Skipuleggjanda Druslugöngunnar var hópnauðgað: „Það skiptir miklu máli að segja frá“ Bjarki Ármannsson skrifar 23. júlí 2015 21:30 „Það er ótrúlegur léttir að segja frá,“ segir Eva Brá Önnudóttir, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar. Vísir „Það er ótrúlegur léttir að segja frá,“ segir Eva Brá Önnudóttir, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar, sem glímt hefur við áfallastreituröskun í kjölfar hópnauðgunar. Evu var nauðgað af þremur mönnum fyrir ekki svo löngu síðan og hún segist enn bera ósýnilega áverka ofbeldisins sem hún varð fyrir. „Ég get til dæmis ekki hlustað á tónlist þegar ég er ein heima,“ segir Eva Brá. „Ef einhver gengur framhjá húsinu mínu þegar ég er að hlusta á tónlist, þá slekk ég svo enginn heyri að ég sé heima. Bara núna í þessari viku hafði nágranni minn læst sig úti og var að banka á gluggann minn en ég fór í svo mikið „panic-mode“ að ég skreið bara í sturtu og þorði ekki að kíkja út.“ Eva lýsti reynslu sinni af áfallastreituröskun í Facebook-færslu sem vakið hefur mikla athygli í dag. Með færslunni birtir hún myndir af mari á fótleggjum sínum sem hún segist hafa fengið við að þrýsta fótum sínum saman í svefni vegna martraða tengdum áfallastreituröskuninni. Hún segir aukna umræðu um kynferðisofbeldi, fyrst og fremst með Druslugöngunni og Beauty Tips-byltingunni svokölluðu, ástæðuna fyrir því að hún þori nú að segja frá því að henni hafi verið nauðgað, en þar til í dag vissu aðeins nánustu vinir Evu af því. „Fyrir mánuði hefði ég örugglega ekki getað sagt frá þessu,“ segir hún. „Mér fannst mikilvægt að segja frá áfallastreituröskun, því mjög margir þolendur burðast með hana ótrúlega lengi. Hún hefur mikil áhrif á daglegt líf þitt, en það er ekkert sérstaklega mikil umræða um hana. Hvernig hún birtist, hvaða afleiðingar hún hefur.“ Til að mynda segir Eva það mjög erfitt að vera aðstandandi manneskju með áfallastreituröskun. „Nú skilur fjölskylda mín margt í hegðun minni, því þau vita hvað það var sem ég var að glíma við.“ Eva segir þrjár konur, sem allar lýsi svipaðri reynslu og hún, hafa haft samband við hana frá því að hún birti færsluna á Facebook til að þakka henni. „Mér þykir mjög vænt um það,“ segir hún. „Það sýnir hvað það skiptir miklu máli að segja frá.“ Færslu Evu Brár í heild sinni má lesa hér fyrir neðan.Fyrir ekki svo löngu síðan var mér nauðgað af þremur mönnum. (Fyrirgefðu mamma og allir hinir sem ég elska sem eru fyrst...Posted by Eva Brá Önnudóttir on 23. júlí 2015 Tengdar fréttir Drusluganga: Þjóðþekktir einstaklingar kalla eftir breytingu í nýju myndbandi Skipuleggjendur Druslugöngunnar birtu í dag myndbandið #drusluákall. 23. júlí 2015 14:07 Deila reynslu af nauðgunum og misnotkun: „Ég var bara sex ára“ Mikil umræða á sér stað núna inn á Facebook hópnum Beauty Tips. 29. maí 2015 13:49 Hundruð kvenna segja frá ofbeldi Íslenskar konur deila inni á Facebook-hópnum Beauty Tips reynslu sinni af kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. "Bylting“ segir ein þeirra og deilir reynslu sinni og vonast eftir að byltingin muni verða til þess að útrýma skömminni. 30. maí 2015 07:00 Dyravörður á Druslupeppi áreitti stúlkur Maðurinn er kominn á bannlista eftir að hafa beðið stúlkur að fara í sleik ef þær vildu komast inn og kallað skipuleggjendur feministatussur. 23. júlí 2015 18:44 Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar "Við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu," segir ráðgjafi hjá Stígamótum. 6. júní 2015 19:06 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Sjá meira
„Það er ótrúlegur léttir að segja frá,“ segir Eva Brá Önnudóttir, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar, sem glímt hefur við áfallastreituröskun í kjölfar hópnauðgunar. Evu var nauðgað af þremur mönnum fyrir ekki svo löngu síðan og hún segist enn bera ósýnilega áverka ofbeldisins sem hún varð fyrir. „Ég get til dæmis ekki hlustað á tónlist þegar ég er ein heima,“ segir Eva Brá. „Ef einhver gengur framhjá húsinu mínu þegar ég er að hlusta á tónlist, þá slekk ég svo enginn heyri að ég sé heima. Bara núna í þessari viku hafði nágranni minn læst sig úti og var að banka á gluggann minn en ég fór í svo mikið „panic-mode“ að ég skreið bara í sturtu og þorði ekki að kíkja út.“ Eva lýsti reynslu sinni af áfallastreituröskun í Facebook-færslu sem vakið hefur mikla athygli í dag. Með færslunni birtir hún myndir af mari á fótleggjum sínum sem hún segist hafa fengið við að þrýsta fótum sínum saman í svefni vegna martraða tengdum áfallastreituröskuninni. Hún segir aukna umræðu um kynferðisofbeldi, fyrst og fremst með Druslugöngunni og Beauty Tips-byltingunni svokölluðu, ástæðuna fyrir því að hún þori nú að segja frá því að henni hafi verið nauðgað, en þar til í dag vissu aðeins nánustu vinir Evu af því. „Fyrir mánuði hefði ég örugglega ekki getað sagt frá þessu,“ segir hún. „Mér fannst mikilvægt að segja frá áfallastreituröskun, því mjög margir þolendur burðast með hana ótrúlega lengi. Hún hefur mikil áhrif á daglegt líf þitt, en það er ekkert sérstaklega mikil umræða um hana. Hvernig hún birtist, hvaða afleiðingar hún hefur.“ Til að mynda segir Eva það mjög erfitt að vera aðstandandi manneskju með áfallastreituröskun. „Nú skilur fjölskylda mín margt í hegðun minni, því þau vita hvað það var sem ég var að glíma við.“ Eva segir þrjár konur, sem allar lýsi svipaðri reynslu og hún, hafa haft samband við hana frá því að hún birti færsluna á Facebook til að þakka henni. „Mér þykir mjög vænt um það,“ segir hún. „Það sýnir hvað það skiptir miklu máli að segja frá.“ Færslu Evu Brár í heild sinni má lesa hér fyrir neðan.Fyrir ekki svo löngu síðan var mér nauðgað af þremur mönnum. (Fyrirgefðu mamma og allir hinir sem ég elska sem eru fyrst...Posted by Eva Brá Önnudóttir on 23. júlí 2015
Tengdar fréttir Drusluganga: Þjóðþekktir einstaklingar kalla eftir breytingu í nýju myndbandi Skipuleggjendur Druslugöngunnar birtu í dag myndbandið #drusluákall. 23. júlí 2015 14:07 Deila reynslu af nauðgunum og misnotkun: „Ég var bara sex ára“ Mikil umræða á sér stað núna inn á Facebook hópnum Beauty Tips. 29. maí 2015 13:49 Hundruð kvenna segja frá ofbeldi Íslenskar konur deila inni á Facebook-hópnum Beauty Tips reynslu sinni af kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. "Bylting“ segir ein þeirra og deilir reynslu sinni og vonast eftir að byltingin muni verða til þess að útrýma skömminni. 30. maí 2015 07:00 Dyravörður á Druslupeppi áreitti stúlkur Maðurinn er kominn á bannlista eftir að hafa beðið stúlkur að fara í sleik ef þær vildu komast inn og kallað skipuleggjendur feministatussur. 23. júlí 2015 18:44 Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar "Við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu," segir ráðgjafi hjá Stígamótum. 6. júní 2015 19:06 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Sjá meira
Drusluganga: Þjóðþekktir einstaklingar kalla eftir breytingu í nýju myndbandi Skipuleggjendur Druslugöngunnar birtu í dag myndbandið #drusluákall. 23. júlí 2015 14:07
Deila reynslu af nauðgunum og misnotkun: „Ég var bara sex ára“ Mikil umræða á sér stað núna inn á Facebook hópnum Beauty Tips. 29. maí 2015 13:49
Hundruð kvenna segja frá ofbeldi Íslenskar konur deila inni á Facebook-hópnum Beauty Tips reynslu sinni af kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. "Bylting“ segir ein þeirra og deilir reynslu sinni og vonast eftir að byltingin muni verða til þess að útrýma skömminni. 30. maí 2015 07:00
Dyravörður á Druslupeppi áreitti stúlkur Maðurinn er kominn á bannlista eftir að hafa beðið stúlkur að fara í sleik ef þær vildu komast inn og kallað skipuleggjendur feministatussur. 23. júlí 2015 18:44
Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar "Við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu," segir ráðgjafi hjá Stígamótum. 6. júní 2015 19:06