Enski boltinn

Chelsea nálgast kaup á vinstri bakverði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rahman var einn af bestu leikmönnum Augsburg í þýsku deildinni í fyrra.
Rahman var einn af bestu leikmönnum Augsburg í þýsku deildinni í fyrra. vísir/getty
Líklegt þykir að vinstri bakvörðurinn Baba Rahman gangi til liðs við Chelsea á næstu dögum.

Rahman, sem er 21 árs gamall leikmaður Augsburg í Þýskalandi, er ætlað að fylla skarð Filipe Luis sem er farinn aftur til Atletico Madrid eftir aðeins eins árs dvöl hjá Chelsea.

Rahman, sem hefur leikið 11 landsleiki fyrir Gana, kom til Augsburg frá Greuther Fürth í fyrrasumar og spilaði vel með spútnikliði Augsburg í vetur en liðið endaði í 5. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar.

Gangi félagaskiptin eftir mun Rahman veita Spánverjanum Cesar Azpilicueta samkeppni um vinstri bakvarðarstöðuna hjá ensku meisturunum í vetur.


Tengdar fréttir

Filipe Luis kominn aftur til Atletico Madrid

Brasilíski bakvörðurinn er kominn aftur til Atletico Madrid eftir misheppnaða dvöl hjá Englandsmeisturunum í Chelsea. Þrátt fyrir að verða enskur meistari sem og deildarbikarmeistari lék Luis lítið í bláu treyjunni.

Costa og Cahill klárir fyrir helgina

Costa og Cahill hafa báðir náð sér af meiðslum og geta tekið þátt í leiknum upp á Samfélagsskjöldinn gegn Arsenal á sunnudaginn.

Cech mætir gömlu félögunum

Petr Cech mætir Chelsea í fyrsta leik enska boltans þegar keppt verður um Samfélagsskjöldinn á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×