Enski boltinn

Pellegrini sendir Mourinho pillu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Þó svo að það sé enn einn og hálfur mánuður í að nýtt tímabil hefjist í ensku úrvalsdeildinni er Manuel Pellegrini þegar byrjaður að tjá sig um Jose Mourinho.

Pellegrini er stjóri Manchester City, sem vann titilinn í fyrra, en Mourinho er sem kunnugt er hjá Chelsea sem varð Englandsmeistari í ár.

„Þegar hann vinnur þá vill hann eigna sér heiðurinn af öllu saman,“ sagði Pellegrini í dagblaðsviðtali í heimalandinu. „Mourinho vill eigna sér heiðurinn fyrir allt saman. Það geri ég aldrei.“

„Þegar ég vann ensku úrvalsdeildina þá sagði ég ekki orð. Ég á ekkert sökótt við Mourinho. Hann er ekki óvinur minn og það eru engir árekstrar okkar á milli. En við erum ólíkir að öllu leyti. Ég hef engan áhuga á að greina hann sem persónu.“

Mourinho tók við sem knattspyrnustjóri Real Madrid af Pellegrini árið 2010. Síðan hefur verið lítil vinátta á milli þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×