Erfitt að sjá að reglur á heimavist framhaldsskóla standist lög Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. febrúar 2015 14:16 Þórgnýr Thoroddsen, varaborgarfulltrúi, og Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna. Vísir Þórgnýr Thoroddsen, varaborgarfulltrúi Pírata og formaður ÍTR, vakti athygli á reglum heimavistar Framhaldsskólans á Laugum þar sem segir meðal annars að skólameistari, og starfsmenn skólans í umboði hans, hafi aðgang að herbergjum nemenda sem búa á vistinni hvenær sem er til eftirlits. Sambærileg regla gildir á heimavist Menntaskólans á Ísafirði. Þórgnýr veltir því fyrir sér hvort að verið sé að brjóta friðhelgi einkalífs með þessari reglu. „Eins og þetta horfir við mér þá leikur enginn vafi á því að heimavistin er heimili barnanna á meðan þau eru þar. Það fylgja því einfaldlega ákveðin réttindi og friðhelgi. Ísland er meðal annars eitt þeirra landa sem lögfest hefur barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og þar er kveðið á um ákveðinn sjálfsákvörðunarrétt barna og ungmenna í samræmi við aldur og þroska,“ segir Þórgnýr.Vímuefnapróf ákveðin valdbeiting Þá má vísa nemanda af heimavistinni á Laugum ef hann neitar að gangast undir vímuefnapróf. Þórgnýr segist vel skilja það að það sé andstætt reglunum að ungmenni undir lögaldri drekki áfengi en þó telji hann að þeir sem setji reglurnar verði engu að síður að taka tillit til grundvallarréttinda fólks. Einstaklingar eigi til að mynda rétt á því að neita að gangast undir vímuefnapróf. „Ég er þar að auki fylgjandi skaðaminnkandi stefnu þegar kemur að vímuefnum og ég held að það sé ekki hagur neins að reka krakkana úr skólanum ef þau hafa verið að reykja hass eða drekka áfengi, síður en svo. Það er kannski hægt að fara fram á að þau díli eitthvað við það en ég sé þetta vímuefnapróf í rauninni bara sem ákveðna valdbeitingu.“Framhaldsskólinn á Laugum.Þarf lagaheimild eða dómsúrskurð til að leita í herbergjum nemenda Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, segir að allar reglur um heimavist verði að vera í samræmi við réttindi nemenda sem eigi að sjálfsögðu rétt á friðhelgi til einkalífs eins og aðrir. „Það þarf lagaheimild eða dómsúrskurð til þess að það sé heimilt að leita í herbergjum nemenda, en engin heimild er til þess í núgildandi lögum. Ég á því erfitt með að sjá að þessar reglur séu í samræmi við lög og réttindi nemenda,“ segir Margrét. Ef grunur vakni hins vegar um refsiverða háttsemi, til dæmis þjófnað eða vörslu fíkniefna, er hægt að hafa samband við lögreglu sem hefur heimild til að framkvæma leit vegna sakamálarannsóknar.Nær að veita nemendum viðeigandi stuðning en að vísa þeim úr skóla Margrét segir að sömu sjónarmið eigi að mörgu leyti við um vímuefnapróf þar sem það samræmist ekki rétti nemenda til friðhelgi einkalífs að það sé hvenær sem er hægt að gera kröfu um að þeir gangist undir slík próf. „Ég velti reyndar fyrir mér hvort það sé yfirhöfuð rétt nálgun að vísa nemendum úr framhaldsskólum eða heimavist ef grunur er að þeir séu undir áhrifum vímuefna. Það væri miklu nær að mínu mati að veita þessum nemendum viðeigandi stuðning og jafnvel hjálpa þeim að komast í meðferð. Rannsóknir sýna að það er mikilvæg forvörn fyrir börn og ungmenni að vera í námi. Ef nemandi er augljóslega undir áhrifum vímuefna og stefnir sjálfum sér eða öðrum í hættu getur þó að sjálfsögðu þurft að bregðast við með því að vísa nemanda frá, að minnsta kosti tímabundið,“ segir umboðsmaður barna. Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Þórgnýr Thoroddsen, varaborgarfulltrúi Pírata og formaður ÍTR, vakti athygli á reglum heimavistar Framhaldsskólans á Laugum þar sem segir meðal annars að skólameistari, og starfsmenn skólans í umboði hans, hafi aðgang að herbergjum nemenda sem búa á vistinni hvenær sem er til eftirlits. Sambærileg regla gildir á heimavist Menntaskólans á Ísafirði. Þórgnýr veltir því fyrir sér hvort að verið sé að brjóta friðhelgi einkalífs með þessari reglu. „Eins og þetta horfir við mér þá leikur enginn vafi á því að heimavistin er heimili barnanna á meðan þau eru þar. Það fylgja því einfaldlega ákveðin réttindi og friðhelgi. Ísland er meðal annars eitt þeirra landa sem lögfest hefur barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og þar er kveðið á um ákveðinn sjálfsákvörðunarrétt barna og ungmenna í samræmi við aldur og þroska,“ segir Þórgnýr.Vímuefnapróf ákveðin valdbeiting Þá má vísa nemanda af heimavistinni á Laugum ef hann neitar að gangast undir vímuefnapróf. Þórgnýr segist vel skilja það að það sé andstætt reglunum að ungmenni undir lögaldri drekki áfengi en þó telji hann að þeir sem setji reglurnar verði engu að síður að taka tillit til grundvallarréttinda fólks. Einstaklingar eigi til að mynda rétt á því að neita að gangast undir vímuefnapróf. „Ég er þar að auki fylgjandi skaðaminnkandi stefnu þegar kemur að vímuefnum og ég held að það sé ekki hagur neins að reka krakkana úr skólanum ef þau hafa verið að reykja hass eða drekka áfengi, síður en svo. Það er kannski hægt að fara fram á að þau díli eitthvað við það en ég sé þetta vímuefnapróf í rauninni bara sem ákveðna valdbeitingu.“Framhaldsskólinn á Laugum.Þarf lagaheimild eða dómsúrskurð til að leita í herbergjum nemenda Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, segir að allar reglur um heimavist verði að vera í samræmi við réttindi nemenda sem eigi að sjálfsögðu rétt á friðhelgi til einkalífs eins og aðrir. „Það þarf lagaheimild eða dómsúrskurð til þess að það sé heimilt að leita í herbergjum nemenda, en engin heimild er til þess í núgildandi lögum. Ég á því erfitt með að sjá að þessar reglur séu í samræmi við lög og réttindi nemenda,“ segir Margrét. Ef grunur vakni hins vegar um refsiverða háttsemi, til dæmis þjófnað eða vörslu fíkniefna, er hægt að hafa samband við lögreglu sem hefur heimild til að framkvæma leit vegna sakamálarannsóknar.Nær að veita nemendum viðeigandi stuðning en að vísa þeim úr skóla Margrét segir að sömu sjónarmið eigi að mörgu leyti við um vímuefnapróf þar sem það samræmist ekki rétti nemenda til friðhelgi einkalífs að það sé hvenær sem er hægt að gera kröfu um að þeir gangist undir slík próf. „Ég velti reyndar fyrir mér hvort það sé yfirhöfuð rétt nálgun að vísa nemendum úr framhaldsskólum eða heimavist ef grunur er að þeir séu undir áhrifum vímuefna. Það væri miklu nær að mínu mati að veita þessum nemendum viðeigandi stuðning og jafnvel hjálpa þeim að komast í meðferð. Rannsóknir sýna að það er mikilvæg forvörn fyrir börn og ungmenni að vera í námi. Ef nemandi er augljóslega undir áhrifum vímuefna og stefnir sjálfum sér eða öðrum í hættu getur þó að sjálfsögðu þurft að bregðast við með því að vísa nemanda frá, að minnsta kosti tímabundið,“ segir umboðsmaður barna.
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira