Eigandi Hvals segir dýraverndunarsinna „smáklíkur sem kalla sig mjög flottum nöfnum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júní 2015 10:27 Kristján Loftsson, eigandi Hvals. vísir/anton brink Kristján Loftsson, eigandi Hvals og stjórnarformaður HB Granda, segir að aldrei hefði verið farið af stað aftur með hvalveiðar við Íslandsstrendur ef að stofnarnir þyldu það ekki. Þá séu veiðarnar hluti af þeirri stefnu að nýta hafið á sjálfbæran hátt. Kristján ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var meðal annars spurður að því hvaða áhrif það myndi hafa ef að hvalveiðum yrði hætt. „Það myndi fjölga eitthvað sumum tegundunum og svo færu þeir að rekast hér á strandir og þvælast fyrir. Þeir eru ekkert í megrun, þeir taka sitt. Þú verður að hafa „balans“ í þessu, annars fer þetta í einhverja vitleysu,“ sagði Kristján.Hvaða fólk eru þessir náttúruverndarsinnar? Hann gaf svo lítið fyrir það að veiðarnar hefðu skaðað ímynd Íslands út á við. „Ég hef hvergi getað séð það að þetta hafi skaðað okkur þannig beint. Þú munt alltaf hafa eitthvað svona, uppákomur, og þessir náttúruverndarsinnar. Hvaða fólk er þetta? Hefurðu stúderað það? Ég hef stúderað það mjög vel. Þetta eru bara grúppur sem eru örfáir aðilar sem reka þetta og er haldið af lofti af fréttamönnum og fjölmiðlunum. Ef að þeir myndu láta þá eiga sig þá væru þeir búnir, þetta er ekki flóknara.“ Kristján sagðist svo ekki hafa neina samúð með dýraverndunarsinnum og sagði umræðu um hvalveiðar „með ólíkindum litla“ í Bandaríkjunum, Bretlandi og Evrópu.Segir lítið fjallað um hvalveiðar í fjölmiðlum erlendis „Það er mest í Ástralíu og Nýja Sjálandi þegar Japanarnir voru að fara þarna í suðrið. Það er nú margt til í dag, eins og þetta Google „system“ sem allir þekkja. Þá geturðu sett inn svona leitarorð og fengið allar fréttir þar sem þetta orð kemur fyrir. Ég setti inn orðið „whaling“ og fæ fréttir úr ensku pressunni þar sem orðið kemur fyrir. Það er alveg með ólíkindum hvað þetta er lítið.“ Aðspurður hvað dýraverndunarsinnar væru þá ekki að átta sig á eða skilja sagði Kristján: „Þeir vilja ekkert skilja heldur, þeir vita þetta allt en þeir vilja ekkert skilja. Þeir eru bara svekktir yfir því að við séum í gangi. Þeir hafa einhvern veginn komið fólki, einhverjum örfáum, í skilning um það, sem eru að gefa þeim peninga, að þeir væru búnir að klára þessar hvalveiðar en síðan allt í einu er allt farið í gang aftur og þá eru þeir í slæmum málum.“„Þú getur veitt hval alveg til eilífðar“ Að sögn Kristjáns heldur hvalstofninn sér við ár eftir ár, ef menn eru ekki of gráðugir að veiða alltof mikið. „Þú getur veitt hval alveg til eilífðar.“ Í lok viðtalsins, sem hlusta má á í heild sinni í spilaranum hér að neðan, sögðust þáttastjórnendur örugglega eiga eftir að heyra í dýraverndunarsinnum eftir spjallið við Kristján. „Já, þú heyrir í þeim. En spurðu þá hverjir þeir séu og hverjir standa á bak við þá. Þetta eru bara smáklíkur og kalla sig síðan mjög flottum nöfnum sem er svo verið að þýða hér á íslensku [...]“ Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Sjá meira
Kristján Loftsson, eigandi Hvals og stjórnarformaður HB Granda, segir að aldrei hefði verið farið af stað aftur með hvalveiðar við Íslandsstrendur ef að stofnarnir þyldu það ekki. Þá séu veiðarnar hluti af þeirri stefnu að nýta hafið á sjálfbæran hátt. Kristján ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var meðal annars spurður að því hvaða áhrif það myndi hafa ef að hvalveiðum yrði hætt. „Það myndi fjölga eitthvað sumum tegundunum og svo færu þeir að rekast hér á strandir og þvælast fyrir. Þeir eru ekkert í megrun, þeir taka sitt. Þú verður að hafa „balans“ í þessu, annars fer þetta í einhverja vitleysu,“ sagði Kristján.Hvaða fólk eru þessir náttúruverndarsinnar? Hann gaf svo lítið fyrir það að veiðarnar hefðu skaðað ímynd Íslands út á við. „Ég hef hvergi getað séð það að þetta hafi skaðað okkur þannig beint. Þú munt alltaf hafa eitthvað svona, uppákomur, og þessir náttúruverndarsinnar. Hvaða fólk er þetta? Hefurðu stúderað það? Ég hef stúderað það mjög vel. Þetta eru bara grúppur sem eru örfáir aðilar sem reka þetta og er haldið af lofti af fréttamönnum og fjölmiðlunum. Ef að þeir myndu láta þá eiga sig þá væru þeir búnir, þetta er ekki flóknara.“ Kristján sagðist svo ekki hafa neina samúð með dýraverndunarsinnum og sagði umræðu um hvalveiðar „með ólíkindum litla“ í Bandaríkjunum, Bretlandi og Evrópu.Segir lítið fjallað um hvalveiðar í fjölmiðlum erlendis „Það er mest í Ástralíu og Nýja Sjálandi þegar Japanarnir voru að fara þarna í suðrið. Það er nú margt til í dag, eins og þetta Google „system“ sem allir þekkja. Þá geturðu sett inn svona leitarorð og fengið allar fréttir þar sem þetta orð kemur fyrir. Ég setti inn orðið „whaling“ og fæ fréttir úr ensku pressunni þar sem orðið kemur fyrir. Það er alveg með ólíkindum hvað þetta er lítið.“ Aðspurður hvað dýraverndunarsinnar væru þá ekki að átta sig á eða skilja sagði Kristján: „Þeir vilja ekkert skilja heldur, þeir vita þetta allt en þeir vilja ekkert skilja. Þeir eru bara svekktir yfir því að við séum í gangi. Þeir hafa einhvern veginn komið fólki, einhverjum örfáum, í skilning um það, sem eru að gefa þeim peninga, að þeir væru búnir að klára þessar hvalveiðar en síðan allt í einu er allt farið í gang aftur og þá eru þeir í slæmum málum.“„Þú getur veitt hval alveg til eilífðar“ Að sögn Kristjáns heldur hvalstofninn sér við ár eftir ár, ef menn eru ekki of gráðugir að veiða alltof mikið. „Þú getur veitt hval alveg til eilífðar.“ Í lok viðtalsins, sem hlusta má á í heild sinni í spilaranum hér að neðan, sögðust þáttastjórnendur örugglega eiga eftir að heyra í dýraverndunarsinnum eftir spjallið við Kristján. „Já, þú heyrir í þeim. En spurðu þá hverjir þeir séu og hverjir standa á bak við þá. Þetta eru bara smáklíkur og kalla sig síðan mjög flottum nöfnum sem er svo verið að þýða hér á íslensku [...]“
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Sjá meira