Ungt listafólk í Kópavogi sýnir afrakstur sumarsins Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2015 12:00 Inga Friðjónsdóttir umsjónarkona hjá skapandi sumarstörfum í Kópavogi segir lokahátíðina í kvöld vera einstakt tækifæri fyrir unga listamenn til þess að njóta sín. Vísir/Pjetur Í kvöld verður haldin lokahátíð skapandi sumarstarfa í Kópavogi. Þetta verður í tíunda skiptið sem skapandi sumarstörf sýna afrakstur sinn. Inga Friðjónsdóttir er umsjónarmaður í Molanum í Kópavogi sem hýsir starfsemina. „Krakkarnir sem eru að vinna hjá okkur eru á aldrinum 18 til 25. Þeir eru alls 24 en starfa í 16 hópum og verkefnin eru mjög mismunandi. Þau eru mjög frjáls og fá að vinna í verkunum sínum í átta vikur hjá okkur,“ segir Inga. Meðal þess sem verður sýnt í kvöld verða fjórar stuttmyndir, tónlistaratriði, fatalína, ljóð og myndlist. „Starfið í ár hefur verið með svipuðu sniði og seinustu ár en þetta fer í raun allt eftir því hvaða verkefni krakkarnir vilja gera. Þegar sótt er um hjá okkur þá skiptir miklu máli að vera með flotta umsókn og skýra hugmynd um það hvert verkefnið mun vera. Svo fá þau að starfa við þetta í átta vikur á sumrin. Sumir eru alltaf hér í Molanum að vinna en aðrir eru úti um allan bæ eða að vinna heima hjá sér. Nokkrir hafa verið hjá okkur í nokkur ár en það þarf alltaf að sækja um aftur frá byrjun.“ Undirbúningurinn fyrir lokahátíðina hefur í raun verið í undirbúningi allt sumarið en nú er allt að smella saman. „Við erum að leggja lokahönd á sýningarrýmið. Hátíðin hefst klukkan sex í kvöld með nokkrum ræðum en svo byrjar tónlistardagskráin. Í ár höfum við ákveðið að breyta til og leyfa hverju verkefni að njóta sín. Við erum búin að stækka sýningarplássið og verðum meðal annars með nokkur verk í bílakjallaranum. Í lokin verða stuttmyndirnar sýnar. Við verðum með vænar veigar og drykki í boði fyrir gesti og gangandi. Skapandi sumarstörf eru leið fyrir bæjarfélög að gefa ungum listamönnum tækifæri til að þróa sínar eigin hugmyndir og verkefni. Í gegnum tíðina hefur ungt fólk í Kópavogi verið að vinna að mismunandi verkefnum sem hafa vakið athygli líkt og tónleikar í strætisvögnum, málverk á göngustígum og myndlistarsýningar í verslunarmiðstöðvum svo að fátt eitt sé nefnt. Lokahátíðin í kvöld verður ekki síðri en fyrri sýningar og er búist við fjölda manns í Molann klukkan sex í kvöld. Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Í kvöld verður haldin lokahátíð skapandi sumarstarfa í Kópavogi. Þetta verður í tíunda skiptið sem skapandi sumarstörf sýna afrakstur sinn. Inga Friðjónsdóttir er umsjónarmaður í Molanum í Kópavogi sem hýsir starfsemina. „Krakkarnir sem eru að vinna hjá okkur eru á aldrinum 18 til 25. Þeir eru alls 24 en starfa í 16 hópum og verkefnin eru mjög mismunandi. Þau eru mjög frjáls og fá að vinna í verkunum sínum í átta vikur hjá okkur,“ segir Inga. Meðal þess sem verður sýnt í kvöld verða fjórar stuttmyndir, tónlistaratriði, fatalína, ljóð og myndlist. „Starfið í ár hefur verið með svipuðu sniði og seinustu ár en þetta fer í raun allt eftir því hvaða verkefni krakkarnir vilja gera. Þegar sótt er um hjá okkur þá skiptir miklu máli að vera með flotta umsókn og skýra hugmynd um það hvert verkefnið mun vera. Svo fá þau að starfa við þetta í átta vikur á sumrin. Sumir eru alltaf hér í Molanum að vinna en aðrir eru úti um allan bæ eða að vinna heima hjá sér. Nokkrir hafa verið hjá okkur í nokkur ár en það þarf alltaf að sækja um aftur frá byrjun.“ Undirbúningurinn fyrir lokahátíðina hefur í raun verið í undirbúningi allt sumarið en nú er allt að smella saman. „Við erum að leggja lokahönd á sýningarrýmið. Hátíðin hefst klukkan sex í kvöld með nokkrum ræðum en svo byrjar tónlistardagskráin. Í ár höfum við ákveðið að breyta til og leyfa hverju verkefni að njóta sín. Við erum búin að stækka sýningarplássið og verðum meðal annars með nokkur verk í bílakjallaranum. Í lokin verða stuttmyndirnar sýnar. Við verðum með vænar veigar og drykki í boði fyrir gesti og gangandi. Skapandi sumarstörf eru leið fyrir bæjarfélög að gefa ungum listamönnum tækifæri til að þróa sínar eigin hugmyndir og verkefni. Í gegnum tíðina hefur ungt fólk í Kópavogi verið að vinna að mismunandi verkefnum sem hafa vakið athygli líkt og tónleikar í strætisvögnum, málverk á göngustígum og myndlistarsýningar í verslunarmiðstöðvum svo að fátt eitt sé nefnt. Lokahátíðin í kvöld verður ekki síðri en fyrri sýningar og er búist við fjölda manns í Molann klukkan sex í kvöld.
Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira