Útflutningsverðmæti aukins loðnukvóta er 25 milljarðar Svavar Hávarðsson skrifar 31. janúar 2015 07:00 Rúmlega 30.000 tonn eru komin á land og aðeins um sex vikur til stefnu áður en loðnan hrygnir og drepst. Fréttablaðið/Óskar Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir komandi vertíð hefur verið aukin um 320.000 tonn til viðbótar við útgefið aflamark í október. Stofnunin leggur því til að leyfilegur hámarksafli á vertíðinni 2014/2015 verði ákveðinn 580 þúsund tonn. Hafrannsóknastofnun hefur verið við loðnumælingar frá 5. janúar síðastliðnum og lauk leiðangrinum í gær er rannsóknaskipið Árni Friðriksson kom til heimahafnar. Auk Árna tók Birtingur NK, skip Síldarvinnslunnar frá Neskaupstað, þátt í rannsóknum. Loðna fannst á öllu mælingasvæðinu en var víða mjög dreifð. Mest mældist út af Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi að Kolbeinseyjarhrygg. Samkvæmt útreikningum Hafrannsóknastofnunar er áætlað að stærð veiðistofnsins sé nú 969.000 tonn, en samkvæmt veiðireglu skulu 400.000 tonn skilin eftir til hrygningar. Að tilteknum fyrirvörum um ráðstöfun, gengi gjaldmiðla og ástand á mörkuðum, er viðbótin um 25 milljarðar króna í útflutningsverðmætum. Aðeins 22 skip hafa veiðiheimildir í loðnu, en tæp 75% kvótans falla í hlut fimm útgerðarfyrirtækja; Ísfélags Vestmannaeyja, HB Granda, Síldarvinnslunnar, Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og Samherja. Spurningar vakna um markaðsmál loðnuafurða við þessar fréttir um mun rýmri veiðiheimildir en í fyrstu leit út fyrir að yrðu gefnar út. Sérstaklega á það við markaði í Rússlandi, en eins og Fréttablaðið greindi frá í desember var útlit fyrir að útflutningur á íslenskum sjávarafurðum til Rússlands stöðvist vegna efnahagsástandsins þar í landi. Óvissa er um framhaldið og hvort fiskútflytjendur fái greitt fyrir vörur sem þegar eru farnar héðan. Teitur Gylfason, sölustjóri uppsjávarfisks Iceland Seafood, hefur hins vegar ekki áhyggjur af stöðu mála, og telur það þvert á móti góðar fréttir að veiðiheimildir verði auknar og vandræðalaust verði að koma þeim í verð. „Aukningin fer mest í lýsi og mjöl. Staðan á þeim mörkuðum er mjög hagfelld Íslendingum um þessar mundir af því að lítið er að koma af slíkum afurðum frá Suður-Ameríku núna,“ segir Teitur. Stuttur tími er til stefnu til að ná kvótanum og því telur Teitur að hugsanlega dragi úr vinnslu loðnu til manneldis – fyrir utan hrognavinnslu þar sem mesta verðmætið liggur. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir komandi vertíð hefur verið aukin um 320.000 tonn til viðbótar við útgefið aflamark í október. Stofnunin leggur því til að leyfilegur hámarksafli á vertíðinni 2014/2015 verði ákveðinn 580 þúsund tonn. Hafrannsóknastofnun hefur verið við loðnumælingar frá 5. janúar síðastliðnum og lauk leiðangrinum í gær er rannsóknaskipið Árni Friðriksson kom til heimahafnar. Auk Árna tók Birtingur NK, skip Síldarvinnslunnar frá Neskaupstað, þátt í rannsóknum. Loðna fannst á öllu mælingasvæðinu en var víða mjög dreifð. Mest mældist út af Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi að Kolbeinseyjarhrygg. Samkvæmt útreikningum Hafrannsóknastofnunar er áætlað að stærð veiðistofnsins sé nú 969.000 tonn, en samkvæmt veiðireglu skulu 400.000 tonn skilin eftir til hrygningar. Að tilteknum fyrirvörum um ráðstöfun, gengi gjaldmiðla og ástand á mörkuðum, er viðbótin um 25 milljarðar króna í útflutningsverðmætum. Aðeins 22 skip hafa veiðiheimildir í loðnu, en tæp 75% kvótans falla í hlut fimm útgerðarfyrirtækja; Ísfélags Vestmannaeyja, HB Granda, Síldarvinnslunnar, Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og Samherja. Spurningar vakna um markaðsmál loðnuafurða við þessar fréttir um mun rýmri veiðiheimildir en í fyrstu leit út fyrir að yrðu gefnar út. Sérstaklega á það við markaði í Rússlandi, en eins og Fréttablaðið greindi frá í desember var útlit fyrir að útflutningur á íslenskum sjávarafurðum til Rússlands stöðvist vegna efnahagsástandsins þar í landi. Óvissa er um framhaldið og hvort fiskútflytjendur fái greitt fyrir vörur sem þegar eru farnar héðan. Teitur Gylfason, sölustjóri uppsjávarfisks Iceland Seafood, hefur hins vegar ekki áhyggjur af stöðu mála, og telur það þvert á móti góðar fréttir að veiðiheimildir verði auknar og vandræðalaust verði að koma þeim í verð. „Aukningin fer mest í lýsi og mjöl. Staðan á þeim mörkuðum er mjög hagfelld Íslendingum um þessar mundir af því að lítið er að koma af slíkum afurðum frá Suður-Ameríku núna,“ segir Teitur. Stuttur tími er til stefnu til að ná kvótanum og því telur Teitur að hugsanlega dragi úr vinnslu loðnu til manneldis – fyrir utan hrognavinnslu þar sem mesta verðmætið liggur.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira