Mótmælir staðsetningu nýrrar brúar yfir Ölfusá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. janúar 2015 20:37 Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar er á móti því að ný brú yfir Ölfusá fara fram hjá íbúðabyggðinni á Selfossi. Hann vill að nýja brúin fari fyrir neðan bæinn þannig að vegfarendur geti valið um það hvort þeir fari í gegnum bæinn eða ekki. Fyrstu hugmyndir að nýrri brú yfir Ölfusá yfir svokallaða Efri Laugardælaeyju austan við Selfoss hafa verið kynntar en svona mun nýja brúin líta út, stagbrú, sem mun kosta um fjóra og hálfan milljarð króna. Vegstæði brúarinnar munu fara að hluta til yfir Hellisskóg, skógræktarsvæði Skógræktarfélags Selfoss og að hluta yfir golfvöllinn á Selfossi. Samkvæmt samgönguáætlun er gert ráð fyrir að vinna við brú og veg að henni sé í gangi á árunum 2017-2019. Forseti bæjarstjórnar vill ekki sjá nýja brú á þessum stað, hann vill sjá hana fyrir neðan bæinn. „Þá færðu margt út úr því, þá færðu umferðina frá Ingólfsfjalli og beint niður hjá Kögunarhóli, örstutt haft yfir þannig að það hlýtur að vera ódýr brúargerð. Síðan myndi þetta henta byggðunum. Við búum bara í þrjú hundruð þúsund manna landi, af hverju ekki að vinna þetta með byggðunum og hagmunum byggðanna líkt og gert var í Borgarnesi um árið. Þá fáum við hringtorg rétt fyrir neðan bæinn, suðurleið fyrir sunna bæinn og þá hafa menn valkost að koma í gegnum bæinn. Þetta myndi styrkja byggðirnar og ströndina, Eyrarbakka, Stokkseyri, Þorlákshöfn og Suðurstrandaveg.Þetta er allt í þágu og hagsmuna byggðanna, sem eru þarna tengdar saman“, segir Kjartan. Hann segist ekki skilja af hverju Vegagerðin og sveitarfélagið vilja beina allri umferð fram hjá bæjarfélaginu. „Þess vegna er það alveg tótalt að setja þessa brú og þessa hraðbraut í gegnum náttúruparadísina okkar á meðan ekki er búið að tvöfalda lífshættulegasta veg Íslands, Selfoss – Reykjavík, það á að tvöfalda vegin með aðskildum akreinum, síðan fáum við göngubrú við núverandi Ölfusárbrú og svo má fara ræða um hitt, þetta er mín skoðun“ bætir Kjartan við. Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar er á móti því að ný brú yfir Ölfusá fara fram hjá íbúðabyggðinni á Selfossi. Hann vill að nýja brúin fari fyrir neðan bæinn þannig að vegfarendur geti valið um það hvort þeir fari í gegnum bæinn eða ekki. Fyrstu hugmyndir að nýrri brú yfir Ölfusá yfir svokallaða Efri Laugardælaeyju austan við Selfoss hafa verið kynntar en svona mun nýja brúin líta út, stagbrú, sem mun kosta um fjóra og hálfan milljarð króna. Vegstæði brúarinnar munu fara að hluta til yfir Hellisskóg, skógræktarsvæði Skógræktarfélags Selfoss og að hluta yfir golfvöllinn á Selfossi. Samkvæmt samgönguáætlun er gert ráð fyrir að vinna við brú og veg að henni sé í gangi á árunum 2017-2019. Forseti bæjarstjórnar vill ekki sjá nýja brú á þessum stað, hann vill sjá hana fyrir neðan bæinn. „Þá færðu margt út úr því, þá færðu umferðina frá Ingólfsfjalli og beint niður hjá Kögunarhóli, örstutt haft yfir þannig að það hlýtur að vera ódýr brúargerð. Síðan myndi þetta henta byggðunum. Við búum bara í þrjú hundruð þúsund manna landi, af hverju ekki að vinna þetta með byggðunum og hagmunum byggðanna líkt og gert var í Borgarnesi um árið. Þá fáum við hringtorg rétt fyrir neðan bæinn, suðurleið fyrir sunna bæinn og þá hafa menn valkost að koma í gegnum bæinn. Þetta myndi styrkja byggðirnar og ströndina, Eyrarbakka, Stokkseyri, Þorlákshöfn og Suðurstrandaveg.Þetta er allt í þágu og hagsmuna byggðanna, sem eru þarna tengdar saman“, segir Kjartan. Hann segist ekki skilja af hverju Vegagerðin og sveitarfélagið vilja beina allri umferð fram hjá bæjarfélaginu. „Þess vegna er það alveg tótalt að setja þessa brú og þessa hraðbraut í gegnum náttúruparadísina okkar á meðan ekki er búið að tvöfalda lífshættulegasta veg Íslands, Selfoss – Reykjavík, það á að tvöfalda vegin með aðskildum akreinum, síðan fáum við göngubrú við núverandi Ölfusárbrú og svo má fara ræða um hitt, þetta er mín skoðun“ bætir Kjartan við.
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira