifar 9. júní 2015 09:00 Skipið sem mun framkvæma könnunina á milli Færeyja og Íslands heitir Stril Explorer og hefur verið í eigu MMT frá því í fyrra. Um 50 manns munu koma að rannsóknum. MYND/MMA Sjávarbotnsrannsókn vegna lagningar sæstrengs á milli Bretlands og Íslands hefst í vikunni og stendur í allt sumar. Félagið sem stendur fyrir rannsókninni er Atlantic Superconnection (ASC); félag breskra fjárfesta sem miðar að því að fjármagna og setja upp sæstreng á milli landanna. ASC hefur fengið sænska hafrannsóknarfyrirtækið MMT til verksins en gefur ekki upp hversu kostnaðarsamt verkefnið er vegna samkeppnissjónarmiða. Orkustofnun hefur gefið út leyfi fyrir rannsókninni. Landsvirkjun telur sölu á rafmagni til Evrópu í gegnum sæstreng mjög áhugaverðan kost enda um mikla fjárhagslega hagsmuni að tefla. Seinagangur heimavinnu íslenskra stjórnvalda hefur verið nefndur, sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur þvertekið fyrir og segir að aðeins sé verið að vinna nauðsynlega heimavinnu.Botnrannsóknir ASC vekja því athygli, en fyrirtækið áréttar að þær komi viðræðum landanna ekki við – þær séu enn þá á óformlegu stigi. Könnunin er gerð til að gefa skýrari mynd af mikilvægum tækniatriðum. Byrjað verður að rannsaka hafsbotninn við Færeyjar, upp með Orkneyjum og Hjaltlandseyjum og þaðan upp að austurströnd Íslands. Síðari hluti rannsóknarinnar fer fram á hafsbotninum á milli Færeyja og suður að norðurhluta Bretlands. Áhætta á röskun lífríkis er talin hverfandi. Forsvarsmenn ASC eru bjartsýnir á að rannsóknin nýtist vel í verkefninu um sæstreng á milli Íslands og Bretlands. Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Sjávarbotnsrannsókn vegna lagningar sæstrengs á milli Bretlands og Íslands hefst í vikunni og stendur í allt sumar. Félagið sem stendur fyrir rannsókninni er Atlantic Superconnection (ASC); félag breskra fjárfesta sem miðar að því að fjármagna og setja upp sæstreng á milli landanna. ASC hefur fengið sænska hafrannsóknarfyrirtækið MMT til verksins en gefur ekki upp hversu kostnaðarsamt verkefnið er vegna samkeppnissjónarmiða. Orkustofnun hefur gefið út leyfi fyrir rannsókninni. Landsvirkjun telur sölu á rafmagni til Evrópu í gegnum sæstreng mjög áhugaverðan kost enda um mikla fjárhagslega hagsmuni að tefla. Seinagangur heimavinnu íslenskra stjórnvalda hefur verið nefndur, sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur þvertekið fyrir og segir að aðeins sé verið að vinna nauðsynlega heimavinnu.Botnrannsóknir ASC vekja því athygli, en fyrirtækið áréttar að þær komi viðræðum landanna ekki við – þær séu enn þá á óformlegu stigi. Könnunin er gerð til að gefa skýrari mynd af mikilvægum tækniatriðum. Byrjað verður að rannsaka hafsbotninn við Færeyjar, upp með Orkneyjum og Hjaltlandseyjum og þaðan upp að austurströnd Íslands. Síðari hluti rannsóknarinnar fer fram á hafsbotninum á milli Færeyja og suður að norðurhluta Bretlands. Áhætta á röskun lífríkis er talin hverfandi. Forsvarsmenn ASC eru bjartsýnir á að rannsóknin nýtist vel í verkefninu um sæstreng á milli Íslands og Bretlands.
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira