Mótmælir staðsetningu nýrrar brúar yfir Ölfusá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. janúar 2015 20:37 Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar er á móti því að ný brú yfir Ölfusá fara fram hjá íbúðabyggðinni á Selfossi. Hann vill að nýja brúin fari fyrir neðan bæinn þannig að vegfarendur geti valið um það hvort þeir fari í gegnum bæinn eða ekki. Fyrstu hugmyndir að nýrri brú yfir Ölfusá yfir svokallaða Efri Laugardælaeyju austan við Selfoss hafa verið kynntar en svona mun nýja brúin líta út, stagbrú, sem mun kosta um fjóra og hálfan milljarð króna. Vegstæði brúarinnar munu fara að hluta til yfir Hellisskóg, skógræktarsvæði Skógræktarfélags Selfoss og að hluta yfir golfvöllinn á Selfossi. Samkvæmt samgönguáætlun er gert ráð fyrir að vinna við brú og veg að henni sé í gangi á árunum 2017-2019. Forseti bæjarstjórnar vill ekki sjá nýja brú á þessum stað, hann vill sjá hana fyrir neðan bæinn. „Þá færðu margt út úr því, þá færðu umferðina frá Ingólfsfjalli og beint niður hjá Kögunarhóli, örstutt haft yfir þannig að það hlýtur að vera ódýr brúargerð. Síðan myndi þetta henta byggðunum. Við búum bara í þrjú hundruð þúsund manna landi, af hverju ekki að vinna þetta með byggðunum og hagmunum byggðanna líkt og gert var í Borgarnesi um árið. Þá fáum við hringtorg rétt fyrir neðan bæinn, suðurleið fyrir sunna bæinn og þá hafa menn valkost að koma í gegnum bæinn. Þetta myndi styrkja byggðirnar og ströndina, Eyrarbakka, Stokkseyri, Þorlákshöfn og Suðurstrandaveg.Þetta er allt í þágu og hagsmuna byggðanna, sem eru þarna tengdar saman“, segir Kjartan. Hann segist ekki skilja af hverju Vegagerðin og sveitarfélagið vilja beina allri umferð fram hjá bæjarfélaginu. „Þess vegna er það alveg tótalt að setja þessa brú og þessa hraðbraut í gegnum náttúruparadísina okkar á meðan ekki er búið að tvöfalda lífshættulegasta veg Íslands, Selfoss – Reykjavík, það á að tvöfalda vegin með aðskildum akreinum, síðan fáum við göngubrú við núverandi Ölfusárbrú og svo má fara ræða um hitt, þetta er mín skoðun“ bætir Kjartan við. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar er á móti því að ný brú yfir Ölfusá fara fram hjá íbúðabyggðinni á Selfossi. Hann vill að nýja brúin fari fyrir neðan bæinn þannig að vegfarendur geti valið um það hvort þeir fari í gegnum bæinn eða ekki. Fyrstu hugmyndir að nýrri brú yfir Ölfusá yfir svokallaða Efri Laugardælaeyju austan við Selfoss hafa verið kynntar en svona mun nýja brúin líta út, stagbrú, sem mun kosta um fjóra og hálfan milljarð króna. Vegstæði brúarinnar munu fara að hluta til yfir Hellisskóg, skógræktarsvæði Skógræktarfélags Selfoss og að hluta yfir golfvöllinn á Selfossi. Samkvæmt samgönguáætlun er gert ráð fyrir að vinna við brú og veg að henni sé í gangi á árunum 2017-2019. Forseti bæjarstjórnar vill ekki sjá nýja brú á þessum stað, hann vill sjá hana fyrir neðan bæinn. „Þá færðu margt út úr því, þá færðu umferðina frá Ingólfsfjalli og beint niður hjá Kögunarhóli, örstutt haft yfir þannig að það hlýtur að vera ódýr brúargerð. Síðan myndi þetta henta byggðunum. Við búum bara í þrjú hundruð þúsund manna landi, af hverju ekki að vinna þetta með byggðunum og hagmunum byggðanna líkt og gert var í Borgarnesi um árið. Þá fáum við hringtorg rétt fyrir neðan bæinn, suðurleið fyrir sunna bæinn og þá hafa menn valkost að koma í gegnum bæinn. Þetta myndi styrkja byggðirnar og ströndina, Eyrarbakka, Stokkseyri, Þorlákshöfn og Suðurstrandaveg.Þetta er allt í þágu og hagsmuna byggðanna, sem eru þarna tengdar saman“, segir Kjartan. Hann segist ekki skilja af hverju Vegagerðin og sveitarfélagið vilja beina allri umferð fram hjá bæjarfélaginu. „Þess vegna er það alveg tótalt að setja þessa brú og þessa hraðbraut í gegnum náttúruparadísina okkar á meðan ekki er búið að tvöfalda lífshættulegasta veg Íslands, Selfoss – Reykjavík, það á að tvöfalda vegin með aðskildum akreinum, síðan fáum við göngubrú við núverandi Ölfusárbrú og svo má fara ræða um hitt, þetta er mín skoðun“ bætir Kjartan við.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira